Finnski rithöfundurinn Sofí Oksanen sagði í sjónvarpsviðtali í Svíþjóð sunnudagskvöld, að Rússar fylgdu alltaf svipuðu munstri við innlimun annarra ríkja. Sofí hefur m.a. gefið út bækurnar Kýr Stalíns, Baby Jane, Hreinsunin og Þegar dúfurnar hurfu. Hún fékk rithöfundaverðlaun Norðurlandaráðs 2010 fyrir bókina Hreinsunin sem varð metsölubók í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og var einnig vinsæl í Bandaríkjunum.
"Hegðunin er nákvæmlega eins. Fyrst koma hermenn undir einhverju fáranlegu yfirskyni. Síðan verða kröfugöngur, þar sem þáttakendur eru að sjálfsögðu keyptir af Moskvu. Þar á eftir er stofnuð ríkisstjórn undir vopnahótun. Síðan er haldin svokölluð þjóðaratkvæðagreiðsla um sameiningu við Rússland. Þetta er mjög þekkt." segir Sofi Oksanen.
Hún ræddi um, hvernig Rússarnir líta á Evrópu: "Þeir kalla Evrópu Gayrópu."
Herför gegn evrópskum gildum
"Herferð Pútíns gegn mannréttindum samkynhneigðra er einnig herferð gegn Evrópu og evrópskum gildum. Samkvæmt rússneska áróðrinum er Evrópa veikburða og morkin - við vinnum að réttindamálum samkynhneigðra."
"Pútín veðjaði á Janúkóvýtj og ríkisstjórn hans. Hann þurfti á Janúkóvýtj að halda við völdin. En stundum gera menn mistök. Og ég held að það hafi verið mistök. Ofbeldi er aldrei vinsælt. En ég veit ekki, hvort Pútín hefur nokkrar áhyggjur af því núna. Hann hefur svo mikið annað að hugsa um", segir Sofi Oksanen.
Draumur um EvrópuAsíu bandalagið
"Pútín dreymir örugglega um EvrópuAsíu bandalagið, sem er miklu sterkara en ESB eða Bandaríkin. Hið nýja Rússland virðir engin landamæri, allar borgir og landamærasvæði nálægt Rússlandi teljast sögulega hluti Rússlands." sagði Sofi Oksanen.
"Rússland hefur alltaf verið heimsveldi með útþenslustefnu. Pútín vill gera Rússland að heiðursríki. Og hann vill leiða það ríki. Það þýðir að hann verður líka að hafa vald á öðrum löndum. Ódýrasta aðferðin að ná valdi yfir öðrum ríkjum er að nota Finnlandsaðferðina: "Hræddu þá, svo þeir geri það sem þú vilt. Gerðu þá óttaslegna, mútaðu þeim, spilltu þeim og þeir munu gera það, sem þú vilt."
Merkel ræddi við Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.