Tsipras velur "íslensku leiðina" - ESB og evran í tætlum

GreeceÞað eina sem getur komið í veg fyrir bankahrun í Grikklandi næstu viku er að Marío Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu komi grískum bönkum til bjargar sem lið í loforði sínu um "að gera allt sem til þarf" til að bjarga evrunni. Hvort svo sem Tsipras hafi verið tilneyddur til að skjóta málinu í þjóðaratkvæði eða ekki, þá fær grískur almenningur að kjósa um, hvort þeir vilji halda áfram niðurskurði Þríeykisins eða að Grikkland fari eigin leiðir. Sami hræðsluáróður og Íslendingar kynntust um Kúbu norðursins hefur linnulaust verið básúnað yfir Grikklandi í mörg ár og margir Grikkir orðnir langþreyttir á svartnættisrausinu. Þjóðaratkvæðagreiðslan gæti því endað þannig, að Grikkir velji sjálfstæðið.

Grikkir hafa sjálfir engu lengur að tapa nema glötuðu sjálfstæði, himinháu atvinnuleysi, hungursneyð, félagslegri örbirgð og útbreiddri fátækt. Tsipras hefur því fyllilega á réttu að standa, þegar hann í ræðu sinni fyrir atkvæðagreiðslu gríska þingsins um þjóðaratkvæðið, að "á líðandi stundu öxlum vér sögulegar byrðar vegna baráttu gríska fólksins fyrir sterkara lýðræði og þjóðlegum sjálfsákvörðunarrétti."  

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa gerst sekir um að halda gjaldþrota bönkum í öndunarvél skv. efnahagsstefnu alþjóðlegu bankamafíunnar að "of stórir bankar" megi ekki fara á hausinn. Þessi efnahagsstefna hefur fyrir tilstuðlan leiðtoga ESB verið notuð til að breyta skuldum gjaldfallinna banka í ríkisskuldir evruríkjanna eins og átti að gera á Íslandi með Icesave. Andstaða annarra evruríkja til að halda áfram á þeirri braut er skiljanleg og allt traust á evrunni sem gjaldmiðli að hrynja. Draghi verður núna að standa við stóra loforðið til að koma í veg fyrir að evran muni hrynja við opnun markaða eftir helgina. Má búast við, að margir skipti út evrum fyrir traustari gjaldmiðla þar til ástandið skýrist. Yfirlýsing fjármálaráðherra evrusvæðisins um að "yfirvöld evrusvæðisins eru tilbúin til að gera það sem nauðsyn krefur til að tryggja fjármálalegan stöðuleika evrusvæðisins" er pólitísk yfirlýsing og styrkur hennar verður sannreyndur af peningamörkuðum.

Ástralski hagfræðingurinn Steve Keen bendir á það á Facebooksíðu sinni, að efnahagsstefna ESB hefur beðið skipbrot, því áætlanir og hagspár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um efnahagslegan bata í Grikklandi hafi brugðist, þrátt fyrir að Grikkir hafi framfylgt stefnu Þríeykisins. Hann vísar einnig í Wynne Godley sem skrifaði þegar 1992 um Maastricht samkomulagið, að "valdið til að gefa út eigin gjaldmiðil og setja reglur um eigin seðlabanka er aðalatriðið í skilgreiningu þjóðlegs sjálfstæðis. Ef ríki afhendir eða tapar þessu valdi fær það stöðu héraðs eða nýlendu." 

Paul Krugman skrifar á bloggi sínu, að "ef Grexit verður að raunveruleika mun það gerast vegna þess, að lánadrottnarnir eða a.m.k. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vilji að það muni gerast."

Vonandi tekst Grikkjum að reisa sig án þess að innanríkisstríð brjótist út og fasistastjórn taki við völdum með blessun Evrópusambandsins. 

Þá bætist gríski lýðræðiskyndillinn við ljós Íslands í þeirri almyrkvun sem alþjóðlegir bankaglæpamenn hafa dregið yfir gjörvallan heim.

 


mbl.is Samþykktu þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband