VIÐVÖRUN Frakklandsforseta: Ef okkur mistekst er staðan STRÍÐ
8.2.2015 | 08:30
Mörg stórveldi Vesturlanda með Þýzkalandi og Frakklandi í fararbroddi reyna nú til hins ítrasta að fá Pútín til að semja um frið í Úkraínu. En aðilar standa langt hver frá öðrum og eru duglegri í að flækja málin sem að endingu mun skapa stríð í fullum skala. Það eina sem heldur aftur af öðrum Vesturvöldum að senda vopn til Úkraínu er að fulltrúar Þýzkalands og Frakklands gera í dag trúlega síðustu tilraun til að binda endi á Úkraínustríðið.
Rússar fullyrða, að Nató hafi hermenn í Úkraínu og vitað er að Rússar sendu hermenn frá fyrstu stundu, þegar þeir tóku Krím, þótt reynt hafi verið að dylja í upphafi hverrar þjóðar hermennirnir voru. Sagan mun sýna, hvort þriðja heimsstyrjöldin hófst með innrás Rússa í Úkraínu og hertöku Krímar en ljóst er að sú aðgerð hefur kastað heiminum inn í þau átök sem nú er glímt við með svo dökkum framtíðarhorfum.
Í dag sunnudag mun endahnúturinn á núverandi samtölum með Pútín eiga sér stað með samtölum Angelu Merkels kanslara Þýzkalands, Francois Hollande Frakklandsforseta, Vladimír Pútíns forseta Rússlands och Petró Pórósjenkó forseta Úkraínu.
Hollande varaði við því í gær, "að ef okkur mistekst að ná varanlegu friðarsamkomulagi, þá vitum við vel hver staðan verður, hún hefur nafn, það kallast stríð" sagði Frakklandsforseti.
Fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar Carl Bildt segir í viðtali við Frankfurter Allgeimeine Zeitung að ekki sé lengur hægt að útiloka stórstyrjöld milli Vesturvelda og Rússlands.
Carolina Vendil Pallin yfirmaður Rússlandsmála hjá Varnarmálanefnd sænska hersins segir það "verða erfitt fyrir Pútín að bakka frá þeim loforðum sem hann hefur gefið fólkinu. Hann hefur sagt að hann muni aldrei afhenda Krím, sem er liður í að sameina rússneska fólkið og hann hefur lofað að vernda Rússa erlendis. Ekki meðborgara heldur Rússa.
Það er alvarlegt að vísa til sögulegrar nærveru sem ástæðu til að hertaka Krím, það oppnar leiðir fyrir önnur lönd með söguleg tengsl. Það er box sem enginn vill opna."
Tíminn að hlaupa frá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Það er nú kannski ekki ráðlegt ef maður ætlar að skrifa trúverðuga grein að vitna í Carl Bildt,sem er annáluð stríðshóra.
Ég býst við að þekkir sögu hans í þeim efnum.
Það er tiltölulega auðvelt að semja um frið í landinu.Bæði Rússar frakkar þjóðverjar og jafnvel Poroshenko eru nokkurn veginn sammála um hvað skal gera.
Bandaríkjamenn og öfga þjóðernissinnar innan Úkrainu standa svo í vegi fyrir samningum.
Það sem vantar er að Evrópuþjóðirnar með Merkel í broddi fylkingar setji hælana niður og tilkinni að þær séu búnar að fá nóg.
Úkraina er dauðadæmd án stuðnings þýskalands og það er orðið tímabært að kveða niður öfgaliðið í landinu og byrja að ýta undir hófsamari öfl.
Krímskagi verður áfram rússnneskur,enda gera sér flestir grein fyrir að það er það rétta í stöðunni.
Ég legg til að menn hugsi þá hugsun til enda hvernig þeir ætla að taka landsvæði þar sem 90% íbúanna vilja tilheyra einhverju landi og skikka þá til að sameinast öðru ríki. Ég held að það vilji í raun ekkert Evrópuríki taka þátt í slíku
Borgþór Jónsson, 8.2.2015 kl. 11:13
Borgþór, Það breytir engu hvaða ónöfnum þú hreytir í Carl Bildt, ekkert nafn á honum stöðvar brjálæðisáform Vladimir Pútíns og Rússa, sem ekki þola lýðræði og vilja endurreisa gamla Sovét. Innrás Rússa í Úkraínu og hernám Krímskaga hefur orsakað stríðsstöðuna og það mun ekki breytist fyrr en þeir hætta stríðsrekstri í Úkraínu og virða Úkraínu sem sjálfstætt ríki. Rússar hafa áætlanir um að "bjarga Rússum" í Eystrarsaltslöndunum og nota ákvarðanir þjóða um að ganga í Nató sem afsökun fyrir því að efna til heimsstyrjaldar.
Gústaf Adolf Skúlason, 8.2.2015 kl. 11:37
Ég hef nú ekki heyrt um að uppi séu áætlanir um að bjarga rússum í Eystrasaltslöndunum,hinsvegar hefur Putin gert athugasemdir við mannréttindabrot sem rússar í þeim löndum eru beittir.
Sérstaklega á þetta við um Eistland og Litháen.
Hann er reyndar ekki einn um þetta því bæði Evrópusambandið og Amnesti international hafa einnig gert slíkar athugasemdir.
Annað er líka sem fer í taugarnar á þeim ,en það er að rússar hafa byrjað að greiða uppgjafahermönnum úr Rauða hernum í þessum löndum eftirlaun,en það stafar af því að þeir njóta ekki fullra mannréttinda í heimalandinu.
Valdaránið á Maidan var einmitt framið í nánu samstarfi við litháa og uppreisn fólks í austurhlutanum stafar að hluta til af þessari tengingu.Rússnesskir íbúar Úkrainu hafa engan áhuga á að búa í landi þar sem þeir eru beittir misrétti.
Þessi stunt Poroshenkos þar sem hann stendur með vegabréf fallinna rússneskra hermanna og veifar þeim er frekar ámátleg lygi og einkennilegt að hann treysti sér til að gera svona fyrir framan fullan sal af fólki þar sem ALLIR vita að hann er að segja ósatt.
Hermenn bera aldrei vegabréf í aðgerðum,það er einfaldlega bannað í öllum herjum hermönnunum til verndar.
Menn verða líka að reyna að hugsa svolítið sjálfir.
Hvernig í ósköpunum stendur á að það er ekki hægt að mynda 9000 manna hersafnað sem keyra um á 500 skriðdrekum með fjölda olíubíla og birgðaflutningabíla.Landið þar sem barist er,er alveg slétt og nánast skóglaust og sennilega ca 15x 200 km. Heildar umráðasvæði uppreisnarmanna er minna en suðurkjördæmi.
Trúirðu virkilega svona bulli? Gerfihnettir geta auðveldlega myndað mann á reiðhjóli.
Ef þú veist það ekki þá var Carl Bildt verlaunaður með stjórnarsæti í Locheed vopnaverkmiðjunum eftir að hafa ferðast um Evrópu þvera og endilanga og talað fyrir Íraksstríðinu.Þaðan er auður hans kominn.
Síðan þá hefur hann talað fyrir manndrápum hvar sem því verður við komið,enda gefur það honum aura í vasann.Hann er stríðshóra.
Borgþór Jónsson, 8.2.2015 kl. 13:08
Hér er til glöggvunar kort af vígstöðunni eins og hún var 4.febrúar.
http://ic.pics.livejournal.com/dragon_first_1/72271520/76055/76055_original.jpg
Svo geturðu farið á Google earth og spáð í hverniig þú mundir fela 500 skriðdreka fjölda vörubíla.
Borgþór Jónsson, 8.2.2015 kl. 13:34
Þú réttlætir hertöku Krímskagans með hernaðarinnrás Rússa. Ég mundi nú varast að vera að tala um stríðshóru, gæti allt eins hitt þig sjálfan í höfuðið. Gott hjá þér að upplýsa okkur um "björgunar" áætlanir Pútíns í Estlandi og Litháen. Einmitt þess vegna er NATO að undirbúa sig fyrir hugsanlegri árásum Rússa. Þegar ég klikka á nafnið þitt eru engar upplýsingar um þig. Af hverju útvegar þú þér ekki Rússaáróðurssíðu annars staðar?
Gústaf Adolf Skúlason, 8.2.2015 kl. 14:14
Ég réttlæti veru Krímskaga innan Rússneska sambandsríkisins með því að næstum allir íbúar svæðisins vilja tilheyra Rússneska sambandsríkinu. Það er ekkert flóknara en.
Björgunaraðgerð Putins felst allavega enn sem komið er ekki í öðru en að senda nokkrum gamalmennum aura svo þau drepiist ekki úr hungri og að mótmæla við viðkomandi stjórnvöld að þau beiti þetta fólk misrétti.
Mér finnst þetta ekki gefa tilefni til liðsafnaðar af hálfu NATO.
Ýmyndaðir hermenn Poroshenko eru heldur ekki ástæða til hersafnaðar.
Borgþór Jónsson, 8.2.2015 kl. 14:39
Örfá dæmi úr heimsumræðunni um Pútín. Gegn þessu eru Pravda Russian Today áróðursrásir Rússa og fólk á launum við að blogga fyrir Pútín um allar jarðir.
Sumir telja, að Pútín styðji við bakið á ISIS sbr: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2752054/Iranian-Syrian-officials-slam-Obama-s-strategy-fighting-militants-shuns-support-mission-destroy-ISIS.html
http://www.dailymail.co.uk/news/article-2752054/Iranian-Syrian-officials-slam-Obama-s-strategy-fighting-militants-shuns-support-mission-destroy-ISIS.html
http://www.aftonbladet.se/nyheter/article20252940.ab
http://www.spectator.co.uk/features/9153391/estonias-angst/
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/russia/11393707/Putin-could-attack-Baltic-states-warns-former-Nato-chief.html
http://www.newsweek.com/putin-more-dangerous-isis-and-1000-al-qaedas-says-garry-kasparov-274319
http://www.businessinsider.com/david-cenciotti-russia-simulated-a-massive-aerial-attack-2013-4?IR=T
http://euromaidanpress.com/2015/02/05/moscow-preparing-massive-invasion-of-ukraine-but-facing-problems/
http://www.svd.se/nyheter/utrikes/reguljara-ryska-forband-inne-i-ukraina_3932484.svd
http://www.bbc.com/news/magazine-26769481
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/russia/8808712/Vladimir-Putin-is-trying-to-take-Russia-back-in-time.html
http://www.aljazeera.com/news/europe/2014/09/ukraine-pm-putin-wants-restore-ussr-201491384837451604.html
Gústaf Adolf Skúlason, 8.2.2015 kl. 15:31
Alveg er ég steinhissa á jafn skynsömum manni og þér Gústaf að safna þessum linkum. Allt eru þetta gamalkunnug brögð og brellur til að hvetja til hernaðarátaka sem eru nú dregin fram rétt eins og í aðdraganda árása á Írak og Líbýu.
Sigurður Þórðarson, 8.2.2015 kl. 20:13
Ég er búinn aðð skoða flesta linkana,reyndar ekki þá sænsku af því ég er svo seinlæs á það tungumál.
Margir eru áhugaverðir ,ekki síst athugasemdirnar við þá,en þær eru margar mjög efnismiklar.
Kasparov þarf ekki að taka mjög hátíðlega ,ég er viss um að það er hægt að finna svipaða grein eftir Steingrím J um Bjarna Ben.
Rússland og síðar Sovétríkin hafa alltaf sótt í að hafa í kringum sig það sem þeir kalla "буферное государство" eða "buffer state. Þeir þurfa ekki endilega að ráða þessum ríkjum ,þeir vilja bara vera nokkuð vissir um að þau séu ekki svo stór að þau ráðist á Rússland.
Þetta er svo sem ekki að ófyrirsynju af því að margoft hafa verið gerðir út stórir herleiðangrar frá Evrópu inn í Rússland,oft með skelfilegum afleiðingum.
Í lok síðastu heimstyrjaldar gaf Stalín þjóðinni loforð:Það verður aldrei barist aftur á Rússnesku landi" svo raðaði hann leppríkjum í kringum Sovétríkin.
Þegar sovétríkin líða undir lok er rússum gefið það loforð í skiftum fyrir að þeir liðkuðu fyrir sameiningu þýsku ríkjanna að "NATO færi sig ekki tommu austar en Þýskaland" Eins og sjá má af málsetningunni var það bandaríkjamaður sem gaf þetta loforð.
Þetta var svikið strax.Ef einhver svíkur mann í máli sem manni finnst mikilvægt hættir maður að treysta viðkomandi.Þetta var stórt mál fyrir Rússa en þeir láta þetta yfir sig ganga með ólund þó,enda er Úkraina ennþá utan NATO.
Úkraina er þeirra mikilvægasta "buffer state" enda hafa innrásir yfirleitt verið gerðar í gegnum það land,eða Balkanlöndin.
Árið 2014 er bankað upp á í Úkrainu eftir áralangan udirróður og þeim náðarsamlegast boðið í ESB og Nato.
Þar er á ferðinni blóði drifið heimsveldi sem samfleytt í fjórtán ár hefur staðið fyrir blóðugum og ólöglegum innrásum í önnur ríki,eitt eða fleiri í senn.Ekkert ár hefur fallið úr í fjórtán ár,og sennilega enginn dagur í fjórtán ár sem enginn hefur verið drepinn.
Eftir liggja vel á aðra milljón hræja og margfalt fleyri örkumla út um allan heim.
Nú bankar þessi óvættur, sem stjórnað er af fólki með ekkert siðferði, uppá og krefst aðgengis að þeim stað sem auðveldast er að gera innrás í Rússland.
Ég hugsa að flestum yrði frekar illt við.
Borgþór Jónsson, 9.2.2015 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.