ESB gæti ekki gengið í ESB vegna lýðræðisskorts, bókhaldssvindls og skuldasöfnunar
26.4.2013 | 10:42
Sama hlutskipti óska jafnaðarmenn og vinstrimenn á Íslandi löndum sínum.
Þegar Lissabonmarkmiðin 2000 um að ESB yrði samkeppninshæfasta markaðssvæði heims ár 2010 voru ákveðin, þá var sagt að hagvöxtur yrði að meðaltali um 3% árlega og að 20 miljónir ný starfa mundu skapast á tímabilijnu. Rúmum tíu árum eftir upptöku evrunnar eru meira en 27 miljónir manna atvinnulaus í sambandsríkjunum og fjölgar með ógnarhraða. Flest ríkin brjóta Maastrichtsáttmálann með fjárlagahalla yfir 3% og ríkisskuldir umfram 60% af þjóðarframleiðslu.
Í 18 ár hafa endurskoðendur neitað að undirrita ársskýrslur ESB vegna fjármálaóreiðu. Lýðræðisskorturinn, þar sem sjálfsákvörðunarréttur þjóðríkja hefur verið færður til stofnana í Brussel að kjósendum forspurðum ásamt upptöku evrunnar hefur nú skapað þvílíka andstöðu, að 72% Spánverja, 69% Breta, 59% Þjóðverja, 56% Frakka og 53% Ítalíu eru andsnúnir og rúnir trausti stofnana ESB.
Ástandið hjá ESB er orðið það slæmt, að ef ESB væri ríki og sækti um inngöngu í ESB, þá gæti það ekki orðið meðlimur.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.