Vopnahlé eða heimsstyrjöld?

atomSkilaboð dagsins er, að nýr fundur Angelu Merkel kanslara Þýzkalands, Francois Hollande Frakklandsforseta og Petró Pórósjenkó forseta Úkraínu með Vladimir Pútín forseta Rússlands verði haldinn í borginni Minsk í Hvíta Rússlandi á miðvikudag. Þar verður gerð úrslitatilraun til að fá forseta Rússlands til að fallast á friðarumleitanir aðallega Þýzkalands og Frakklands. Á sama tíma auka aðskilnaðarsinnar bardaga og sækja fram í Úkraínu. Í sjónvarpsviðtali eftir fundinn í dag sagði Valdimir Pútín, að fundurinn í Minsk verði einungis haldinn ef Vesturveldin samþykki fimm liða kröfur sem Rússland vill fá samþykktar til að mæta á fundinn. Pútin útskýrði ekki hverjar kröfurnar væru en sagði að þær hefðu verið mikið ræddar síðustu daga.

Philip Breedlove æðsti yfirmaður NATO sagði á laugardag að hernaðarbandalagið íhugi "hernaðarlega valkosti" til að leysa Úkraínukreppuna. Hann forkastaði friðartillögum Vladimir Pútins sem "algjörlega ósamþykkjanlegum."

Angela Merkel kanslari Þýzkalands flaug eftir fundinn með Pútín til Bandaríkjanna til viðtals við Obama Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Breta Philip Hammond sagði, að fundurinn í Minsk væri síðasti möguleiki Vladímír Pútíns forseta Rússlands til að komast hjá fleiri viðskiptaþvingunum. Hann var harðorður í garð Pútíns í sjónvarpsræðu í dag og ásakar Pútín fyrir að færa heiminn aldir aftur í tímann með hertöku á landssvæði sjálfstæðs ríkis á tuttugustu og fyrstu öldinni."Svona höguðu einræðisherrar sér á miðri tuttugustu öldinni."

Gudrun Persson Rússlandssérfræðingur hjá rannsóknardeild Varnarmálastofnunar sænska hersins segir, að ástandið í Evrópu sé orðið afar eldfimt og það að fólk byrji að spyrja spurningar um nýja heimsstyrjöld sýni hversu hættuleg staðan sé orðin. Gudrun segir, að afstaða Rússa sé að Úkraína tilheyri Rússlandi og þeir setji fram kröfu um að endurrita landamærin á kortum sem er brot á gildandi öryggisreglum í Evrópu. Rússland hefur byr undir báða vængi eftir innlimun Krímskagans og margir í vestri trúa að viðskiptaþvinganir Vesturvelda hafi haft áhrif.

Rússnesk yfirvöld segja við Rússa að Vesturveldin ráðist á Rússland og Rússar þurfi að verjast. Það er stefnan sem ræður og Rússar eru stilltir inn á að sameinast á erfiðri stundu til að verjast árás óvinarins. "Við vitnum ástand, þar sem innri skerðing tjáningarfrelsis og takmörkun leyfa til kröfugangna ásamt auknu ríkiseftirliti með Internet og fjölmiðlum í árásargjarnari ferli, allt stigmagnar þetta hvert annað og eykur styrkleikann. Þess vegna er ástandið svo hættulegt." 

Þýzka blaðið Frankfurter Allgemeiner hefur í dag eftir þýzkri öryggisstofnun, að allt að 50 þúsund manns hafi látið lífið í Úkraínustríðinu. Opinberar tölur tala um að 1200 hermenn og 5400 óbreyttra borgara hafi misst lífið. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum eru 5.358 persónur. En skv. þýzkri öryggisstofnun má margfalda töluna með tíu.

 


mbl.is Hittast í Minsk á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott fréttavinnsla og afar glöggt yfirlit hjá þér, Gústaf, á við beztu fréttamiðla, smile um þetta líka sorglega mál. cry

Jón Valur Jensson, 9.2.2015 kl. 07:37

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Jón fyrir góð orð þín. Þau eru ansi dökk skýin á sjóndeildarhringnum í austurátt, kannsi finnur maður meira fyrir þessu í nágrenni við Eystrarsaltsríkin. Óróleikinn vex því miður með degi hverjum, hvaða þróun málin taka í Úkraínu.

Gústaf Adolf Skúlason, 9.2.2015 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband