Evran hrikalegustu mistök heimsins að mati leiðandi sænsks krata. Íslenskir ESB-sinnar út úr hól við umræður meginlandsins.

stefan.pngÞað er mikill munur á stefnu íslenskra ESB-sinna og fyrrverandi ESB-sinna í Svíþjóð og fleiri löndum. Fyrrverandi verður að segjast, þar sem hrun ESB og evrunnar á meginlandinu er álíka stórt og ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi. Af borðum sænskra flokkssystkina Samfylkingarinnar er evran fallin og verður ekki tekin þar upp aftur, Moderatarnir hafa marglýst því yfir, að evran komi ekki til greina og eru virkir í baráttu gegn ofurveldi Brussel. Þeir einu sem opinberlega þora að tala jákvætt um evruna eru nokkrir gallharðir Folkpartistar.

Þjóðhagfræðingurinn Stefan de Vylder er ein leiðandi radda sænskra krata um efnahagsmál samtíðarinnar. Að hans mati mun myntbandalagið springa með skelfilegum afleiðingum, sem varla er mögulegt að sjá fyrir en samt sé betri valkostur en að keyra hrikalegustu tilraunastarfsemi heims áfram eins og nú er gert.

Í myndinni "Leiðin í stálbaðið" gerir hann grein fyrir skoðunum sínum og lýsir íslensku leiðinni, að láta eigendur banka sjálfa fá standa fyrir gjörðum sínum, sem einu réttu leiðinni. Hann fer hörðum orðum um stjórnmálamenn nútímans, sem hlekkt hafa miljónir manna í föstu gengi gjaldmiðils og séu búnir að eyðileggja efnahagslíf margra þjóða með tilraunastarfsemi sinni.

"Stjórnmálamenn nútímans hafa ekkert lært af kreppu fjórða áratugs fyrri aldar og munu tortíma okkur með áframhaldi stefnu sinnar."

Hverjir á fætur öðrum koma áróðursmenn Svía um aðild að ESB og evrunni og snökta á opinberum vettfangi og lýsa yfir mistökum sínum eins og t.d. fyrri Evrópuþingmaðurinn Anders Wijkman. 

Já-sinnar á Íslandi prédika skoðanir, sem heyrast vart lengur innan ESB, nema hjá launuðu klíkunni í Brussel.

Fá íslenskir ESB-sinnar engar fréttir frá skoðanabræðrum sínum á meginlandinu?


mbl.is Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þann 16. júlí 2009, samþykkti Alþingi ályktun um »að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB«. Ályktunin hlaut samþykki Alþingis með aðeins 33 atkvæðum af 63. Tillögu, um að leita álits þjóðarinnar á þessu afdrifaríka feilspori, var hafnað með 32 atkvæðum.

Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var þannig alfarið á ábyrgð þess meirihluta á Alþingi sem studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Umsóknin var hvorki á ábyrgð stjórnarandstöðnnar á Alþingi né þjóðarinnar.

Allt frá september 2009, hafa verið gerðar kannanir um afstöðu landsmanna til inngöngu landsins í ESB, af Capacent-Gallup. Niðurstöður þessara kannana hafa ávallt verið á einn veg, 60% - 70% þjóðarinnar hefur verið andvígt aðild.

Við blasir, að núverandi meirihluti á Alþingi mun gjalda mikið afhroð í kosningunum 27. apríl 2013. Að stórum hluta er það vegna þess að þjóðin hafnar óskum ríkisstjórnarinnar um inngöngu landsins í ESB. Þjóðin hafnar þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur viðhaft í ESB málinu.

Við undirrituð skorum á Alþingi að stöðva strax viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að ESB, með formlegri ályktun. Alþingi hóf viðræður um aðild án samþykkis þjóðarinnar og Alþingi ber skylda til að ljúka þeim strax, án kostnaðarsamrar þjóðarkönnunar.

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1294722/

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 7.5.2013 kl. 21:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flottur Loftur og ferskur og upplýsandi Gústaf !

Jón Valur Jensson, 7.5.2013 kl. 23:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafðu þökk fyrir Gústaf. Veit ekki hversu flottur Loftur er. Maður sem talar hástöfum fyrir fastgengisstefni og um leið upptöku kanadollars. Veit ekki af hvaða plánetu hann kemur.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2013 kl. 23:12

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Óskaplega ertu fákunnandi, Jón Steinar  Emotions

 

Hvernig væri að þú kynntir þér málið, áður en þú tekur opinbera afstöðu:

 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1230005/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

  

Samstaða þjóðar, 8.5.2013 kl. 07:14

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka kveðjurnar, línurnar eru allar að skýrast á meginlandinu, þótt steintröllin á Íslandi haldi fast í gamalt. Það eru válegir breytingartímar framundan og best að vera við öllu búin.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.5.2013 kl. 07:38

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það er rétt Gústaf, að hrikalegar hamfarir geta verið því samfara að ESB leysist upp í frumeindir. Einungis fullkomnir fávitar vilja stuðla að því að Ísland sogist inn í hringiðu Ragnaraka.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 8.5.2013 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband