Hin nýja helför: Þýzkaland uppfært til 4.0

max1.png

 

 

 

Max Keiser þekkir vel til fjármálamarkaða og lýsir atburðaferli evrusvæðisins með tveimur orðum:

EFNAHAGSLEG HELFÖR

Segir hann í viðtali við RT að Fjórða ríkið sé orðin staðreynd; Þýzkalandi hafi tekist að ná að nýju ægishjálmi yfir öðrum löndum álfunnar - sér í lagi á evrusvæðinu, þar sem Grikkjum, Portúgölum og Spánverjum hefur verið breytt í  Gyðinga nútímans.

Telur Max, að samruni Þýzkalands að nýju í eitt ríki á grundvelli evrunnar hafi í raun lagt grundvöllinn að Fjórða ríki nútímans, þar sem fjármálaveldi Þýzkalands sé slíkt, að enginn í Evrópu fái rönd við reist. Segir Max frá því, að öllum hafi mátt ljóst vera, að Grikkland var tekið með í evrusamstarfið án þess að uppfylla kröfurnar og það hafi verið gert til að setja ljóta leikinn af stað.

Bendir hann á, að engu máli skipti, að lánardrottnar þurfi að "skrifa niður" skuldir, þar sem þeir séu tryggðir og geti ekki tapað. Hins vegar græða þeir meira á að Grikkland, Portúgal og Spánn neyðist til brunaútsölu á eigum sínum og geta þannig komist yfir miklar eigur fyrir lítið.

Hvernig sem á málin er litið situr Þýzkaland uppi með öll spilin og að mati Max Keiser spila þeir þeim afar vel fyrir sig og sína hagsmuni. Suður-Evrópa situr uppi með Svarta-Pétur, eitraðar skuldir sem ekki er hægt að borga og verið sé að murka lífið úr íbúunum þar.

"Þetta er Fjórða ríkið, það er eins gott að átta sig á því."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Max Keiser heldur því líka fram að 9/11 (árásin á tvíburaturnana) hafi verið "Inside Job".

Hann er klikkhaus.

Skeggi Skaftason, 13.5.2013 kl. 09:35

2 identicon

Max Keiser er kannski sá maður sem hefur haft rétt fyrir sér í málefnum Íslands fram að þessu. Það eru vaxandi áhyggjur af Weimar kenndu hruni markaða í Evrópu og þá sérstaklega í Grikklandi. Svo til helmingur ríkja á Evrusvæðinu eru í raun að takast á við greyðslufall. Evru-elskendur hér á landi að stunda Pollýönnuleik sinn og brosa í gegn um tárin.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 14:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo 911 var ekki inside Job Skeggi? Ertu alveg 100% á því? ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2013 kl. 17:03

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Rætnar tungur kveða sér eðlilega hljóðs í ógnþrunginni spennu, sem óneitanlega ríkir í Evrópu núna vegna afleiðinga hinnar sameiginlegu myntar.  Samsæriskenning þessi hefur þó holhljóm í ljósi þeirrar sögulegu staðreyndar, að Frakkar þröngvuðu Þjóðverjum til að fórna DEM, þýzka markinu, og taka upp evru.  Töldu Mitterand og ráðgjafar hans, að þannig gætu þeir hamið efnahagsveldi Þýzkalands eftir endursameininguna.  Þeir neituðu ella að samþykkja hana.  Þessi hrikalegi afleikur Frakkanna kemur þeim og öðrum nú í koll, en hversu lengi munu Þjóðverjar bera þennan ægishjálm yfir aðra ?

Bjarni Jónsson, 13.5.2013 kl. 21:26

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig er hægt er að jafna saman Helförinni, mestu villimennsku í sögu mannkynsins, og fjármálum ríkja Evrópusambandsins ? 

Þótt Þjóðverjar, eins og aðrar valdamestu þjóðir ESB, bæru mesta ábyrgð á þeirri stefnumörkun í efnahagsmálum álfunnar, sem endaði með skipbroti, er ekki hægt að komast fram hjá þeirri staðreynd að Grikkir lifðu langt, langt um efni fram og það hlaut að koma að skuldadögunum.    

Ómar Ragnarsson, 13.5.2013 kl. 22:21

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir bloggfélagar, EUROSAVE er Icesave evrusvæðisins og búið er að koma ónýtum skuldum fjármálasvindlara yfir á ríki og almenning, sem bera enga sök og hneppa í efnahagslega fjötra. Hægt er að heyja stríð með ýmsum vopnum og er evran tæki í höndum Þjóðverja til að hrifsa til sín markaðshluta á kostnað annarra evruríkja. T.d. frá Frakklandi, sem á nokkrum árum hefur þurft að horfa að baki 20% af útflutningsmörkuðum sínum. Að mati eins bankastjóra Bank of England mótsvara skuldaflutningarnir kostnaði einnar heimsstyrjaldar. Búið er að ræna miljónir manna lífsviðurværinu og möguleikum til mannsæmandi lífs og fjölgar þeim hratt, sem falla í fátækrapyttinn. Að vissu leyti má kalla það helför, margir hafa þegar dáið og mun líkum fjölga í kjölfarið enda er nú svo komið að sífellt fleiri vara við almennri uppreisn og upplausnarástandi.

Sjálfum þykir mér lítið til koma, þegar menn eins og Lafontaine segja núna að leggja beri evruna niður til að bjarga Þýzkalandi frá því móthöggi, sem fyrr eða síður kemur. Kór alríkissinna hækkar röddina og boðar fagnaðarerindið um súperríkið eins og Barrósó gerði s.l. viku nú með kröfu um að evran verði þvinguð á löndin sem eftir eru (nema Breta og Dani). Mín tilfinning er að ESB skiptist upp í ríki með eða á móti Þýzkalandi, þ.e.a.s. ríki sem hverfi aftur til eigin myntar og sjálfstæðis og ríki sem gangast undir full yfirráð Þjóðverja. Þeir sem í dag verja evruna vinna að einræði og átökum. Sjáum hvað setur en glundroði mun auðkenna framhaldið að mínu mati.

Gústaf Adolf Skúlason, 14.5.2013 kl. 00:23

7 identicon

Ragnar er það samsæriskenning að hundruðir þúsunda fólks skuli flykkjast um götur Aþenu, Madrid og víðar, að atvinnuleysið í Grikklandi sé 50% og svo mætti lengi telja.

Vissulega gengur Max Keiser langt en hann er að tala um helför í efnahagslegum skilningi. En á undan seinni heimsstyrjöldinni kom kreppa og í framhaldi hrundi þýska markið. Þótt hruni gjaldmiðilsins verði ekki alfarið kennt um að stríðið braust út heldur mörgum samverkandi þáttum, þá verður nú ekki horft fram hjá því að í dag eru næstum helmingur ríkjanna sem eiga aðild að Evrusvæðinu í stórtjóni án gríns. Engin viðsnúningur er sjáanlegur, björgunarpakkar duga ekki og vandamálið dýpkar statt og stöðugt. Það styttist í að þessi skuldsettu ríki mynda blokk og segja sig frá Evrunni. Þetta er púðurtunna. 

Sandkassinn (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 02:15

8 identicon

Ómar, það er nákvæmlega þessi staðhæfing þín sem er að trufla menn víðast hvar;

"Grikkir lifðu langt, langt um efni fram og það hlaut að koma að skuldadögunum."

Þetta réttlætir ekki framkomu ESB við grikki er í raun að berjast gegn því leynt og ljóst að grikkir nýti sér sinn rétt til að lýsa sig gjaldþrota. Þess í stað eru þeir settir á björgunarpakka sem þó dugir ekki, eins konar næringu í æð og þeir píndir áfram. Af hverju þessi harkalega og óvenjulega framganga ? Þau viðurlög sem grikkir eru nú beittir eru mun harðari en þjóðverjar þurftu að þola á sínum tíma og af þeirri stærðargráðu sem að grikkir geta aldrei ráðið við.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 02:54

9 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Gunnar fyrir athugasemdirnar, að lifa um efni fram á sér a.m.k. tvær hliðar, þá einstaklinga sem lifðu "um efni fram" og þá sem gerðu þeim það kleift þ.e.a.s. bankarnir. Aðalorsökin að vanda dagsins eru ónýtir bankar sem verið er að bjarga eða halda í öndunarvél með "björgunarpökkum", þar sem krafan er samtímis, að almenningur taki á sig velferðarniðurskurð, tekjumissi, skattahækkanir, atvinnuleysi, húsnæðismissi og algjöra eymd.

Þekkt er í Grikklandi dagsins, að þrjár kynslóðir búa í sömu íbúðinni og einu tekjurnar eru ellilífeyrir afa og ömmu. Gyllt dögun nýnasista heldur Aþenu "hreinni" m.a. með brennum söluborðum innflytjenda.

Ég á grein í Mbl. í dag, sem ég skrifa sem svar við Fischer og þar ásaka ég krata og vinstri græna að ryðja brautina fyrir komandi einræði og nýnasisma.

Gústaf Adolf Skúlason, 14.5.2013 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband