Fæðingarverkir Fjórða ríkisins

noto4threich

Úr öllum áttum koma viðbrögðin við aðgerðum Þríeykisins á Kýpur.

Charles Moore skrivar í The Telegraph að Kýpur sé aðeins fyrsta fórnarlambið í röðinni vegna stefnu Berlínar "ein stærð fyrir alla". Moore telur að Þjóðverjar standi í þeirri trú, að vegna þess að þeir hafi verið svo duglegir eftir seinni heimsstyrjöldina og lagt hart að sér, þá séu þeir eðlileg fyrirmynd annarra, sem eiga að hlýða sömu reglum. Ef fólk í öðrum löndum fylgi Þjóðverjum muni vandamálin lagast og allir fá það jafngott. Ójöfn samkeppnisstaða muni jafnast og evran verða sú sama fyrir alla.

Moore ber saman peningaþvott Rússa á Kýpur við peningaþvott Rússa á Íslandi og segir, að þegar bankarnir hrundu á Íslandi hafi sérhver Íslendingur - alla vega fræðilega séð - skuldað 330 þús dollara. En þar sem Ísland hafi ekki haft evruna eins og Kýpur, þá hafi þjóðin getað tekið fiskiðnaðinn fram yfir bankaiðnaðinn og sé nú á réttu spori með eigin gjaldmiðil. 

Eftir sigur Bandamanna árið 1944 sagði Churchill, að Þýzkaland "liggur sigrað að fótum okkur". Í dag liggja flest ríki Suður-Evrópu sigruð að fótum Þýzkalands. Það er eðli heimsvelda að finna seint eða aldrei fyrir þjáningum íbúa nýlenda sinna.

Þjóðverjar hafa grætt óhemju vel á lágu gengi evrunnar samtímis sem of hátt gengi evrunnar hefur verið hengingaról fyrir löndin í Suður-Evrópu. Þjóðverjar hafa stóraukið markaðshluta landsins á erlendum mörkuðum á kostnað annarra ESB-ríkja.

Það sem er að gerast eru fæðingarverkir 4. ríkisins, sem brátt munu bera ávöxt. En áður en af fæðingu verður, mun evrusvæðið skipta sér og þá kemur í ljós, hvaða ríki sverja Þýzkalandi eið sinn: "Að starfa saman sem eitt ríki - Fjórða ríkið." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ekki linnir nasisatilvísunum hjá ESB-höturum.

Eiður Svanberg Guðnason, 24.3.2013 kl. 21:12

2 Smámynd: Elle_

Höturum?  Gustaf, takk fyrir að benda á fréttina, en ég gat notað þessa sorglegu frétt í annarri síðu.  Kannski Eiður ætti að skoða að fréttina kemur beint úr ESB-landinu, Bretlandi?  Og úr vinstrisinnuðum fjölmiðli sem var, ekki fyrir löngu, hallur undir Brusselveldið, verðandi stórríkið.

Elle_, 24.3.2013 kl. 22:29

3 Smámynd: Elle_

Eiður, endilega skoðaðu hvaðan fréttin kemur.  Þarna er sorgmætt fólk, fólk í örvæntingu og á einu skilti þeirra stendur: NEI VIÐ 4. RÍKINU.  Var það þetta sem var 'nazistatilvísun' Gustafs?  Vissi ekki að hann væri að skrifa mótmælaskilti fyrir Kýpurbúa.

Elle_, 24.3.2013 kl. 22:36

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Það kom fram á Bloomberg að ef Evrunni væri skipt upp og hætti að vera "One size fits all", þá væri gengi Norður- Evru líklega 1,90 USD en Suður- Evru aðeins 0,9. Svo mikill munur er á hagkerfunum núna.

Hinn almenni Þjóðverji hlýtur að krefjast þess að lífeyri sínum verði bjargað, annaðhvort með Þýska Markinu eða með Norður- Evru. Amk. verða þessar björgunaraðgerðir ekki mikið fleiri.

Ívar Pálsson, 24.3.2013 kl. 22:36

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, gengi Norður- Evru yrði 1,70 USD/EUR.

Ívar Pálsson, 24.3.2013 kl. 22:37

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Elle, þarf ekki mig til, þeir klára það sjálfir á Kýpur :-) Ég túlka samlíkingu mótmælenda við nazismann, þegar verið er að mótmæla efnahagsárásum Þríeykisins á t.d. Kýpur og Grikkland, að verið er að mótmæla stórveldi Þjóðverja á ný, sem farnir eru beint og óbeint að gefa öðrum fyrirskipanir um, hvað á að gera. Að Þjóðverjar hafa hagnast mest á evrunni og evrukreppunni er talfræðilega staðfest og ekki byggt á neinum haturstilfinningum. Hins vegar eru sterkar tilfinningar eftir seinni heimsstyrjöldina enn í löndum Evrópu, skiljanlega, og ólýðræðisleg vinnubrögð ESB vekja þær upp á nýjan leik.

Hvorki mótmæli Kýpurbúa, Grikkja né annarra gegn ESB byggir á neinu hatri, mun fremur tjáningu í vörn eigin afkomu, sem ESB er að eyðileggja með evruna að vopni. Öllum var sagt, þegar evran var innleidd, að hún þýddi stöðugleika, meiri atvinnu og velmegun. Í dag rúmum áratug seinna eru um 27 miljónir manns án atvinnu innan ESB og fer hratt fjölgandi og hvert evrulandið á fætur öðru er hrunið. Ekki beinlínis í samræmi við fögru fyrirheitin.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.3.2013 kl. 22:50

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Ívar, þessi munur segir alla söguna og óframkvæmanlegt með einum gjaldmiðli fyrir svo ólík efnahagssvæði/lönd. Í Þýzkalandi vex hreyfing um að Þjóðverjar segi sig úr evrusamstarfinu og mikið af umræðum um evruna tekur mið af því, að kosningar verða í Þýzkalandi seinna í ár. Þetta verður viðburðarríkt ár á marga vegu fyrir ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.3.2013 kl. 22:59

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki linnir ruglinu i ESB ástmönnum. svosem eins og hjä fyrsta athugasemdarmanni. Takk fyrir pistilinn Gústaf.

Halldór Egill Guðnason, 24.3.2013 kl. 23:36

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer um mann hrollur við lestur frétta frá Kýpur og hvernig þríeykið undir stjórn Angelu hefur tekið á þeim vanda.

Verra er þó að einna helst er að sjá á málflutningi margra ástmanna ESB hér á landi, að þessi vandræði Kýpur og reyndar öll vandræði sambandsins stafi að andstöðu við aðild Íslands að ESB. Að við sem viljum halda okkar landi utan aðildar séum þau seku. A.m.k. virðast fréttir að utan engu máli skipta og þegar bennt er á þær er svarað með skætingi.

Gunnar Heiðarsson, 25.3.2013 kl. 03:20

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Neyddu Þjóðverjar Kýpurbúa og Grikki til að ganga inn í ESB?

Eru Þjóðverjar ða neyða Kýpur til að bjarga bönkum sínum?

Er ekki ESB að bjóðast til að veita Kýpur fjárhagslega aðstoð til ða bjarga bönkum sínum?

En endilega höldum áfram að ala á nasistasamlíkingum. Mér finnst reyndar Gústaf Adolf vera með því að nauðgasannleikanum. Já, eiginlega er hann algjör nauðgari.

Þetta finnst mér jafn smekklegt og þetta nasismatal.

Skeggi Skaftason, 25.3.2013 kl. 09:06

11 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"Er ekki ESB að bjóðast til að veita Kýpur fjárhagslega aðstoð til ða bjarga bönkum sínum?"

Það er bókstaflega verið að neyða kýpverja til að samþykkja þessi lán! helduru að þetta sé gert útaf góðmennsku einni saman? Sama hvernig þú skoðar söguna skeggi, þá er ESB í dag ekkert nema gamall draumur Hitlers.. ekkert meira, ekkert minna.

Charles Geir Marinó Stout, 25.3.2013 kl. 09:43

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvort haldið þið að sé betra fyrir Kýpverja (sem hafa haft ALLA banka lokaða í viku) að sjá bankakerfið sitt hrynja, eða fá aðstoð til að reyna að endurbyggja það?

Haldið þið að Angela Merkel sé eitthvað æst í að lána kýpversku stjórninni peninga??

NEI ég sé ekki að ESB sé "gamall draumur Hitlers". Þeir sem tala svo hljóta að gera það vegna leti (eða heimsku), vegna þess að þeir skilja ekki hvað er að gerast í Evrópu og nenna ekki að reyna að skilja það.

Kannski ég flytji til Þýskalands, ef xD og xB fá að leika hér lausum hala eftir kosningar. Ég hef verið þar töluvert vegna vinnu minnar, þar þrífst heilbrigt og gott samfélag.

Skeggi Skaftason, 25.3.2013 kl. 09:55

13 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Halldór og Gunnar, ekki stjórna evruandstæðingar á Íslandi óförum evrunnar, það gerir evran sjálf eða réttara sagt sú brjálæðislega stefna að þvinga sama gjaldmiðli á svo mörg mismunandi ríki með svo mismunandi framleiðslustig og menningu. Ekki mun skætingur leysa málin, hvorki á Íslandi né annars staðar en skætingur þjónar vissum fjármálaöflum, sem vilja tryggja sína stöðu og mergsjúga almenning. Afnám sjálfsákvörðunarréttar ríkja fyrir eitt stórríki mun aldrei ganga upp. Menn hafa áður fórnað lífum til að verja frelsi þjóða sinna og það getur aðeins endað með vopnuðum átökum.

Skeggi, ekki hafa Þjóðverjar neytt neinn að ganga í ESB en hins vegar voru allir blekktir með loforðum um stöðugleika, meiri atvinnu og velferð. Þjóðverjar eru hins vegar einn stærsti lángefandi til evrusvæðisins og plokka rúsínuna úr kökunni, þegar löndin hrynja. Svo kölluð "neyðaraðstoð" fer aðallega til að greiða af lánum til þýzkra banka. Skattar eru hækkaðir á almenningi og fyrirtækjum, fyrirtæki sett á höfuðið, kaup lækkað um meira en helming og atvinnuleysi stóraukið, það er nú "aðstoðin" sem almenningur fær enda er hungursneyð bæði í Grikklandi og á Spáni og Rauði Krossinn búinn að senda út neyðarköll, því þeir anna ekki matargjöfum. Er það þannig fyrirkomulag sem þú Skeggi vilt koma á Íslandi? Reyndar virðist mér ríkisstjórn félagshyggjunnar hafa gert ansi mikið til að reyna það og hefur náð töluverðum árangri með umsátri sínu um heimilin og skjaldborg um útrásarvíkinga. Eru ekki fjórum heimilum úthýst daglega á Íslandi? Sé mikið VG á síðu Skegga, hvernig getið þið varið svona árásir á almenning?

Gústaf Adolf Skúlason, 25.3.2013 kl. 09:59

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Gústaf Adolf, finnur þú mikið fyrir "sjálfsákvörðunarrétti" yfir íslensku krónunni?

Jú vitaskuld getur hjálpað landi eins og okkur að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil, t.d. til að lækka laun allra um 40-50% á einu bretti eins og gert var 2008. Slíkt væri erfiðara ef við værum partur af stærra gjaldmiðlasvæði, þá þyrfti að semja um launalækkun, þ.e. semja um lægri krónutölu.

Það má vissulega ræða þetta. En þetta fjóra-ríkis tal þitt Gústaf Adof gjaldfellir allan þinn málflutning. Gerir ekkert annað en að reyna að æsa upp úlfúð útí vonda útlendinga, mála skrattann á vegginn. Þú ert að ala á fordómum með svona tali. Sagan kennir okkur að slíkt er varasamt. Lestu þig betur til, Gústaf Adolf.

Skeggi Skaftason, 25.3.2013 kl. 15:16

15 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ísland gat mætt kreppunni með lækkun krónunnar, sem hefur aukið sölu fiskútflutnings og ferðamannastraum til landsins. Sú aukning er jákvæð og vegur gegn aukningu krónunnar. Það er mikill misskilningur að halda að launalækkun t.d. í Grikklandi hafi verið við samningagerð. Skilmálar flestra voru 50% lækkun eða út á götu með þig. Á Grikklandi er í dag ekki óvenjulegt, að þrjár kynslóðir búi hjá afa og ömmu og einu tekjur heimilisins eru ellilífeyrinn. Vegna evrunnar er allt komið í bál og brand hjá almenning í löndum S-Evrópu.

Fjórða ríkið kemur á eftir þriðja ríkinu. Þriðja ríkið var stærsti böðull mannkyns í okkar tíð. Augljóslega óttast margir að Þjóðverjar hafi ekki lært af sögunni og þegar þeir eru farnir að gefa fyrirskipanir að nýju, nota búrókrata ESB til að keyra yfir lýðræðiskjörna fulltrúa ríkjanna og fyrirskipa eignaupptöku og skuldsetningu ríkja til að bjarga þýzkum hagsmunum, þá er eðlilegt að fólk muni eftir fyrri tíð. Vonandi ert þú ekki að breiða yfir illverk nazista Skeggi.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.3.2013 kl. 06:36

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jæja, hafðu það eins og þú vilt.

EF þú vilta halda áfram að líkja ESB við þriðja ríki nasista þá verður svo að vera. Það væri uppbyggilegra ef þið and-ESB Moggabloggarar væru málefnalegri en svo.

Skeggi Skaftason, 26.3.2013 kl. 08:57

17 Smámynd: Elle_

Hvað stendur á mótmælaskiltinu frá Kýpur að ofan, frétt frá í gær, og á mótmælafána Kýpurbúa í neðanverðri frétt, frá í morgun?  Varla er það Gustaf að kenna hvað íbúum dýrðarsambandsins finnst.  Eða er það eins og Gunnar sagði, við andstæðingar erum sek um allt sem gerist í sambandinu?  Og þið viljið ekki heyra?  Kýpur: Neyðarástand segir Sarris | RÚV

Elle_, 26.3.2013 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband