Kergjaður kverúlanti menntaklíku Ríkisútvarpsins dregur fallna stofnun neðar í botnlaust dýið
16.2.2014 | 23:17
Ég horfði á viðtal nýstjörnu sjónvarpsins við forsætisráðherra Íslands og verð að játa, að nýstirnið Gísli Marteinn Baldursson kom mér fyrir sjónir sem verjandi stjórnenda Ríkisútvarpsins gagnvart ríkisstjórn, sem draga vill úr þenslu stofnunarinnar og gerir hærri kröfur um fréttaflutning en ríkisútvarpið getur með núvarandi mannskap innt af hendi.
Engu er líkar en Gísli Marteinn vilji vera HE-MAN starfsfélaga á sökkvandi fréttaskútu sem búin er að vera í Prövduhlutverki frá því, að þjóðin stöðvaði Icesave og ólmugang heilaþveginna ESBara, sem vart geta sagt neitt annað en Hallelúja ESB og evra.
Gremjan hjá ríkisútvarpsstjórnendum hefur breyst í þvingandi biturleika og það hefur því verið auðvelt fyrir hinn unga krossfara að fá sérstöðu til að bjarga rúvurum í aðþrengdri stöðu. Blinda stjórnenda RÚV er í þvílíkri hróplegri andstöðu við grunnstaðreyndir daglegs lífs venjulegra meðborgara, að hafi það áður verið rætt í alvöru, að stofnunin þyrfti á endurskipulagningu að halda, þá hefur Gísla nú tekist að opna fyrir það að leggja megi Ríkisútvarpið niður. Gísli Baldursson sýnir ekki að honum hafi tekist að læra almenna mannasiði þrátt fyrir áralanga skólsetu, jafnvel 7 ára gömul börn kunna meiri kurteisi en Gísli sýndi í viðtalinu við forsætisráðherrann.
Mér eru minnistæðar árásir sjónvarpsins á forseta Íslands í síðasta forsetaframboði, þar sem búin var til áróðursmynd sem sýndi forsetann sem gamaldags og gleyminn mann, sem ekki skildi nútímann og svo átti sjónvarpsstjarna í forsetaframboði bara að brosa og fá atkvæðin í staðinn. Árás Gísla Marteins Baldurssonar í dag á Sigmund Davíð Gunnlaugsson er í sama stíl, enginn áhugi að heyra, hvað þá hlusta á orð forsætisráðherrans, eini tilgangurinn var að rakka forsætisráðherrann niður og niðurlægja í ríkisfjölmiðli með orðaskylmingum. Gísli Marteinn Baldursson hefur sjálfsagt æft sig mikið en er gikkfastur í eigin skoðunum og því óhæfur í því starfi, sem skattgreiðendur borga honum laun fyrir. Þar skilur mjög á þeim verðmætum sem fást fyrir krónurnar milli hans annars vegar og forsætisráðherrans hins vegar.
Hverslags sjónvarp er almenningur að greiða fé fyrir?!
Ríkisútvarp sem aðallega er notað sem tæki fyrir stjórnmálapotara Samfylkingarinnar er fullkomin tímaskekkja. Betra væri að landsmenn héldu eftir útvarpskrónum sínum og gætu sjálfir valið hvaða stöð þeir vilja gerast áskrifendur að.
Vá. Þetta var furðulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Smá leiðrétting varðandi "nýstirnið". Gísil Marteinn Baldursson vann í allmörg ár í sjónvarpsfréttum og var með hátt í hundrað spjallþætti fyrir 10-20 árum og getur því varla talist "nýstirni".
Ómar Ragnarsson, 17.2.2014 kl. 11:33
Kærar þakkir Ómar fyrir þessar upplýsingar, væri þá réttara að tala um endurkomu fréttastjörnunnar eða í þeim dúr.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2014 kl. 11:45
Worst comeback ever!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2014 kl. 12:11
Það er eins og við höfum ekki verið að horfa á sama viðtalið Gústaf? GMB hóf viðtalið á venjulegum nótum og lagði fram spurningar? Ég skil ekki hvaða sérstaka kurteisi þú ert að tala um þegar spyrjandi líður ekki að Forsætisráðherra reyni að komast upp með útúrsnúninga.
Þér finnst kannski að maður sem komist hefur upp með lygar og útúrsnúninga hafi öðlast einhverja þá virðingu að sýna verði honum sérstakt umburðlyndi umfram aðra?
Ég vona bara að fréttamenn skilji að fólk á rétt á að sjá þegar menn í stjórnunarstöðum telja sig eiga að komast upp með að sýna kjósendum sínum og öllum landsmönnum hroka og yfirgang.
Ólafur Örn Jónsson, 17.2.2014 kl. 12:22
Útúrsnúningum Ólafur, hann fékk ekki að svara spurningunum, fékk rétt að neita fullyrðingum spyrilsins, ótrúlega dónalegur þarna Gísli Marteinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2014 kl. 12:54
Tek undir með Ásthildi,hreint ótrúlegt að sjá.
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2014 kl. 13:30
Sammála Guðmundi, Ásthildi og Helgu. Ekki er það starfsmanna opinberrar fréttastofu að ákveða fyrir hlustendur, hvort einstaklingar í viðtali eru með útúrsnúninga eða lygar að mati starfsmanna. Ég fer ekki fram á neina sérstaka kurteisi heldur sjálfsagða lágmarkskurteisi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er lýðræðislega kjörinn embættismaður þjóðarinnar, sem baugsrúvarar virða lítils. Hroki Gísla Baldurssonar opinberast þegar hann notar starfsaðstöðuna fyrir eigin túlkanir rétt eins og að hlustendur séu ófærir um að hugsa sjálfir. Ríkisútvarpið skekkir opinbera umræðu með árásum á einstaklinga, sem hafa ranga stjórnmálastefnu að mati starfsmanna Ríkisútvarpsins. Hættulegt fyrir lýðræðið......
Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2014 kl. 14:49
Forsætisráðherrann er lýðræðislega kosinn í sitt embætti og einmitt þessvegna finnst mér sorglegt að hann notaði ekki tækifærið sem honum bauðst á þessum "Sunnudagsmorgni" til að auka skilning og samstöðu meðal kjósenda um stefnu og markmið ríkisstjórnarinnar sem hann stýrir.
Hann, eins og fleiri af okkar "ráðamönnum", virðist líta á fjölmiðla sem fjandsamlegt afl frekar en tæki sem þeir geta nýtt sér til hugsanlegs framdráttar.
Ég sá ekki betur en að hann yrði eins og óður boli á svelli ef hann fékk "óþægilega" spurningu.
Eg má ekki til þess hugsa að núverandi forsætisráðherra þiggi boð um viðtal við erlenda spyrla (t.d. Jeremy Paxman hjá BBC!) til að verja eða útskýra málstað Íslands. Spyrill "Sunnudagsmorguns" er eins og fermingardrengur í samanburði við atvinnu spyrla hjá "alvöru" fjölmiðlum og á þá bíta ekki viðbrögð eins og " Heimdellingabull".
Agla, 17.2.2014 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.