Ætlar ríkisstjórnin að verða "betri" Össur?

al_ingi4

 

 

 

Með því að hætta við að afturkalla ESB-umsóknin fyrri ríkisstjórnar staðfestir núverandi ríkisstjórn áframhaldandi stöðu Íslands sem umsóknarríkis ESB. Að hafa Ísland sem umsóknarríki ESB var stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem sótti um inngöngu í ESB án þess að spyrja þjóðina. Sú ríkisstjórn varð strand og lagði aðildarferlið á ís, þegar henni var gert ljóst, að Ísland verður að samþykkja yfirráð ESB yfir sjávarlögsögu Íslands. Núverandi ríkisstjórnarflokkar unnu kosningasigur út á loforð um breytta ESB-stefnu, sem tryggði fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga. 

Hverju hefur verið breytt? Nákvæmlega engu. Staðan er sú að ESB og handbendi þeirra leita færis að ná yfirráðum yfir Alþingi, svo sjávarlögsagan, utanríkissamningar og fjármálin verði afhent til Brussel. Hvað gerir ríkisstjórnin? Viðheldur status quo fram að næstu kosningum. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að endurtaka ískalda Icesavebragðið forðum og koma með "betri ESB-samning" en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst? Andrúmsloftið lyktar óneitanlega þannig. Þrír af fjórum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins greiddu ólögbundnum Icesavekröfum atkvæði um stórskert frelsi landsmanna og afsal dómslögsögu Íslands til stærsta kröfuhafans Breta. 

Slíkt athæfi mundi ræsa þjóðina enn á ný til að taka ráðin af duglausum stjórnmálamönnum sem hræðast lýðræðið.

Kanski vilja ráðamenn ríkisstjórnarflokkanna að andstæðar ESB-fylkingar berjist á Austurvelli svo ríkisstjórnin líkt Cesari afhendi verðlaun sigurvegarans frá svölum Alþingishússins. Keppa þingmenn sín á milli um hver nær lengst í kjósendasvikum og hversu mikið skúrkaskjól þingsalir geta veitt?

Fábjánalýðræði er þegar ríkisstjórn sem kosin er af meirihluta þjóðarinnar, framfylgir stefnu fyrri ríkisstjórnar sem þjóðin hafnaði. Bjálfaímynd Alþingis er þegar "samviska" þingmanna er æðri þjóðarvilja.

ESB-málin á Íslandi eru farin að minna á reglur ofstækistrúarmanna: Fyrst er fjallkonunni nauðgað og síðan á að hýða hana á almannafæri fyrir lauslæti. 

 

 


mbl.is ESB-málið stjórnarflokkunum „dýrkeypt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband