Er hægt að treysta svefnlausum leiðtogum?

Skärmavbild 2013-02-08 kl. 19.33.25

"Samningaviðræður, evrukreppusirkus, amerískt fjárlagarifrildi. Enn eitt ár af örlagaríkum ákvörðunum liggur frammi fyrir fótum okkar. Eitt eiga þær sameiginlegt. Líklegast verða þær teknar af fólki, sem ekki er algjörlega í sambandi."

Þannig hefst pistill skríbents Svenska Dagbladets Andreas Cervenka fyrir nokkrum dögum sem hefur fengið mjög góðar viðtökur t.d. hafa tæplega 800 mans mælt með greininni á Facebook. Ef við snúum ímynduðu dæmi yfir á Ísland sem aðildarríki: 

"Varir íslenska fjármálaráðherrans hreyfðust en enginn blaðamaður skildi það sem hann sagði. Í staðinn voru augu þeirra föst á flöskunni, sem fjármálaráðherrann veifaði og fékk sér slurk af á milli þess, sem hann lagði út textann um, hvað Ísland hafði grætt á næturfundinum. Óþægilegt andrúmsloftið var nógu þykkt til að vera skorið með hníf. Fréttamennirnir litu vandræðalega hver á annan. Þorðu þeir einu sinni að skrifa heim um það, sem hálffullur ráðherra hefði samið um fyrir hönd Íslands?

Því er strax hægt að slá föstu, að strætisvagnabílstjóri, flugmaður eða hjartaskurðlæknir sem fer beint í vinnuna eftir næturdrykkjuna er þegar í stað sendur heim með pokann sinn. Þar ríkir engin miskunn, því heilinn verður að virka 100% í störfum þeirra. Í öðru samhengi, þar sem tugir, hundraða þúsundir miljarða króna liggja í vogarskálinni ásamt framtíð fleiri miljón manns, þá eru kröfurnar miklu lægri.

Málið er einfaldlega svefn. Of lítill svefn hefur fljótt mikil áhrif á heilabúið eins og fjöldi vísindaathugana sýnir. Manneskja sem gengið hefur tuttugu og fjóra tíma án svefns er með álíka dómgreind og sá sem mælist með 1 prómille alkóhól í blóðinu. Það mótsvarar sex vínglösum sem fullorðinn karlmaður sturtar ofan í sig á einum klukkutíma. Að taka mikilvægar ákvarðanir í svefnleysi er því algjörlega óhæft. Þegar tvelr breskir vísindamenn létu fólk í tilraunaskyni spila fjármálaspil og skapa lausnir undir álagi sem kröfðust aðlögunarhæfni og meðtöku nýrra upplýsinga, þá voru niðurstöðurnar sláandi. Eftir svefnlausa nótt stirðnaði hugsunin og fólk hélt fast í gamlar hugmyndir, þrátt fyrir að þær virkuðu ekki og áttu í afgerandi erfiðleikum með að finna nýjar. Eftir 36 stunda vöku höfðu allir farið í gjaldþrot. Samkvæmt prófessor och svefnrannsakanda Torbjörn Akerstedt hjá Karolinska Institutet er það ótrúlega erfitt fyrir manneskju sem ekki hefur sofið á nóttunni að muna eftir og meta það, sem aðrir segja t.d. í samningalotu. Og það hljómar ekki vel, þegar verið er ganga frá nýjum fjármálareglum hjá ESB. Nýjar athuganir sýna einnig, að þreyttar manneskjur eru tilfinningalega valtari og bregðast við af illsku eða ruglingi út af smáatriðum.

Þrátt fyrir þessa þekkingu virðist það vera óskrifuð regla í heimi stjórnmála og efnahagslífs að allar mikilvægar ákvarðanir eru teknar í morgunsárinu. Alþjóðlegir toppfundir, múltimiljarðaviðskipti eða björgunaraðgerðir til að hjálpa fyrirtækjum í vanda: samningur án 12 hektolítra af slæmu kaffi og nábleikum yfirmönnum sem ganga um með sand í augum í sjálfsmorðshugleiðingu virðist vera einskis virði. Einungis viðvaningar láta sér detta í hug að taka stórar framtíðaákvarðanir fyrir hádegi eftir tíu tíma í lúxusrúmi og góðan ávaxtagraut í morgunverð. 

Sígild mynd frá misheppnuðum umhverfissamningum í Kaupmannahöfn 2009 sýnir Barack Obama síðla kvölds umvafinn af leiðtogum heimsins, sem voru allt annað en hressir að sjá, þar á meðal Angela Merkel, Friðrik Reinfeldt og Nicolas Sarkozy. Uppgefin ásýnd franska forsetans virtist senda frá sér þögulan boðskap: "Ég gef frat í þótt jörðin verði hundrað gráðum heitari í næstu viku bara ef ég fæ að sofna."

Á öllum tíma fjármálakreppunnar hefur næturstarfið verið löggilt. Fyrrum fjármálaráðherra USA, Hank Paulsson, skrifar í minningum sínum hversu krónísku svefnleysi hann þjáðist af ekki síst í kringum fall Lehman Brothers. Í eitt skipti var hann svo ruglaður, að hann hélt að smiður gamallar móður hans að nafni Warren Hansen hefði hringt í sig, sem urðu snögg umskipti í öllu saman. Það sýndi sig að hér var á ferðinni allt annar Warren nokkur Buffett, sem hringdi til að láta vita um aðferð sem gæti bjargað fjármálakerfinu frá algjöru hruni. Í Evrópu hafa allir kreppufundirnir verið haldnir langt inn á morguntímana. Og árangurinn þekkja allir. Það eru meira að segja til athuganir sem benda á að svefnleysi hafi að hluta til orsakað kreppuna. Á ameríska Duke háskólanum sýndi tilraun að persónur sem missa af einnar nætur svefni hafa tilhneigingu að taka stærri áhættur þegar peningar eru með í dæminu. Varkár endurskoðandategund getur skyndilega breyst í áhættuspilara eftir kalda sturtu heila nótt. Borið saman við Wall Street, þar sem ekki beinlínis ræður ríkjum sú menning að það sé jákvætt að fara heim um fimmleytið, þá er ekki ósennilegt að samband sé á milli þessarra hluta.

Svo ef við tökum saman niðurstöðuna. Fjármálakreppan var búin til af hópi manna, sem meira og minna var ruglaður allan tímann. Fólkið, sem á að finna lausnirnar, velur að tímasetja mikilvægustu vinnuna, þegar öruggt er að öll hnífapörin finnast ekki í skúffunni.

Þegar Friðrik Reinfeldt fær orðið um fjárlög ESB á toppfundi vikunnar, þá getur hann kanski hoppað yfir enn eina útlegginguna á mikilvægi meiri greiðslumórals í ólívbeltinu og kostina með bókfærslu a la suedoise. Í staðinn gæti hann sett fram skoðun sem enn frekar þjónar hagsmunum Svíþjóðar: "Halló, hæ, hvað finnst ykkur um að við getum sofið á þessu?"

 


mbl.is Útgjöld ESB lækka milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Virkilega góðir punktar í þessari færslu og þarft að vekja athygli á nokkru sem þessu.

Það nákvæmlega sama gerist á löngum næturfundum Alþingis.  

Hvort þetta er vísvitandi gert til að slæva vitund þeirra sem taka ákvarðanir, er sömuleiðis þarft að velta fyrir sér.

Það að halda einstaklingum vakandi um lengri tíma er þekkt aðferð við yfirheyrslur og þykir ekki mannúðleg.

Einstaklingar verða gjarna reiðubúnir til að fallast á því sem næst hvað sem er, játa alla skapaða hluti, eingöngu til að komast í hvíld.

G. Tómas Gunnarsson, 9.2.2013 kl. 14:23

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir G.Tómas Gunnarsson, ég reyni að fylgjast með pistlum Andreas Cervenka og hann á sér góðan hóp lesenda í Svíþjóð. Hann fylgdi eftir greininni með nýrri vegna umræðunnar sem hún skapaði. M.a. bendir hagfræðiprófessor Johan Lybeck að maraþonfundirnir brjóta í bága við ESB reglu 2003/88/EU, sem er bindandi fyrir aðildarríkin en þar segir m.a.: " Aðildarríkin eiga að framkvæma nauðsynliger aðgerðir til að tryggja að sérhver vinnandi fái minst ellefu tíma samfellt frí á 24 klukkustunda tímabili." Einnig er ákveðið, að enginn sem vinnur krefjandi störf fyrir heilann megi vinna meira en 8 tíma á 24 klukkustundum, þegar um næturvinnu er að ræða. Cervenka spyr þá: "Eiga reglur um vinnutíma aðeins að gilda fyrir aðra? Er þreyttur vörubílsstjóri hættulegri en framkvæmdastjóri í framkvæmdanefnd ESB? Þessa umræðu má setja í samhengi við mótmæli ýmissa aðildarríkja eins og Bretlands, sem sjálf vilja fá að ráða þessum málum hjá sér án afskifta ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 9.2.2013 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband