Stríðsreyndar hersveitir Rússa voru sendar til Úkraínu
5.3.2014 | 18:25
Að Pútín talar gegn betri vitund þarf engum að koma á óvart. Dagblaðið Expressen í Svíþjóð sýnir í dag myndir, sem starfsmenn þeirra tóku af brynvörðum bíl Gaz-2975 Tigr, sem er rússneska útgáfan af amerískum Humwee, á leiðinni frá Simferopol suður að Sevastopol. Smellið tvisvar á myndina til að sjá hana stærri, þá sést númeraplatan vel: 2429 AB - RUS. RUS stendur fyrir Rússland og svona skilti er ekki hægt að kaupa í neinni verzlun.
Sænska sjónvarpið hefur sýnt myndir af bílum með rússnesk skylti og marga fleiri bíla sem keyra um skyltalausir. Elín Jönsson hjá sjónvarpinu spurði hermenn, hvaðan þeir væru og sænskir sjónvarpsáhorfendur heyrðu og sáu hermennina sjálfa viðurkenna að þeir kæmu frá Rússlandi. Sumir sögðu í gríni að þeir kæmu frá Mars en aðrir upplýstu, að þeir hefður barist í Tjejeníu og Afghanistan og verið sendir til Krímskagans sem sérsveit rússneska hersins með mikla stríðsreynslu. Engin auðkenni eru á hermannabúningum þeirra en Pútín staðhæfir að hermennirnir séu "sjálfsvarnarlið Úkraínu" og hafi keypt hermannabúninga, sem fást í búðum (nákvæmlega eins og rússneski herinn notar). Pútín heldur því fram, að Rússar hafi ekki sent inn her í Úkraínu.
Rússar hafa avvopnað Úkraínumenn á Krím en á sumum herstöðum hafa menn neitað að ganga Rússum á hönd. Rússar reyna að svelta þá sem eru innilokaðir til uppgjafar með því að stöðva mat og vatn. Pútin viðheldur rétti Rússa að nota "öll þau vopn sem við höfum tiltæk" Pútín telur að Vesturveldin kyndi undir valdarán í Úkraínu og að Bandaríkin noti Úkraínufólk eins og "rottur á tilraunastofu." Sænski herinn hefur sett hluta af flughernum í viðbragðsstöðu vegna ástandsins og Svíar hafa rætt að auka fjárframlög til hersins. Viktoría krónprinsessa hefur líkt og prins Edward í Bretlandi ákveðið að aflýsa ferð á Ólympíuleiki fatlaðra í Sotsjí. Íþróttaráðherra Svíþjóðar hefur ákveðið að fara ekki. Ríkisstjórnir landanna hafa ekki bannað fötluðum að taka þátt í Olympíuleikjunum.
Taka ekki við skipunum Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gústaf
"..Rússar hafa avvopnað Úkraínumenn á Krím en á sumum herstöðum hafa menn neitað að ganga Rússum á hönd. Rússar reyna að svelta þá sem eru innilokaðir til uppgjafar með því að stöðva mat og vatn. Pútin viðheldur rétti Rússa að nota "öll þau vopn sem við höfum tiltæk" Pútín telur að Vesturveldin kyndi undir valdarán í Úkraínu og að Bandaríkin noti Úkraínufólk eins .."
Eru þessar upplýsingar frá Rússum er búa þarna, eða er þær frá "Úkraínufólki", því eða meirihluti íbúa þarna eru Rússar?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 21:29
Þetta er allt saman orðið leiðinlegt og lítur ekki vel út hjá þeim í Úkraínu :
" Kiev snipers hired by Maidan leaders - leaked EU's Ashton phone tape" http://rt.com/news/ashton-maidan-snipers-estonia-946/
" US 'plotted, abetted' ouster of Ukraine’s president: Retired CIA officer"
http://www.presstv.ir/detail/2014/03/04/353145/us-plotted-ouster-of-ukraine-president/
Sjá einnig : ". Admiral Stavridis was Supreme Allied Commander at NATO from 2009 to 2013. He is currently dean of the Fletcher School of Law and Diplomacy at Tufts University. f Stavridis is saying these things you can just imagine what plans are underway inside the Pentagon and at NATO HQ in Europe.The Russians know that they are being set up. Reporting for Asia Times, Pepe Escobar wrote,
” Even before neo-con Victoria ‘fuck the EU’ Nuland’s intercept, [Russian intelligence] had already identified the wider mechanics of the CIA-style coup – including Turkish intelligence financing Tatars in Crimea… And what will the Tatars in Crimea do? Stage a jihad? Wait: the “West” will surely try to FINANCE THIS JIHAD.”
It’s Syria all over again, this time right on the Russian border.
Except this time the US-NATO are messing with a country that has the capability to fight back. This is how world wars get started. The Russians are not going to idly sit by and watch US-NATO set up a right-wing fascist state right on their border. Hitler tried that during WW II and at least 20 million died defending the Soviet Union. Ever since then the Russian people have been ‘sensitive’ about defending their immediate borders...
(Inside the Pentagon: Preparing for War with Russia?" http://www.globalresearch.ca/inside-the-pentagon-preparing-for-war-with-russia/5371673
Anonymous Ukraine releases Klitschko e-mails showing treason
- http://bit.ly/1cDAwzC
West controlling Ukranian opposition: "Hackers were simply telling the truth" - Expert says...
- http://bit.ly/MJxDnl
Ukraine: another piece in US-NATO-EU neo-con puzzle
- http://on.fb.me/1fmvf27
Israel ex-officer leads Ukraine unrest
- http://bit.ly/1h7TM9n
Washington Orchestrated Protests Are Destabilizing Ukraine
- http://bit.ly/1lHrXq4
McCain: America stands with Ukrainians
- http://cnn.it/1fNMEMb
McCain: '3 Nations visited, 2 nations already destroyed. Do you understand the message?'
- http://on.fb.me/1hVTWTD
John McCain accused of posing with Syrian rebels
- http://on.fb.me/1ja4mRj
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 21:40
Upplýsingarnar koma frá sænskum fréttamönnum á staðnum, sem hafa myndað umkringdar herstöðvar av Rússum og stöðvun matvæla til innilokaðra, ásamt viðtölum sænskra fréttamanna við Úkraínubúa bæði í Kíev og í austurhluta Úkraínu. Það er mikið sálfræðistríð í gangi á báða bóga en myndin af fasistum sem hafa steypt Úkraínustjórn með valdaráni kemur frá Rússum til að réttlæta hernaðaríhlutun þeirra á Krímskaganum. Því miður, - eins og fyrr, lenda venjulegir Úkraínubúar milli valdabaráttu Vesturs-Austurs. Það sem fólkið vill er að binda endi á langa stjórnmála- og fjármálaspillingu í landinu og koma á raunverulegu lýðræði. Rússar hafa eyðilagt það núna og raunveruleg áhætta er á vopnuðum átökum.
Gústaf Adolf Skúlason, 5.3.2014 kl. 22:19
Ég er með margar spurningar yfir þessu og hérna læt þær bíða, en hérna er ektthvað sem hefur örugglega ekki verið í fréttu handa þér
("Videos From Ukraine that The U.S. Media Will Never Show You", http://scgnews.com/videos-from-ukraine-that-the-us-media-will-never-show-you
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 22:49
Þorsteinn þú safnar hér áróðursslóðum á dæmigerðan Rússaáróður. Ekkert kemur nýtt fram í viðtalinu við Ashhton og einungis lygaspuni að halda því fram að nýmynduð lögleg ríkisstjórn Úkraínu hafi leigt leigumorðingja til að skjóta á lögreglu og eigið fólk á Sjálfstæðistorginu. Þessar lygar þjóna markmiðum Rússa að réttlæta hernaðaríhlutun sína í Úkraínu, Rússar samþykkja ekki núverandi ríkisstjórn og segja í sínum fjölmiðlum að fasískt valdarán hafi átt sér stað í sama stíl og slóðir þínar. Það eru hægri öfgaöfl í stjórninni, sem vilja ganga ofbeldisleiðina og það nota Rússar sér óspart. Sænskir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því frá fréttamönnum sínum á staðnum, hvernig meðlimum alræmdra sérsveita lögreglunnar sem taldar eru hafa verið í hópi leyniskytta og skotið á mótmælendur á Sjálfstæðistorginu, hafi verið fagnað sem hetjum í austurhluta landsins, þar sem Janúkóvíts hafði mest fylgi. Í vesturhluta landsins báðu menn úr sömu sérsveitum Úkraínubúa grátandi á hnjánum afsökunar á morðum, sem starfsfélagar þeirra frömdu. Þetta eru beinar fréttir sjónvarpað í Svíþjóð af sænskum blaðamönnum en ekki fréttir úr rússneska sjónvarpinu. Engar rússneskar áróðursfréttir ná að stöðva þennan veruleika.
Gústaf Adolf Skúlason, 5.3.2014 kl. 22:52
Sæll aftur Gústaf
Hvað er nú þetta frá þér Gústaf "...lögleg ríkisstjórn Úkraínu.." ha, síðan hvenær er hún orðin lögleg þessi nýja ríkisstjórn þarna?
Kemur þetta umboð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Þýskalandi og NATO eða var þetta allt saman svona ákveðið hjá þeim í Pentagon?
Hvernig er það hafa kosningar farið fram í allri Úkraínu núna, eða hvernig er það á fólk ekki að kaupa allar áróðurinn frá Úkraínumönnum um að Rússar hafi gert árás án þess hafa sprengt eina einustu sprengju eða hvað þá skotið mann? Það hlýtur vera allt satt sem kemur frá þessari “löglegri ríkisstjórn” Úkraínu og við eigum að trúa öllu, ekki satt?
Hvernig er það hafa Rússar ekki áhyggjur af sínu fólki þarna undir þessari nýju Ríkisstjórn, eða ert þú á því að þessi Ríkisstjórn sé svo friðelskandi eins og okkur er sagt hérna að Úkraínskir mótmælendur hafi verið í þessum mótmælum?
Ég er á því að þetta samtala við Ashhton séu ekki lygar, þar sem að þetta hefur verið staðfest: http://www.youtube.com/watch?v=ZEgJ0oo3OA8
Estonian Foreign Ministry confirms authenticity of leaked call on Kiev snipers http://rt.com/news/estonia-confirm-leaked-tape-970/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 00:41
Hér er þessi nýja frétt (af eistneska utanríkisráðherranum og utanríkisstjóra ESB) komin á Rúv:
ruv.is/frett/stjornarandstaedingar-grunadir-um-ohaefuverk
En hvað satt er í málunum, veit ég ekki. Hitt er vitað, að ESB vill komast yfir Úkraínu.
Jón Valur Jensson, 6.3.2014 kl. 01:30
Þetta er lögleg bráðabirgðastjórn skipuð af þinginu skv. lögum Úkraínu fram að þingkosningum. Það er mikil óánægja hjá venjulegum Úkráínumönnum með hversu margir af gömlu stjórnmálamönnunum eru með og Úkráínubúar bíða eftir að fá að kjósa nýja stjórn, sem komi með raunverulegar umbætur, sem fólkið vill og þarfnast. Núverandi bráðabirgðaforseti er einnig löglegur, þar til nýr forseti hefur verið kosinn. Þingið hefur farið að stjórnarkrá landsins og lögum í ferlinu. Þú getur umkringt einstaklinga með vopnuðum hermönnum og sagt "Ef þig gerið ekki það sem við viljum ... þá munum við nota vopnin." Á meðan hlýtt er verða vopnin ekki notuð. Hins vegar er "friðurinn" að falla á tíma. Það er í grundvallaratriðum það, sem Rússar hafa gert. En Pútín lýgur að öllum, að þetta séu ekki rússneskir hermenn. Þú talar ekki burtu þá staðreynd. Ríkisstjórn Úkraínu hefur kallað út alla vopnfæra menn í herinn og varalið upp á eina miljón manns að auki. Það eru hægri öfgaöfl í ríkisstjórninni og með á Sjálfstæðistorginu og þeir beittu vopnum gegn lögreglu á Sjálfstæðistorginu. Það eru eðlilegar mótsetningar innan þeirra afla, sem tekið hafa þátt í uppreisn landsmanna og ég er ekkert að verja valdbeitingu fasista. Í öllum glundroðanum getur enginn fullyrt nákvæmlega, hvaða kúlur úr byssum hverja drápu hvern. Það sem estneski ráðherrann er að tala um eru raddir á Sjálfstæðistorginu og ríkisstjórn Estlands hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu um að ráðherrann hafi aðeins talað um samsæriskenningu, sem hann heyrði en hann var ekki að fullyrða þetta sjálfur. Rússar hafa tekið upp samtalið og að nota það á þann hátt og gert er til að skapa glundroða. Rússar ásaka Úkraínustjórn í samvinnu við CIA, USA og ESB að hafa skipulagt með vandlegum undirbúningi í samvinnu við innlenda fasista að steypa ríkisstjórninni í Úkráínu til að ná landi af Rússum. Þessi áróður Rússneskra yfirvalda er í sama dúr og að það séu ekki þeirra hermenn, sem þramma um götur Krímskaga og í mörgum borgum Austur Úkraínu. Þríeykið bíður eftir tækifærinu að koma með "aðstoð" sem þeir hafa þegar boðið líkt "grísku aðferðinni": Láta hækka gasið, skatta og draga úr velferðarþjónustu við almenning svo tryggt sé að vestrænir bankar í stað rússneska fái tekjurnar. Það er á ábyrgð Rússa að hafa kastað heiminum svo langt aftur í kalda stríðið, að ýmsir hafa líkt innrás Rússa núna við innrás Hitlers í Tékkóslovakíu 1938, sem varð kveikjan að seinni heimsstyrjöldinni.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.3.2014 kl. 05:52
Já, þú fylgist mjög vel með þessum málum, Gústaf, eins og heyra mátti af umræðu þinni í Útvarpi Sögu þegar þú sagðir þeim Markúsi og Jóhanni undan og ofan af Úkraínu-fréttunum snemma í vikunni. Í Svíþjóð, sagðirðu, væru fjölmiðlar fullir af fréttum um þessi innrásarmál, enda er liðssafnaður og heræfingar Rússa líka við finnsku, baltnesku og pólsku landamærin og viss spenna því í lofti einnig þar.
Jón Valur Jensson, 6.3.2014 kl. 09:14
Þakkir fyrir orð þín Jón Valur, andrúmsloftið hér í Svíþjóð hefur rafmagnast af átökunum í austri og hernaðarbrölti Rússa, m.a. er hluti af lofther Svía settur í viðbragðsstöðu og Svíar ætla að auka fjárlög til hersins og breyta um strategíu til að mæta vaxandi hættu á átökum. Á sama tíma eru geysilegar hreyfingar diplómata, sænskra sem annarra landa að reyna að milda málin. Ég vona, að púðurtunnan springi ekki......
Gústaf Adolf Skúlason, 6.3.2014 kl. 10:02
Sæll aftur Gústaf
Ég rétt eina og fleiri erum þér ósammála Gústaf, svo vitað sé þá hefur það örugglega ekki verið sett í landslög þarna að hægt sé taka yfir réttkjörin stjórnvöld og réttkjörin forseta með ofbeldi. Þú ert á því að hægt sé að taka yfir réttkjörin stjórnvöld með ofbeldi samkvæmt einhverjum lög, en ég efast um að þetta sé hægt gagnvart alþjóðalögum.
Þeir kalla þessa umboðslausu Ríkisstjórna þarna og fylgdarlið "1% "( http://www.youtube.com/watch?v=f-uQh6kQ_Qs) þar sem að fylgi hennar hefur allt verið að hrynja og fólk er orðið bara brjálað yfir þessari umboðslausri Ríkisstjórn, en þetta er það sem að Obama -stjórnin og fleiri skipulögðu og vildi fá.
(http://www.presstv.ir/detail/2014/03/04/353145/us-plotted-ouster-of-ukraine-president/
https://www.youtube.com/watch?v=qCAQUs0yPeY
http://voiceofrussia.com/news/2014_02_23/Anonymous-Ukraine-releases-Klitschko-e-mails-showing-treason-3581/).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 11:36
Starfsmenn rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar sem þú linkar til segja upp, vegna þess að þeir fá ekki að senda fréttir af staðreyndum, heldur er þetta áróðurskanall Pútíns. Ofbeldi var beitt á Sjálfstæðistorginu, þegar grímuklæddir menn skutu á mótmælendur. Fyrri Úkraíuforseti reyndi að siga hernum á eigið fólk en hershöfðingjar neituðu að verða við þeirri bón, svo hann flúði landið og sendi Pútín bréf með beiðni um herinnrás. Forsetanum hefur verið líkt við Quisling í Noregi sem gerði sama hlut við Nazista til að ráðast á Noreg og fékk fína stöðu í staðinn. Með forsetanum flúðu margir úr ríkisstjórninni, þannig að Úkraína var stjórnlaust - þingið leysti það vandamál samkvæmt gildandi stjórnarskrá, þingsköpum og lögum landsins. Núverandi forseti er skipaður til bráðabirgða og kosningar fara fram bráðlega. Þú ert hér með beina línu á lygaáróður Rússa, sem reyna að dylja, hvaðan hermenn þeirra komi, sem eru núna á Krím. Af hverju birtir þú þetta ekki á þinni bloggsíðu í staðinn? Ég birti fréttir úr sænskum fjölmiðlum sem flestir hverjir hafa eigin fréttamenn á stöðunum. Þú getur kynnt þér málin og rætt við þá hér: svd.se, svt.se, aftonbladet.se, expressen.se, dn.se, di.se
Gústaf Adolf Skúlason, 6.3.2014 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.