Veik kratastjórn fallin eftir sögulegt afhroð á sænska þinginu

Skärmavbild 2014-12-04 kl. 00.53.48

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stefan Löfven tilkynnti 3.des. að sænska ríkisstjórnin áætlaði að taka ákvörðun um auka þingkosningar í Svíþjóð 22. mars n.k. Sósíaldemókratar og vinstri og grænir kenna fyrri ríkisstjórnarflokkum um að hafa svikið þingræðið og lýðræðið með því að greiða atkvæði með eigin fjárlagafrumvarpi, þegar fréttist að Svíþjóðardemókratar bættust í hópinn og felldu þar með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Krafa sósíaldemókrata um hlífiskjöld stjórnarandstöðunnar er bæði fáranleg og hrokafull. Hún afhjúpar stjórnmálamenn sem lifa einungis fyrir formleg völd án annars innihalds en vera sjálfir við völd, sem er dæmigerður kratismi.

Sannleikurinn er sá, að stefna Sósíaldemókrata, sem þeim hefur tekist að fá samstöðu annarra flokka fyrir, um að frysta Svíþjóðardemókrata úr umræðu og þáttöku í venjulegum störfum þingsins, hefur slegið til baka á þá sjálfa og þá flokka, sem fylgt hafa sömu stefnu. Árangurinn er að Svíþjóðardemókratar hafa stóraukið fylgi sitt og eru nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar. Svíþjóðardemókratar vonast til að verða næst stærsti flokkur Svíþjóðar eftir næstu kosningar. Ef aðrir stjórnmálaflokkar taka sig ekki saman og byrja að ræða við kjósendur um þau málefni sem þeir hafa vanrækt og gefið hafa Svíþjóðardemókrötum frítt svigrúm, þá mun sigurganga Svíþjóðardemókrata halda áfram. 

Móderatarnir skilgreindu fylgismissi síðustu kosninga með því að kerfisstjórn og uppífrá sjónarmið höfðu tekið yfir opinskáa stjórnmálaumræðu þar sem sjónarmið grasrótarinnar næðu fram. Þetta er skynsamleg skilgreining sem eykur vonir um að Móderötum takist að auka fylgi sitt, þrátt fyrir missi flokksleiðtoganna Fredriks Reinfeldts og Anders Borgs.

Menn eru að byrja að átta sig á því, að með því að leggja lokið á Svíþjóðardemókrata, þá útiloka þeir eigin þáttöku í umræðu kjósenda um innflytjendamál og aðbúnað og aðlögun innfluttra í sænska samfélaginu. Evrópumálin fylgja einnig uppífrásjónarmiðum og margir af ESB andstæðingum borgaralegu flokkanna greiddu atkvæði með Svíþjóðardemókrötum til að lýsa óánægju sinni með skort á ESB umræðu eða "umræðu" í skorðum uppífrá stjórnenda. Svíþjóðardemókratar eru ESB skeptískir og að því leytinu skilur sig ástandið í Svíþjóð í engu frá ástandinu í öðrum ESB-ríkjum með vaxandi gagnrýni á Evrópusambandið og hörmungum evrunnar. Páfinn segir að ESB sé fangi í "einsnúmera efnahagsflík" sem grafi undan lýðræðinu.

Enginn veit með vissu, hvort ríkisstjórn Stefans Löfvens muni ákveða aukakosningar þann 22. mars, þótt slíkt sé sagt nú. Ríkisstjórnin getur fyrst tekið ákvörðun um aukakosningar þann 29. desember og eftirtektarvert er, að Stefan Löfven baðst ekki lausnar fyrir ríkisstjórnina eftir fullkomlega niðurlægingu, þegar fjárlagafrumvarpið var fellt á þingi með 182 atkvæðum stjórnarandstöðunnar gegn 153 atkvæðum ríkisstjórnarinnar. 

Búast má við, að sósíaldemókratar noti tímann fram að áramótum og reyni til þrauta að sundra stjórnarandstöðuflokkunum enda hafa stærstu rök þeirra um svik stjórnarandstöðunnar með því að "fá Svíþjóðardemókrata til liðs við sig" þegar verið lögð fram. Þau rök geta snúist í höndum Sósíaldemókrata sjálfra og dregið úr fylgi þeirra, þótt digurbarkalega sé talað nú.  

Ljóst er, að Svíar eru mun hreyfanlegri og sjálfstæðari en oftast áður og veltur niðurstaða væntanlegra þingkosninga alfarið á umræðunni við kjósendur fram að kosningum.


mbl.is Boðað til þingkosninga í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir fyrir fróðlega grein "innan frá" úr sænskum veruleika, sem þú þekkir svo vel, Gústaf.

PS. En hvað eru "uppífrásjónarmið".

Jón Valur Jensson, 4.12.2014 kl. 01:44

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

 Sæll Jón og þakkir fyrir góð orð þín. Ég er orðinn svo sænskur að íslenskan er farin að missa takið, uppífrásjónarmið er viðhorf stjórnenda ofan úr valdastiganum, sem meira skiptir að viðhalda eigin völdum í stað lýðræðislegrar þróunar. Sjónarmið elítu, sem gerir yfirvöld/stjórnendur fjarlæg frá almennum borgurum. Í skilgreiningu móderata um fylgistap í síðustu kosningum er tekið fram að slík sjónarmið hafi hindrað eðlileg samtöl við almenna kjósendur og þannig orðið lýðræðinu þrándur í götu. Ég þakka þér líka Jón fyrir athyglisverð skrif um Svíþjóðardemókrata og bann við fóstureyðingum.

Gústaf Adolf Skúlason, 4.12.2014 kl. 03:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir þetta og enn meira þakklæti vegna þíns síðasta orðs.

Jón Valur Jensson, 4.12.2014 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband