Krefjast á afsagnar borgarstjórans og boða til aukakosninga í Reykjavík

hamasvinirrvkÞað er augljóst á síðustu fréttum um ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga ísraelskar vörur til stuðnings Palestínumönnum, að sú ákvörðun hefur þegar skaðað vörumerkið Ísland verulega. Fréttir berast um afbókanir ferða til Íslands og eins og forsætisráðherrann segir í viðtali við Morgunblaðið: „Við höf­um fengið upp­lýs­ing­ar um að þessi ákvörðun kunni þegar að hafa valdið tals­verðu tjóni. Fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar hafi ákveðið að hætta viðskipt­um við Ísland og hætta að kaupa og selja ís­lensk­ar vör­ur. Það ligg­ur enn­frem­ur fyr­ir eft­ir vinnu dags­ins að þess­ar aðgerðir Reykja­vík­ur­borg­ar eiga sér ekki stoð í lög­um, ganga raun­ar gegn lög­um og gegn alþjóðsamn­ing­um sem við Íslend­ing­ar eig­um aðild að."

Sköðuð ímynd Íslands tekur áratugi að laga. Sú ímynd byggðist heldur ekki upp á einum degi, sem veitt hefur Íslendingum grundvöll farsælla viðskipta við umheiminn og útflutning á afurðum landsmanna. Þar hafa margir lagt hendur á plóginn, útflytjendur sjálfir, samtök atvinnulífsins, útflutningsráð, sameiginleg markaðsverkefni framleiðenda og samtaka þeirra í samstarfi við yfirvöld til að gera hróður Íslands sem mestan og afurðir okkar að góðri söluvöru erlendis. Miklum fjármunum hefur verið varið til að byggja upp vörumerkið Ísland og þá gæðaímynd, sem tengist Íslandi og afurðum okkar. Þetta starf er einkar þýðingarmikið, þar sem Ísland er svo lítil þjóð og alfarið háð útflutningi til að afla gjaldeyristekna svo hægt sé að standa undir innflutningi nauðsynja eins og olíu, stáls, véla og byggingarefnis svo dæmi séu tekin. 

Það er einmitt þessu góða samstarfi að þakka, að Íslendingar hafa náð stigi lífskjara sem gefa ekkert eftir iðnvæddari og ríkari þjóðum heims.

Það er algjörlega ónauðsynlegt að meirihluti Reykjavíkurborgar eyðileggi þennan grundvöll að velferð landsmanna einungis til þess að fullnægja einkaþörf pólitískra afglapa sem vilja njóta 15 mínútna fjölmiðlafrægðar í nafni Hamas og Palestínufólks. Fjórflokkur Samfylkingarfólks, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna styður hryðjuverkasamtök, sem hafa það á stefnuskrá sinni að afmá Ísrael af landakortinu.

HamasÞetta var liður nr 2 í mikilvægi borgarstjórnarfundarins 15. sept. skv fundargerð: 

"2. Lögð fram svohljóðandi tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa: 
 
Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.
 
Greinargerð fylgir tillögunni. 
 
Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina."
 
Eru þessi 9 borgarfulltrúar borgunarmenn fyrir þeim skaða á hagsmunum landsmanna, sem þessi samþykkt hefur í för með sér? Geta þessir níumenningar borgað þann skaða sem vörumerkið Ísland og ímynd landsins okkar hefur orðið fyrir vegna þessarrar bókunar? Geta þessir níumenningar bætt vörumerkinu Ísland þann álitshnekki, sem ákvörðun þeirra hefur valdið á alþjóðavísu?
 
Að sjálfsögðu ekki. Þetta fólk tekur enga ábyrgð á gerðum sínum. Það notar valdastöðu og umboð kjósenda til að fullnægja eigin hégóma til að komast sjálft í kastljósið. Hvað það kostar okkur hin skiptir engu máli. Það ætti öllum líka að vera ljóst eftir áralangt botnlaust sukk í fjármálum borgarinnar sem vinstra liðið notar í eigin dekurverkefni á meðan heilsugæsla, skólamál, gatnagerðarmál m.fl. er látið sitja á hakanum.
 
