Blairbakterían á undanhaldi. Bretar þurfa ekki lengur að samþykkja nein ESB-"örlög"
28.11.2012 | 20:41
Tony Blair hefur fengið að heyra mörg nöfn allt frá manninum með colgate brosið til Blöööör. Núna þegar hann skortir öll rök gegn þeim, sem er á móti evrunni, kallar hann þá fyrir "vírus" og segir, að Bretland verði að samþykkja ESB-"örlög" sín.
Fyrri forsætisráðherrann sagði, að aukin andstaða og umræður gegn evrunn á breska þinginu væri "eins konar vírus" og að þingmenn tækju afstöðu í ESB-málum "til að festa hann i sessi."
Í ræðu hjá erlendri viðskiptahugveitu í London sagði Blair:
"Evrópa eru örlög sem aldrei verður auðvelt að faðma. Það yrðu hrapaleg mistök ríkisstarfsmanna að snúa baki við þeim og hverfa frá afgerandi valda- og áhrifastöðu á 21. öld."
Þá vitum við það. Þegar rökin duga ekki lengur gegn andstæðingum evrunnar, þá er bara að kalla þá fyrir "vírus" og að menn eigi að sætta sig við "ESB-örlögin."
Greinilega er Blairbakterían á undanhaldi.
Byggt á Daily Express
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Athugasemdir
Blair er myglusveppur sem reynir að halda lifi i sjálfum sér. Frjalborið fólk festist ekki i svona nauðhyggju.
Ragnhildur Kolka, 28.11.2012 kl. 21:03
Sæl Ragnhildur, já sú tegund er að deyja út. Heilaþvotturinn víkur fyrir raunveruleikanum - sem betur fer, eða eins og spakur maður sagði:
Sannleikurinn mun alltaf koma í ljós fyrr eða síðar.
Kær kveðja, Gústaf Adolf
Gústaf Adolf Skúlason, 29.11.2012 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.