Góður fundur gefur góð fyrirheit

Fundur norrænu utanríkisráðherranna í Reykholti er dæmi um gott samstarf Norðurlanda og kveikir framtíðarvon. Vaxandi hernaðarþýðing Norðurslóða vegna útþenslustefnu Rússa krefst sameiningar á kröftum Norðurlanda til að verjast hugsanlegum árásum. Allt er þetta jákvæð þróun fyrir lítið varnarlaust land sem Ísland að eiga góða vini, sem hjálpað geta á raunastund.

Vladimir Pútín, sem hefur hertekið Krímskaga og espar Rússavini til borgarastyrjaldar í Úkraínu, hefur aldrei ætlað sér neitt annað en að endurreisa hið forna Sovétveldi. Það er skýringin á hinni óhemjulegu hernaðalegu uppbyggingu Rússa undanfarin ár sem og áætlun komandi ára.

ries

 

 

 

 

 

 

Ég ræddi við Tomas Ries, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum Norðurlanda og Evrópu í fyrri viku fyrir útvarp Sögu og hann telur að Vesturlönd og NATO hafi sofið á verðinum:

"Vesturlöndin sváfu á verðinum á meðan Pútín byggði upp hernaðarmátt sinn. Pútín hefur algjörlega yfirburðastöðu kjarnorkuvopna í Evrópu, Evrópa er næstum ekki með neitt og Rússland er með geysilegt magn nútíma kjarnorkuvopna, sem aðeins er hægt að nota í Evrópu og ekki bundin Bandaríkjunum. Þetta er einn hlutur og annar er, að frá 2011 eru Rússar að byggja upp hefðbundinn herafla og þegar verkinu lýkur eftir um það bil 28 ár munu Rússar líka hafa geysisterka yfirburðastöðu hefðbundins herafla í Evrópu. Þá munum við standa berskjölduð." 

Tomas Ries telur að Ísland, Grænland og Noregur fái erfitt varnarverkefni vegna aukinna kafbátaferða Rússa um Norður-Atlantshaf:

"..við hverfum aftur til Evrópu, þar sem möguleiki vopnaðra árekstra og átaka er kominn til baka og það er ekki gott fyrir neinn. Hvað Ísland varðar, þá byggja Rússar upp hernaðarmátt sinn á Norðurslóðum með strategískum kafbátastyrkleika á Kolahálfeyjunni og það þýðir að farvötn norðan af Íslandi verða hernaðarlega mikilvæg enn á ný. Það verður erfitt fyrir bæði Ísland, Grænland og Noreg og það verður enginn leikur. "

Utanríkismálin eru í góðum höndum utanríkisráðherrans okkar Gunnars Braga Sveinssonar og núverandi ríkisstjórnar. 


mbl.is Átökin alvarlegt áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband