Yfirburðasigur lýðræðisins í Greecesave - íslenska leiðin borgar sig
6.7.2015 | 00:04
Núna er bara að sjá hvort hinir átti sig á málunum og snúi við áður en það verður um seinan...Stórglæsileg niðurstaða kosninganna, þar sem Grikkir höfnuðu fjárkúgunarsamning um áframhaldandi niðurskurð og vosbúð. Mikilvægasta atriðið var að taka frumkvæðið til baka til þjóðarinnar. Grikkir eiga langa sögu þjóðarstolts og að taka örlögin í eigin hendur.
Greecesave. 61,31% NEI. 38,69% JÁ.
Heldur betur en í Icesave I á Íslandi. Já-fjölmiðlar og fyrirtæki, sem reyndu að múta fólki til að kjósa Já, sköpuðu stærra NEI.
Það hefur alldeilis bætst olía á kyndil frelsis og lýðræðis á meginlandinu. En framundan eru mikil átök milli leiðtoga ESB og skjólstæðinga þeirra (óreiðumanna fjármálafyrirtækjanna) annars vegar og þjóðlegrar frelsisbaráttu almennings hins vegar.
Komandi barátta Tsipras forsætisráðherra Grikklands verður prófsteinn fyrir David Cameron í Bretlandi sem berst fyrir lýðræði á sama grundvelli.
ESB er steindautt. Evran hefur framið sjálfsmorð. Það hafa orðið kaflaskipti í byggingu alríkisins og lýðræðið hefur verið jarðað. Hvorki Grikkland né Bretland breyta því.
Þjóðverjar stjórna öllu hvort eð er. Þeir munu mynda 4. ríkið undir mantli ESB. Það mun kljúfa alla Evrópu í fylgissveina eða sjálfstæðissinna og sagan endurtakur sig á ný.
Evrópusambandið virðir niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.