Fellibylurinn TRUMP – Hvað gerðist?

Hvað gerðist?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í bókinni "Það sem gerðist" reynir Hillary Clinton að svara  spurningunni hvað gerðist? Lýsir Hillary Clinton hvernig henni leið á kosninganóttinni og leitar svara við því, hvers vegna hún sé svo fyrirlitin.

Bill Clinton gekk fram og tilbaka á kosninganóttinni og "tuggaði á ókveiktum vindli" skrifar Hillary Clinton.

RödinkominadmerÁ meðan atkvæðin streymdu inn lagði Hillary sig og þegar hún vaknaði var ástandið hryllilegt.

Viðtalið við Trump er "vafalaust eitt af merkilegustu augnablikum í lífi mínu" skrifar Hillary. Hún óskaði honum til hamingju með sigurinn og undraðist hversu eðlilegt samtalið var, þrátt fyrir að hún væri lömuð, "þetta var svo hryllilegt allt saman".

CNN komst yfir eintak bókarinnar fyrir útgáfuna og segir að bókin sé gegnumsýrð af fyrirlitningu á Donald Trump. Hillary kennir því um að margir hati sig fyrir að vera kona og hluta af tapinu kennir hún Bernie Sanders um.


AfsokundagsinsSkv. NBC News nýtur Hillary trausts einungis um 30% kjósenda. "Margir vilja að ég hverfi af braut" skrifar Hillary. "En ég er hér". Það óttast demókratar mest.

Skärmavbild 2017-09-09 kl. 17.56.58

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ástæða þess að Hillary tapaði er hún sjálf, en hún sér það ekki, kennir öllu og öllum öðrum um. Það er vont að vera í þeirri stöðu. Vonandi nær hún sér, en pólitískur ferill hennar er á enda.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.9.2017 kl. 17:37

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Tómas, demókratar óttast fyrirlestrarherferð Hillary til að kynna bókina á næstu vikum. Verður óskemmtilegt fyrir þá að hún rífur upp öll sárin.

Gústaf Adolf Skúlason, 9.9.2017 kl. 18:22

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

CNN fake News fékk eintak af bókinni áður en hún kom út, er Hildiríður ekki að borga fyrir að fa spurningarnar fyrirfram á kappræðu fundi sem CNN fake News stjórnaði, mér finnst það mjög líklegt.

En vinstra liðið þarf ekki að hræðast Trompið, hann hefur alltaf verið demókrati og verður alltaf demókrati, enda er hann komin í bandalag með Nancy Palosi og Chuck Schumer. 

Takið eftir, the fake Media fer að tóna niður árásirnar á Trompið, því að nú verður peninga eyðslan sett á fullan kraft og opin landamæri, enginn múrveggur á suður landamærunum.

Svona er nú pólitíkin sama hvar er, stjórnmálamenn ljúga að kjosendum til að komast í sætin og svo gera stjórnmálamennirnir allt annað en þeir lofuðu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.9.2017 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband