Verðbólgumarkmiðin undir áætlun skrifar Seðlabanki ESB. Full ástæða til að fagna:
Húrra!
- 100 milljónir fátæklinga verða í ESB 2020!
- 27% barna í ESB búa á fátækum heimilum!
- ESB ætlar að koma með neyðarpakka til barna ESB til verndar gegn barnafátækt ESB!
- Meira en þriðjungur íbúanna í Búlgaríu, Rómeníu og Grikklandi lifa í fátækt og félagslegri einangrun!
- Fátækt jókst um 2,3 -2,5% í Ungverjalandi, Svíþjóð og á Spáni!
- 40% af íbúum Andalúsíu eru fátæklingar!
- Þriðji hver Spánverji er fátækur!
- Fjölgun ókeypis matarpakka á Spáni er 40% í sumar!
- 7% þeirra sem hafa fulla atvinnu innan ESB eru fátækir!
- 40% innflytjenda eru fátæklingar og þjóðfélagslega útlægir!
"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vekur athygli á því að engar skjótar breytingar á ástandinu eru í sjónmáli og býst við að fjöldi fátækra í sambandinu verði um 100 milljón manns árið 2020."
Þykk skýrsla: Lesi hver sem nennir
Eurostat
Daily Express
Redd Barna
Youtube
Lægsta atvinnuleysi í Evrópu í átta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Samt eru hátt í 20% Íslendinga tilbúnir að ganga inn í þessa fátæktargildru.
Ragnhildur Kolka, 31.7.2017 kl. 23:59
Þakka þér Gústaf fyrir fróðlegar upplýsingar að vanda.
Já Ragnhildur, þegar blindur leiðir blindan falla þeir báðir í gryfju. Þannig er það þegar blint fólk lætur blinda stjórnmálaleiðtoga leiða sig, þá er ekki von á góðu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 1.8.2017 kl. 15:52
Gæfulegt í henni Útópíu eða hitt þó heldur!
Kveðja góð til ykkar allra.
Jón Valur Jensson, 1.8.2017 kl. 16:30
Þakka innlit og góðar kveðjur sömuleiðis til baka. Erfitt að sjá "glætuna" í hagræddum tölum Evrópusambandsins, þegar raunveruleikinn vitnar um sístækkandi eymd íbúanna.
Gústaf Adolf Skúlason, 1.8.2017 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.