Sænska ríkisstjórnin lækkar hagvaxtarspá um meira en helming fyrir 2013

Anders-Borg-468Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar hefur lækkað áætlun um hagvöxt og þjóðarframleiðslu Svía um meira en helming eða frá 2,7% til 1,1% fyrir næsta ár. Dagens Nyheter greinir frá þessu 21. desember. Þá hefur áætlun hagvaxtar fyrir árið 2014 verið lækkuð úr 3,7% niður í 3%, sem ýmsir telja of bjartsýna spá.

Ríkisstjórn Svíþjóðar reiknar með að atvinnuleysi hækki úr 7,7% upp í 8,2% næsta ár og haldi áfram að vaxa árið 2014.

"Það er nokkur mögur ár framundan," sagði Anders Borg á blaðamannafundi. "Endurreisnin verður hæg og rýr. Vinnumarkaðurinn verður magur og veikur þessi ár," sagði Borg.

Samkvæmt fjármálaráðherranum er erfitt að dæma, hversu djúp þessi efnahagslægð verður. Þess vegna kemur til greina að koma með aðgerðir til að hvetja vöxtinn bæði fyrir næsta ár sem og árin 2014 og 2015.

Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of bjartsýn um sænskan efnahag og vanmeta afleiðingar fjármálakreppunnar. Í þessum nýju áætlunum er Anders Borg nálægt öðrum stofnunum eins og Seðlabanka Svíþjóðar sem spáir 1,2% hagvexti næsta ár og 8,1% atvinnuleysi á meðan Efnahagsstofnunin fyrr í vikunni spáði 0,8% hagvöxt og 8,3% atvinnuleysi næsta ár.

Fjármálaráðherrann reiknar með halla á fjárlögum næstu þrjú árin með - 1,3% árið 2013. Ekki er ástæða í augnablikinu að grípa til hvetjandi aðgerða en ríkisstjórnin sænska mun ræða það við fjárlagagerð næsta vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband