Saumarnir sprungnir á Samfylkingunni
26.2.2013 | 14:52
Það er þrengt að Samfylkingunni. Þingmenn hennar hækka tóninn, missa stjórnina á sér og ef fram heldur sem horfir verður að setja bílstjórarúðu fyrir framan ræðupúlt Alþingis með vinnukonum, sem þurrka jafnharðan burt alla vírusa og fljótandi vökva úr hálsum jafnaðarmanna, sem ætla bókstaflega að öskra sig út af þinginu. Virðist engu líkara en þeir haldi að leiðin til að viðhalda störfunum sé að kreista ólíklegustu hljóð og vökva út úr munninum í ræðustól Alþingis. Verður fróðlegt að fylgjast með ESB áróðursliðinu nota IPA styrki til að hrópa tilskipunum að landsmönnum að kjósa sig vegna þess hversu allt sé dýrlegt í ESB.
Klárt mál að Össuri og nokkrum fleirum jafnaðarmönnum svíður að sjá möguleikann á að komast á Brusselspenann verða að engu. Fáránlegra verður með hverjum deginum, að jafnaðarmenn ætla með hávaða að lemja á landsmönnum til að játast glansmyndinni af ESB, sem fyrir löngu er orðin ósöluhæf vegna þróunar ESB sjálfs. Sem betur fer eru Íslendingar tengdir upplýsingaveitum ýmsum og því ekki algjörlega háðir réttrúnaðarboði Baugsmiðla, sem fela hörmungarraunveruleika ESB með tugmiljóna atvinnuleysi, fátækt, hungursneyð og heila kynslóð ungmenna sem eru án mannsæmandi framtíðar í Suður-Evrópu.
Samfylkingin á skilið að fara niður með Icesavesögunni. Vinstri Grænir sömuleiðis. Íslendingar hafa svo sannarlega afsannað áróður þessa fólks, sem kallað hefur landið Kúbu Norðursins og vart boðið upp á annað en ofsóknir gegn pólitískum "óréttrúuðum", eignaupptöku og skattpíningu almennings og fyrirtækja, skjaldborg um fjárglæframenn, umsátur um heimilin, handtöku lýðræðisins jafnt á Alþingi sem í ríkisstofnunum, hunsun dómsvalds og réttarfarskerfis, ítrekuð stjórnarskrárbrot og lagabrot og tilraun til valdatöku yfir lýðveldinu með því að kasta út stjórnarskrá þess og innleiða alfarið nýja með framsali á fullveldi Íslands til ESB.
Guði sé lof, að Íslendingar eru að safna liði gegn þessarri dæmalausu uppgjafastefnu, sem er sjálfkrafa uppskrift að grískum harmleik. Takk kæru landsmenn fyrir dugnaðinn!
Ekki kostur fyrir frjálslynt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.