Opnar dyr lygaáróðurs og viðskiptabanns
15.3.2014 | 09:43
Það var merkilegt að lesa tilkynningu Framkvæmdastjórnar ESB um fiskveiðisamning til fimm ára við Norðmenn og Færeyinga. Fyrir það fyrsta segir
"að þessi tímamótasamningur vitnar um skuldbindingu ESB að haldbærum fiskveiðum heima og erlendis."
Með tilvitnun í Maríu Damanakí sjávarútvegsráðherra ESB segir:
"Samningurinn tryggir langtíma sjálfbærni hins verðmæta fiskistofnar. Dyrnar eru enn opnar fyrir Ísland að vera með öðrum aðilum í náinni framtíð."
Í tilkynningunni eru haldbærnissjónarmið ESB ítrekuð sérstaklega:
"Í umræðunum hefur ESB lyft fram þýðingu sjálfbærni makrílstofnsins og réttlátu samkomulagi um kvótaskiptingu fyrir öll strandríkin."
Alþjóða hafrannsóknarráðið, sem að undanförnu hefur tekið tillit til gagnrýni um ófullkomnar stofnmælingar á makríl, mun koma með endanlegar kvótatillögur í lok maí fyrir 2014. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar liggja ekki fyrir gengur ESB frá samningi til fimm ára við Norðmenn og Færeyjar sem gerir ráð fyrir rúmum 15% ofveiðum miðað við bráðabirgðatölur ráðsins 890 þús tonn eða 156 þús tonna ofveiði. ESB úthlutar sjálfu sér ca 70% leyfilegs aflamagns og Noregi 30% miðað við heildarhlut ráðsins upp á 890 þús tonn. ESB sýnir með þessu, að haldbærar fiskveiðar eru ekki hafðar í fyrirrúmi eins og segir í tilkynningu Framkvæmdastjórnarinnar.
Þótt ráðið hækki kvótann frá 890 þús tonnum upp í 1046 þús tonn eigna aðilar samningsins sér einhliða allan makrílkvótann. Þar sem enginn veit, hverjar niðurstöður ráðsins verða í maí verða allar umræður um slíkt nú einungis getgátur.
Skv. samningnum verða öll tonn, sem Ísland, Rússland og Grænland veiða af makríl "ofveiðar". Ráðið þarf að hækka kvótatölur sínar upp í ca 1340 þús tonn, ef miðað er við hugsanlegan áætlaðan kvóta þeirra strandríkja, sem útilokuð hafa verið í samningnum. Án þess að gefa ráðinu tækifæri að koma með nýjar tölur er í reynd enginn raunverulegur samningagrundvöllur milli aðila. Samningur ESB við Norðmenn og Færeyjar er því liðssöfnun ESB með Norðmönnum og Færeyingum til að ofveiða makrílstofninn og samningurinn útilokar lögmæt fiskveiðiréttindi annarra strandríkja á Norður-Atlantshafi.
Að bjóða "opnar dyr" fyrir Íslendinga er einungis til að slá ryki í augu umheims líkt og Gallagher gerir með því að ljúga því til, að "Íslendingar hafi hafnað samvinnu". Þarna er verið að gera Ísland að "brotaaðila" sekan um ofveiðar sem réttlætir komandi viðskiptaþvinganir við Ísland. Engum þarf að koma á óvart, að þessi smánarlega framkoma og innrásarsamningur ESB á strandríki N-Atlantshafsins gerist á sama tíma og stjórnarandstaðan reynir að hindra afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB. ESB og Samfylkingin/Vinstrigrænir hafa alltaf unnið samhliða í árásum sínum á Ísland. Markmiðið er nú sem fyrr að komast yfir gjöful fiskimið Íslendinga. Makríllinn er bara byrjunin.
Sem undanfari viðskiptastríðs við Íslendinga og mögulega Grænlendinga og Rússa mun ESB nota áróðursmaskínu sína ásamt tímabundnum samherjum í Noregi og Færeyjum til að ljúga því um allar jarðir, að Íslendingar séu veiðiræningjar, sem verði með öllum ráðum að stöðva. Nú sem fyrr ríður böðullinn um á laglausum hesti en sýnir mynd af sjálfum sér sem riddara hvíta hestsins, sem bjargar fiski sjávar.
Íslendingar verða að bretta upp ermarnar og skapa eigin hernaðarlist til að mæta þessum lygum.
Krafist refsiaðgerða gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
Þetta ætti að sanna öllum að innganga Íslands í ESB þýðir uppþurrkun fiskimiða og endalok Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar.
Möltulausin svokallað myndi gefa okkur 25 mílna landhalgi en einungis ef við notuðum bara áttæringa.
Geir Magnússon, 15.3.2014 kl. 10:24
ESB var búið að slíta makrílsamningaviðræðunum í Edinborg, þegar íslenzka samninganefndin fór heim. Þá tóku hinar þjóðirnar til við að ræða aðra stofna, eins og síldina, og klykktu svo út með makrílsamningi með gjörsamlega óábyrgum hætti, en með sjálfbærni á vörunum, sem eru öfugmæli. Samningaviðræður við ESB eru leikhús fáránleikans, því að í góðsemi vegur þar hver annan. Í ESB eru vistfræðilegir sóðar, eins og ofveiði á 80 % fiskistofna þeirra sýnir.
Við þessar aðstæður gellur í 5. herdeildinni á Íslandi, "hryggleysingjum" og öðrum, að íslenzka sendinefndin "hafi verið tekin í bólinu". Dómgreindarleysi þessa fólks er algert, og sómatilfinningin er engin. Undirlægjuhátturinn yfirskyggir allar þeirra gerðir. Þeir eru ómerkingar.
Bjarni Jónsson, 15.3.2014 kl. 13:04
Tek undir orð ykkar allra, Gústaf, Geir og Bjarni.
Þessi grein þín, Gústaf, afhjúpar augljósa hræsni framkvæmdastjórnar ESB í málinu.
Jón Valur Jensson, 15.3.2014 kl. 17:04
Þakka góð innlegg Geir, Bjarni og Jón. Núna verða allir góðir kraftar að vinna saman fyrir þjóðarsamstöðu til varnar löglegum veiðum í eigin lögsögu.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.3.2014 kl. 18:40
Sæll Gústaf, hef engar athugasemdir við þessa fínu grein að gera, hugsa þetta sé hárrétt hjá þér, nema eina litla málfræðilegs eðlis, eða kannski frekar spurningu.
Þú talar um haldbærni á nokkrum stöðum, en átt væntanlega við sjálfbærni. Ég er enn að ná tökum á sænskunni, en veit að hållbar þýðir sjálfbær og hållbarhet nafnorðið. Það er freistandi að álykta að íslenska hliðstæðan við hållbar sé haldbær, en það orð þýðir allt annað, eða ég veit ekki betur.
Vandamálið hjá mér er að finna sænsk orð yfir íslensk, en þar sem þú hefur búið lengi í Svíþjóð, er það eflaust á hinn veginn hjá þér. Væri samt alveg til í að skipta.
Annars bestu kveðjur frá Norðvestur-Skáni, til þín í höfuðborginni.
Theódór Norðkvist, 16.3.2014 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.