Engan þarf að undra að þetta fólk brjóti stjórnarskrá og önnur lög. Mestu skrumskælingjar nútímans með Pírötum sem þykjast vera lýðræðissinnar en selja hugsjónina fyrir flatbotnað pláss í valdaklíku Samfylkingar og Bjartrar með Vinstri græna í bandi. 
 
Ef Reykjavíkurbúar vilja ekki fara undir með vinstra liðinu sem í leiðinni ætlar að eyðileggja mikilvægan útflutning landsins sem stendur undir velferð landsmanna, þá er bara eitt verk sem allir ættu að taka höndum saman um að vinna:
 
Krefjast tafarlausar afsagnar borgarstjórans og boða til aukakosninga um nýja borgarstjórn. 
 
Hvað útflutningsskaðann varðar, þarf ríkisstjórnin að gefa út stutta og skýra yfirlýsingu sem tekur af allan vafa um að handvömm meirihlutans í Reykjavík er hvorki í samræmi við stefnu landsmanna né fari eftir stjórnarskránni. Yfirlýsinguna þarf að senda til sendiráða og til allra erlendra aðila í viðskiptum við landið og svo þarf yfirlýsingin að vera aðgengileg á a.m.k. ensku fyrir útflytjendur svo þeir geti sent hana til viðskiptavina sinna.
Hamas-militants-via-AFP
Hvað útfærslu vitleysunnar um að kaupa ekki vörur frá Ísrael varðar, sagði borgarstjórinn að þetta sé spurning um mannréttindi líka. Hefur meirihlutinn gert lista yfir lönd sem brjóta mannréttindi í heiminum? Hefur meirihlutinn gert lista yfir þær vörur sem innkaupadeild Reykjavíkur á að sniðganga?
 
Eða er það kanski háð duttlungum innkaupastjórans hverju sinni?
 
Nýjar kosningar einar geta forðað landinu frá frekari tjóni þessarrar Hamassjálfsmorðssveitar Samfylkingarmanna, Bjarts framtíðarfólks, Pírata og Vinstrigrænna.  

mbl.is Reynt að lágmarka tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Yfirburða-skýr og góð greining er þetta á vandamálinu, Gústaf, og hafðu beztu þakkir fyrir. Vert er þetta þess, að menn deili því með öðrum.

Með beztu kveðju,

Jón Valur Jensson, 19.9.2015 kl. 01:32

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir fyrir góð orð þín Jón Valur. Megi þessi vitleysisstefna meirihluta borgarstjórnar hverfa ofan í eina af mörgun götuholum bæjarins. Augljóslega hefur þetta fólk enga minnstu hugmynd um, hver það er sem borgar launin þeirra. Kær kveðja,

Gústaf Adolf Skúlason, 19.9.2015 kl. 05:28

3 Smámynd: Óskar

Alltaf fyndið þegar ESB andstæðingar búsettir í ESB landi eru að greina einhver vandamál á Íslandi!

Óskar, 19.9.2015 kl. 10:46

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kærar þakkir Gústaf fyrir frábæra grein þína.  Greinin er mjög skýr og tekur af allan vafa um hvað ger þarf.

Já það er ekki nóg að stjórnvöld sendi út yfirlýsingar um botnlausan kjánaskap borgarstjórnar, borgarstjórnin öll þarf að segja af sér og boða þarf til aukakosninga, annað verður ekki marktækt.

Það verður ekkert tekið mark á íslenskum stjórnvöldum ef borgarstjórnin situr áfram.  Ef ekki verður gengið í þetta strax mun skaðinn magnast og verða óafturkræfur.  Velferð þjóðar okkar liggur við.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2015 kl. 13:09

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það eru ekki haldnar aukakosningar í sveitarstjórnum. Bull um borgarstjórnina og Hamas dæmir sig sjálft og segir meira um þig en þau.

Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2015 kl. 17:40

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Tómas fyrir góð orð. Skaðinn er skeður og breytir engu, þótt borgarstjórinn reyni að draga strik yfir gjörðir sínar. Engir níumenninganna munu borga fyrir skaðann á vörumerki Íslands, - landsmenn þurfa að borga með skertri velferð. 

Gústaf Adolf Skúlason, 19.9.2015 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband