Fyrirhugaðar kosningar á Krím ólöglegar

fnukrainamote_992.jpg

 

 

 

 

 

Fyrirhugaðar kosningar meðal íbúa Krímskaga til að velja um aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland brjóta í bága við stjórnarskrá Úkraínu skv. sænska Úkraínusérfræðingnum Niklas Bernsand: "Samkvæmt úkraínsku stjórnarskránni krefst þjóðaratkvæði í allri Úkraínu."

Þingið á Krímskaga hefur ekki vald til að taka einhliða ákvarðanir í málefnum, sem varða ríkisheild Úkraínu. Nýr forsætisráðherra Krímskagans var settur í embætti 27. febrúar, eftir að grímuklæddir rússneskir sérsveitarhermenn tóku þingið í sína vörslu. Eftir hertökuna var Sergej Aksionov tilnefndur forsætisráðherra Krímskagans, þrátt fyrir að flokkur hans hefði einungis fengið 4% atkvæða í síðustu kosningum til þingsins.

Ákvörðun hertekins þings um aðskilnað við Úkraínu er ólögleg í fyrsta lagi, vegna þess að þingið hefur ekki lagaheimild fyrir slíkri ákvörðun, sem verður að fara fyrir þing ríkisheildarinnar í Kíev og í öðru lagi vegna þess að draga má í efa vilja þings í gæslu vopnaðra manna.

Stjórnarskrá Úkraínu kveður á um, að Úkraínubúar verða í heild sinni að samþykkja ákvörðun um aðskilnað Krímskagans frá ríkinu og þá öðlast ekki útkoma kosninganna 16. mars lagalegt gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústaf Adolf - æfinlega !

Þarna hygg ég - að ég verði að leiðrétta þig fornvinur góður.

Kruchev - fyrir hönd hinna ÓLÖGLEGU Sovétríkja / hafði ekki nokkra heimild til að ''GEFA'' Úkraínu Krímskagann árið 1954.

Hin lögmæta Keisarastjórn fyrri tíma / svo og bráðabirgða stjórn Hvítliða félaga minna síðar / hefðu miklu fremur mátt marktækar kalla - í þessum efnum.

Það - sem er að gerast þar eystra í dag / er samkvæmt PLOTTI vina þinna í NATÓ - svo og samsteypu Bandaríkjanna og ESB í þeirra heimskulegu áætlun - að koma Rússlandi á kné - SEM ÞEIM MUN ALDREI TAKAST Gústaf minn / sem betur fer.

Með beztu kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 13:25

2 identicon

Svo maður tali nú ekki um hræsnina í málinu, alveg med einsdæmum.

Ég veit ekki í hvaða hlandkopp rússar hafa pissað í, sem gerir þá að aðal hatursefni í Evrópu.  En maður sér ekki betur, en að þeir haldi sér sem mest frá vopnaviðskiptum, á maður fólk í Evrópu og hinni stór Ameríku, stendur í biðröðum við það að fá að drepa einhverja ómaga í Afghanistan.  Rússar höfðu þó manndóm til að hafa sig á brott frá Afghanistan, en Danir, Svíar og aðrir í Evrópu, þar á meðal Íslendingar, eru í biðröðum til að komast þangað og myrða ómaga, ásamt asnanum þeirra.  Og sýna í sjónvarpi, sem æsifréttir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband