Evrópusambandið tapar, þjóðlegir flokkar vinna á
26.5.2014 | 08:00
Í Svíþjóð greina fjölmiðlar frá "brúnum vindum" í Evrópu eftir niðurstöður kosninga til Evrópusambandsins. Þrátt fyrir gífurlegan áróður Evrópusambandsins sjálfs um mikilvægi þess að kjósa halda íbúarnir áfram að sýna Evrópusambandinu vantraust með fjarveru frá kjörklefunum. Varla eitt prósent fleiri kusu núna eða 43,09 % borið saman við 43% árið 2009.
Burtséð frá löndum eins og Belgíu og Lúxembúrg með lögbundinni og 90% kosningaþáttöku var næst mestur áhugi á Möltu með um 75% þáttöku og þar á eftir kemur Grikkland með rúm 58% þáttöku sem hefur aukist með 6% frá 2009. Minnst þáttaka var í Slóvakíu með 13% þáttöku og þar hefur áhuginn fallið 6-7% miðað við 2009. Svipað hjá Slóveníu með um 21% þáttöku nú sem hefur fallið 7-8% síðan 2009. Í Póllandi kusu tæp 23% og tæp 29% í Ungverjalandi.
Í heildina tekið hafa þjóðlegir flokkar sem vilja afturkalla völd frá ESB til þjóðríkjanna fengið byr undir vænginn. Gildir það allar gerðir af flokkum frá hægri til vinstri að meðtöldum nýnazistum í Þýzkalandi og Grikklandi til sósíalista á Ítalíu og Svíþjóð. Stórir flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi, Þjóðfylking Le Pen í Frakklandi og Danski þjóðarflokkurinn hafa fengið stærri hljómgrunn meðal kjósenda og betri stöðu til pólitískra áhrifa. T.d. náðu Frjálslyndir í Bretlandi engum manni inn, Sjálfstæðisflokkurinn vill að Bretar segi sig úr ESB og mikill þrýstingur er nú á bæði Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn að taka undir kröfu um úrsögn úr ESB t.d. að Cameron flýti fyrirhuguðum kosningum 2017.
Sænsku stjórnarflokkarnir Móderatar og Alþýðuflokksmenn töpuðu fylgi. Femínistar, Svíþjóðademókratar og Umhverfisvænir unnu mikið á og eru Umhverfisvænir annar stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar samkvæmt útkomu kosninganna.
Niðurstaða kosninganna sýna að ESB hefur mistekist að vinna traust fyrir vegferð sína, sem var markmið ESB fyrir þingkosningarnar. Þvert á móti vex andstaðan við báknið í Brussel og þeir sem kjósa greiða flokkum atkvæði, sem lofa að taka til baka völdin frá ESB til þjóðanna eða hafa á stefnu sinni að ganga úr sambandinu. Mörg þeirra atkvæða eru mótmælaatkvæði gegn ESB og þá komast öfgaöfl á blað.
Búast má við verulegum stjórnmálaátökum í Evrópu í kjölfar kosninganna og þrátt fyrir að þjóðlegu öflin hafi ekki náð meirihluta á Evrópuþinginu munu þau geta stýrt dagskránni að einhverju leyti og hafa áhrif á gang mála hjá ESB og laskaða ímynd þess í aðildarríkjunum.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:45 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir greinargóða umfjöllun.
Wilhelm Emilsson, 26.5.2014 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.