VAKNIÐ Sjálfstæðismenn!

bjarnixyhannabirna.jpgEftir Landsfund Sjálfstæðisflokksins í febrúar, sem var einstakur atburður og ég gat fylgst með gegnum netið, skrifaði ég, að Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson væru besta stjórnmálapar landsins. Tilfinning mín þá var, að eiginlega væri Hanna Birna formaður og Bjarni til vara þótt öðruvísi röðun væri á nafnspjöldunum. Í því frjálsa falli, sem flokkurinn er um þessar mundir, endurskoða ég þetta. Ískalt mat kjósenda er, að Bjarni Benediktsson er óhæfur sem formaður flokksins.

Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt álíka mikla lipurð og fíll eftir að bankarnir fóru í gjaldþrot. Margir flokksmenn komu sér "vel fyrir" á árunum á undan, sem voru bestu tímar í sögu landsins og Ísland varð samkeppnishæfasta þjóð Evrópu. Tregðan og ósveigjanleikinn að átta sig á breyttum tímum og gera eitthvað til að mæta hinu nýja umhverfi er Sjálfstæðisflokknum til trafala. Meðteymi flokksforystunnar og meirihluta þingliðs við þau öfl, sem vildu knýja almenning til að borga fyrir Icesave hefur eftir EFTA-dóminn rúið flokksforystuna þvílíku trausti, að mögulega dregst Hanna Birna með Bjarna Benediktssyni í fallinu. Flokknum ber hins vegar að sjálfsögðu þakka fyrir önnur og vel unnin störf sem í samvinnu við Framsóknarflokkinn í stjórnarandstöðu hafa náð að stöðva eða draga úr stærsta skaða árása ríkisstjórnarinnar á stjórnarskrá, sjávarútveg og aðra atvinnuvegi, almenning o.fl. 

Flokkurinn þarf að henda frá sér fílafótunum og krókódílseyrunum og byrja að hlusta á grasrótina, sem núna flýr til Framsóknarflokksins í stórum stíl. 

Krafa kjósenda eins og ég túlka hana er að Bjarni Benediktsson taki pokann sinn tafarlaust eftir kosningar og Hanna Birna taki yfir taumana þar til Landsfundur hefur verið kallaður saman og raunveruleg endurnýjun flokksins staðfest. Það er lélegt af forystu Sjálfstæðismanna að láta Framsóknarflokknum eftir frumkvæðið að standa í framlínunni í vörnum þjóðarinnar gegn Icesave, baráttunni við vogunarsjóði og illa lyktandi peningakerfi o.s.frv. Bjarni Benediktsson, sem áður talaði fyrir ESB en í orði hefur skipt um skoðun til að halda formannsembættinu, er ekki gjaldgengur lengur í augum kjósenda. Vel þekkt stefnumið flokksins í skattamálum ná ekki í gegn vegna þess að forysta flokksins er rúin trausti. 

VAKNIÐ SJÁLFSTÆÐISMENN! 

mbl.is Framsókn með 30,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hanna Birna hvað ?  Hvað hefur hún eiginlega afrekað til að verðskulda þessa athygli sem hún fær ?  Hún setti Orkuveituna næstum á hausinn, dubbaði uppá geðsjúkling í borgarstjórastólinn til að halda völdum og stakk hann svo í bakið þegar hún þurfti ekki að nota hann lengur!  Held að sjallar séu ekki betur settir með þessa frekjudós sem formann.  Vandamál þeirra er stefnan, þeir eru búnir að mála sig á ysta væng hægra hornsins og þannig flokkar fá víðast hvar á bilinu 5-15% fylgi svo þeir mega bara vera sáttir!

Óskar, 9.4.2013 kl. 14:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjálfstæðismenn súpa seyðið af því að hafa hafnað Hönnu Birnu í formannskjöri á sínum tíma, þótt naumt væri. 

Síðan hefur Hanna Birna gengið með veggjum til þess að "fara ekki gegn vilja flokksmanna".  Afar snyrtileg aftaka verðugs forystumanns flokksins.

Fylgistölur flokksins í dag tala sínu máli.

Kolbrún Hilmars, 9.4.2013 kl. 15:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben hefur mikinn fælingarmátt......

Vilhjálmur Stefánsson, 9.4.2013 kl. 15:19

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þeir eru loksins vaknaðir - það sést á verðskulduðu fylgishruni þessa ruslflokks!

Það hefur hins vegar minnst að gera með formanninn þó vissulega mundi það hjálpa flokknum að hann opnaði munninn sem sjaldnast.

Haraldur Rafn Ingvason, 9.4.2013 kl. 15:20

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Vilhjálmur, sé að þú ert flokksbundinn Sjálfstæðismaður svo málið er okkur skylt. Í þessu máli þarf að bretta upp ermarnar og endurreisa flokkinn.

Óskar, hefur þú ekki nóg með þinn eigin flokk Samfylkinguna, sem ekki nær 13%? Sjálfstæðismenn velja sinn formann - Samfylkingin velur sinn, þú ert óhress með Árna Pál og ættir því að hlúa að honum.

Sammála Kolbrún, taka verður mark á þessum stóra atkvæðisflótta frá Sjálfstæðisflokknum. Haraldur, hvað telur þú annað geta hjálpað flokknum en að formaðurinn haldi lokuðum munninum?

Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2013 kl. 16:38

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nefni fáein dæmi. Fyrir það fyrsta þarf að koma í veg fyrir að skrímsladildin leggi undir sig hvern landsfundinn á fætur öðrum. Hrun flokksins að þessu sinni má að miklu leiti skrifast á furðulegheitin sem það lið kom í gegn þar.

Það þarf að henda út skemmdum hruneplum og steingervingum. Hvað eru t.d. Illugi og Einar K. eiginlega að gera þarna inni...? Síðna þarf að auðvelda aðgengi flokksfólks að ákvarðanatöku og draga úr áhrifum LÍÚ á stefnuna.

Vel má vera að núvernadi afhroð fái innvígða innanbúðarflokksmenn til að hugsa. Efast þó um það...!

Haraldur Rafn Ingvason, 9.4.2013 kl. 20:39

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ég veit ekki hvað þú átt við Haraldur með "skrímsladeild" hverjir eru það og í hverju felast "furðulegheitin", "hruneplin" og "steingervingarnir"? Af hverju má LÍÚ ekki hafa sjónarmið eins og aðrir?

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla svo þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn?

Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2013 kl. 21:15

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hmm, þarna sýnist mér einmitt að skilji milli þín og þeirra sem eru nú að finna sér eitthvað annað til að kjósa.

Listinn að ofan væri ágætis byrjun.

Haraldur Rafn Ingvason, 9.4.2013 kl. 21:37

9 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ég vill ekki tala í gátum. Þú segist tilheyra "mótmælendaskrílnum" (á bloggsíðu þinni) sem er nú svona hálfkryptískt orð yfir mjög óskilgreindan hóp. Ég vill ræða ástæður atkvæðaflóttans til úrbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn af því ég vill framgang sjálfstæðisstefnunnar, einkaframtaks og frelsi einstaklingsins, það er minn grundvöllur. Þú velur kanski aðra stefnu?

Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2013 kl. 22:08

10 Smámynd: Elle_

Aldrei kysi ég flokk með þeim 2 í forystu.  Líkl. í fyrsta sinn sem ég er sammála Óskari og að nokkru leyti.  En er sammála fyrstu 2 setningunum hans, þó ég viti ekki um hitt sem hann segir.

Elle_, 9.4.2013 kl. 23:13

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gústaf rétt er það ég er Flokksbundin Sjálfstæðismaður..En hvað á að gera til að ná meira fylgi? Hvar er Forustan?það heyrist ekki orð fá þeim.Er Forustan í fríi á Florida?

Vilhjálmur Stefánsson, 9.4.2013 kl. 23:13

12 Smámynd: Elle_

- - - með þau 2 í forystu.

Elle_, 9.4.2013 kl. 23:15

13 Smámynd: Elle_

Eins og Bjarni Ben, var Hanna Birna alltaf óljós í öllu sem kemur fáráðsumsókninni um fullveldisframsal við, Gustaf.  Strax eftir landsfund flokksins fór hún að tala um 'mistök landsfundar' sem vildi að hinni rangnefndu 'Evrópu'stofu væri lokað og sagði landfundinn hafa gengið of langt eða verið of harður í málinu.  Hvorugu þeirra getur verið treyst í þessu hættulega máli. 

Það var líka löngu vitað að Bjarna Ben væri ekki treystandi í ICESAVE-málinu og löngu fyrir ískalda matið hans í ICESAVE3.

Elle_, 9.4.2013 kl. 23:37

14 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Vilhjálmur, Það eru til foringjaefni á mörgum stöðum í Sjálfstæðisflokknum, þau þurfa bara að fá tækifæri á að gefa sig fram, það fyrsta sem ég vill gera eftir kosningar er að gera könnun á viðhorfum þeirra, sem núna kjósa annað. Þegar svona stór hreyfing er á atkvæðum er greinilega eitthvað alvarlegt að. Flokksforystan hefur ekki hlustað og þess vegna fara atkvæðin. Síðan þarf að skilgreina niðurstöðurnar og leggja upp línurnar að nýju til sóknar. Bjarni Benediktsson verður að víkja úr formannssæti, Hanna Birna getur tekið yfir þar til annað verður ákveðið. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera félag afmarkaðs hagsmunahóps heldur lifandi og leiðandi stjórnmálahreyfing allra Íslendinga. Þá þarf forystan að hafa stöðugt samtal við meðlimi og þjóði og þekkja til þess sem er að gerast til að geta brugðist rétt við með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi. Skortur á leiðsögn leiðir því miður til ástands eins og við sjáum núna, það eru mistök að láta aðra stjórnmálaflokka um að framkvæma sjálfstæðisstefnuna vegna þess að maður heldur sér á takmörkuðum reiti sjálfur. Það þarf að endurnýja kraftinn í flokknum gegnum grasrótina, þá munu atkvæðin skila sér aftur tilbaka.

Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2013 kl. 23:42

15 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Elle, ég er fyllilega sammála þér með Bjarna og Icesave. Samt var ég tilbúinn að fyrirgefa honum en það er svolítið erfitt, því hann segir aldrei AF HVERJU hann skiptir um skoðun og þess vegna erfitt að treysta á að hann breyti sér ekki einu sinni enn. Fyrir síðustu kosningar vildi hann evru og ESB en núna ekki. Hann sagði að hann hefði unnið fyrir þjóðina með því að koma með "betri" Icesavesamning, sem allir vita núna að voru ólögvarðar kröfur. Hann hefur aldrei viðurkennt að það hafi verið mistök að fá ekki fyrst svarið við því, hverjar lagaskyldur Íslands væru í málinu. Hanna Birna finnst mér hafa persónulega útgeislun og sannfæringamátt sem nær til mín og svo margra annarra. En það er slæmt ef hún talar gegn ályktun Landsfundar. Það má fólk annarra flokka gera. Sýnir bara að Landsfundurinn hefur ekki dugað til að ræða málefnin = ekki nægilega vel undirbúinn og þá verður ekki nægjanleg samstaða í málum.

Gústaf Adolf Skúlason, 10.4.2013 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband