Tikkandi bankasprengja Evrópusambandsins

Einfaldast að taka þá peninga sem til eru, þ.e.a.s peninga viðskiptavinarins.

eu2011bAð halda því fram að efnahagurinn sé bágborinn innan ESB er að taka vægt á málunum. Sjöunda ársfjórðunginn í röð minnkar efnahagurinn og það sem óróar mest er áframhaldandi hningnun Frakklands samanber graf frá Bank of America (1), sem sýnir stærð bankakerfisins miðað við þjóðarframleiðslu.global_bank_assets_of_gdp_0.jpg

Efnahagsstærð banka í ESB-löndunum er tröllvaxinn miðað við þjóðarframleiðslu og önnur lönd í heiminum. Frakkland er einna verst úti og minnkandi efnahagur með vaxandi atvinnuleysi (3) þýðir meira útlánatap. Samtals eru slæm lán um 720 miljarði evra og þar af um 500 miljarði evra í verst stöddu löndunum. Slæm lán bankanna í löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu hafa stóraukist og um 25% allra lána Grikklands eru slæm og 13% lána á Ítalíu. (2).20130517_npl1_0.jpg 20130517_npl2_0.jpg

Graf 2 (t.v.) Graf 3 (neðan t.v.) Engum þarf að koma á óvart, að þverstopp er á útlánum til fyrirtækja í kreppulöndunum, bankarnir eru uppteknir af bókfærslukúnstum og þjóna ekki lengur atvinnulífinu. Sjóðir evrulandanna í suðri eru tómir og hættan er – eins og portúgalskir bankamenn vara við, að Kýpursjúkdómurinn breiðist út, þ.e.a.s. að einu peningarnir sem eftir eru – peningar viðskiptavinanna – verði ”skattaðir”. Standard&Poor bendir á að skattgreiðendur verði sífellt mótfallnari að greiða skuldir banka annarra ríkja og sérstaklega hefur Þýzkaland lagst gegn bankabandalagi, sem dregið hefur úr krafti hugmyndarinnar og gerir banka háðari heimalöndunum.

Kýpuraðferðin er fordæmi komandi efnahagslausna og ekki skrýtið, að Portúgalir m.fl. treysti svefndýnunni í ríkari mæli en bönkum fyrir peningum sínum.

Bankagjaldþrot evruríkjanna verða umfangsmikil, þegar stíflan brestur.


mbl.is Evruríki geti farið í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband