ESB platar fátæk strandríki að selja fiskimið sín.
24.11.2012 | 22:43
Isabella Lövin, Evrópuþingmaður Græna Umhverfisflokksins í Svíþjóð og meðlimur í fiskveiðinefnd Evrópusambandsins skrifar grein í DN 22. nóvember um fiskveiðistefnu ESB. Hún skrifaði bókina Þögult Haf 2007 um veiði síðasta matarfisksins, þar sem hún lýsir því, hvernig styrkjakerfi ESB, lobbýhópar útgerða og ríkisstyrkt ofveiði er að útrýma matarfiski hafsins.
"Meira en annar hver fiskur, sem er borðaður í ESB í dag er innfluttur. Það er sorgleg niðurstaða skipbrota sjávarútvegsstefnu, sem um áratugi hefur tæmt eigin fiskimið Evrópu á fiski. En eiginafkomustaðan í Evrópu í dag er í raun og veru miklu minni. Fjórðungur þess fisks, sem er skilgreindur sem ESB fiskur, er veiddur af skipum ESB á öðrum fiskimiðum en eru í lögsögu ESB. Fiskurinn getur komið frá Vestur-Afríku, Indlandshafi eða Kyrrahafi.
Þessi veiði er núna niðurgreidd af skattgreiðendum ESB með fiskisamningum, sem ESB gerir við lönd þriðja heimsins. Um tuttugu slíkir samningar eru í gildi í dag. Fyrir utan þessa opinberu samninga eru í gangi fjöldinn allur af einkasamningum milli fyrirtækja ESB og strandríkja þróunarlanda. ESB er í dag stærsti fiskineytendamarkaður heims á undan Japan og USA."
Isabella skrifar í grein sinni, að sérstakur skýrslumaður Sameinuðu Þjóðanna um matvælaöryggi og rétt til matar, Olivier De Schutter, hafi í nýlegri skýrslu bent á, að stöðugt aukin eftirspurn á fiski og stóriðjutogarar ríku landanna séu "alvarleg ógnun við matvælaöryggi fátækra landa."
"Þegar ESB gerði samning við Senegal 2005 þá gerðu samtímis mörg einkafyrirtæki samning við þáverandi ríkisstjórn Senegal. Þetta jók mjög álögur á fiskistofna fyrir senegalíska samfélagið. Þar að auki voru samningarnir ekki opinberir og þar með engar upplýsingar um þær fjárhæðir, sem greiddar voru." Þessu hefur Græni hópurinn á Evrópuþinginu reynt að breyta að sögn Isabellu. "Vegna krafna Evrópuþingsins er nýr fiskveiðisamningur við Mauretaníu meira haldbær. Fiskiskip ESB mega aðeins veiða utanvið 20 sjómílur og ekki veiða kolkrabba, sem heimasjómenn nytja ásamt stórhækkuðum fiskveiðigjöldum.
Fiskiðnaðurinn mótmælir þessu harðlega og neitar að fylgja samningnum þar sem veiðarnar eru ekki taldir arðbærar. Sem beinir kastljósi á málið: ef flotinn getur ekki grætt á haldbærum veiðum, þá verða þeir að leggja starfsemina niður. Ef ESB hefði aftur á móti ekki verið með samning, þá hefðu þeir getað haldið áfram veiðum með mismunandi einkasamningum."
Isabella Lövin segir frá umræðu og komandi atkvæðagreiðslu Evrópuþingsins um málið, sem hún telur að muni minnka ránveiðar ESB og annarra á fjarlægum miðum og gera ESB ábyrgðarmeira (lesist valdameira/GS):
1. Floti ESB á einungis að fá að stunda fiskveiðar á framandi miðum, þar sem vísindalegar niðurstöður liggja fyrir um stærð fiskistofna, sem duga umfram þarfir heimamanna strandríkja.
2. Styrkir verði aðskildir frá fiskveiðisamningum. Ekki má plata fátæk lönd að selja burt fiskimið sín til að fá hærri styrki. Ekki má skilyrða styrki frá ESB til að fá aðgang að fiskimiðum heimamanna.
3. Útgerðin skal sjálf borga fyrir veiðileyfi í stað skattgreiðenda.
4. ESB á bara að gera samninga við lýðræðisleg ríki.
5. Engar útgerðir mega gera einkasamning við ríki, sem ESB er með samning við. Ekki má breyta fánum skipa t.d. frá ESB fána yfir í annan, þegar það hentar.
6. Harðara eftirlit með einkasamningum. Fyrirtæki í ESB eru með 321 fiskveiðiskip undir fánum 24 ríkja og veiða framhjá samningum ESB.
Hér kemur skýrt fram hjá Isabellu, að ESB eitt má gera samninga við erlend ríki og vill uppræta einkasamninga fiskveiðifyrirtækja sambandsríkjanna með samningum, sem gerir ómögulegt að halda úti útgerðarstarfsemi einkafyrirtækja. Búrókratarnir vilja því kenna einkafyrirtækjum um afleiðingar vonlausrar sjávarútvegsstefnu sambandsins, sem leitt hefur til tæmingar matarfisks úr höfum ESB og núna á miðum fjarlægra landa. Greinilega er ætlun ESB, að einungis viðurkennd útgerðafélög fái að sitja í náðinni og veiða skv. samningum sem búrókratarnir gera. Með þessu skipulagi er allur frjáls rekstur útgerðafyrirtækja sambandsríkjanna settur úr leik og einungis risafyrirtækjum gert kleift að lifa í samvinnu við ESB og styrkjakerfi sambandsins.
Þetta er sama stefnan og ESB sýnir í makríldeilunni, að enginn má semja nema ESB sjálft. Skilyrði útgerða ESB er: gerðu það sem búrókratarnir segja eða hættu starfsemi í greininni. Það sama gildir fyrir Ísland og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Eyðileggja á farsælan atvinnuveg, svo ESB geti þótzt vera umhverfisvænt.
Hversu mikið sem græningjar og aðrir tala réttilega um útrýmingarhættu fiskistofna, þá er framkvæmdin núll við varðveislu þeirra í raunveruleikanum. T.d. hefur sjávarútvegsstefnan leitt til ómannúðlegra hákarlaveiða, sem sænska sjónvarpið sagði frá nýlega. Þar veiða aðallega spánskir og portúgalskir sjómenn hákarl vegna verðmæta í uggum og sporði, sem selt er á Asíumarkaði sem fjörlyf fyrir góðan pening. Vesalings hákarlinn er verkaður lifandi, skornir af uggar og sporður og lifandi kroppnum hent aftur í sjóinn, því ekkert fæst fyrir hann. Eru margar hákarlategundir í útrýmingarhættu af þessum sökum.
Kvartaði yfir seinagangi ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 25.11.2012 kl. 00:03 | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Í grein þessari stendur ekki orð um að ESB sé að plata fátæk ríki til að selja fiskimið sín. Í raun er að alveg ótrlulegt að þú skulir komast að þeirri niðurstöðu. Það vill svo til að ég bjó í Svíþjóð í 11 ár og ls sænsku með ágætum. Hér er hinsvegar sagt frá áhugaverðun tillögum og t.d. sleppir þú t.d. (viljandi?) að fyrsta forsendan i lið 4 fjallar um mannréttindi - að ESB geri bara samninga við ríki sem virða mannréttindi. Af hverju gerir þú það?
Þú stillir þessu upp þannig að ESB sé bara að sækja sér meira vald. En það sem málið snýst í raun um er að reglubinda og setja skýra ramma utan um þetta.
Það er einmitt þetta sem er vandamálið við ESB-umræðuna, henni er stillt upp þannig að það t.d. passi hagsmunum eins og þínum, sem ert á móti ESB og að ESB sé eitthvað fyrirbæri sem "platar" smáríki o.s.frv.
Af hverju er það þá ekki endalaust að plata öll smáríkin sem það veitir þróunaraðstoð? Er það þá ekki bara eitthvað endalaust plat?
En Isabella Löven segir ekki EITT orð um plat - bara svo það sé alveg á hreinu! Og að tengja hana við það orð og illan ásetning með þessum hætti, er ósmekklegt að mínu mati.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 25.11.2012 kl. 14:36
....afsakið innsláttarvillur!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 25.11.2012 kl. 14:37
Heill og sæll Gústaf Adolf æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !
Þakka þér fyrir; vandaða samantektina, Gústaf.
Alls ekki; alls ekki, taka Sovét- Evrópu labbakútinn Gunnar Hólmstein alvarlega, Gústaf Adolf.
Frá öndverðu; hafa skrif - sem ályktanir Gunnars, jafnan minnt mig á dekur og undirlægjuhátt Jóhannesar heitins úr Kötlum, gagnvart Stalín ismanum, og öðru áþekku, hér fyrrum.
Gunnar Hólmsteinn; er fölskvalaus aðdáandi skrifræðis Nazismans, suður á Brussel völlum aftur á móti, og ólíklegt fremur, að honum verði turnað, frá Barrosó - Merkel tignuninni, blessuðum drengnum.
Hygg Gunnar Hólmstein; hafa tiltölulega góða eðlisgreind til að bera, en,..... einhverjir lausir transistorar samt á reiki, í kollinum á honum.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 18:05
ÓHH: Þakka "góðar" kveðjur úr Árnesþingi, en alveg magnað hvað ykkur tekst að taka umræðuna niður á lágt plan. Það er því miður ekki hægt að rökræða við fólk eins og þig, enda ætla ég ekki að gera það. Þið dæmið ykkur algerlega úr leik!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 25.11.2012 kl. 20:48
Komið þið sælir; á ný !
Gunnar Hólmsteinn !
Fór ég nokkuð; með skrök ?
Er ekki málið einfaldlega; að þú getur ekki með nokkru móti, varið þig fyrir aðdáun þeirri, sem þú hefir á alverstu nýlendukúgurum fyrri alda, sem fylla bekki Brussel - Berlínar samsteypunnar, Gunnar minn ?
Sannleikanum; verður stundum hver sárreiðastur, var einhvern tíma sagt, hér fyrr meir, ágæti drengur.
Ekkert síðri kveðjur; hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 22:08
Sælir, þakka athugasemdir, Gunnar, það er alveg rétt hjá þér að orðið plata er mitt en ekki Isabellu, en ég segi hreint út, hvað ESB er að gera með þeim 20 fiskveiðisamningum við fátækar þjóðir, sem Isabella Lövin segir, að Oliver De Schutter telji "alvarlega ógnun matvælaöryggis fátækra landa." Einn af þessum samningum t.d. er við Marókkó, sem selur fiskimið Vestur-Sahara til ESB flotans í óþökk heimamanna og Sameinuðu þjóðanna. Isabella vill eins og flestir aðrir hætta þessum samningum, sem hún segir sjálf að séu fengnir með loforði um styrki frá ESB til viðkomandi ríkis. Þess vegna leggur hún til að "styrkir verði aftengdir fiskveiðisamningum. Fátæk lönd eiga ekki að vera tæld til að selja út fiskivötn sín til að fá stærri styrki." Fyrisögn greinar Isabellu er "Fattiga länder skall inte lockas att sälja ut sina fiskevatten." Sem mætti þýða "Ekki á að lokka/tæla fátæk lönd að selja fiskimið sín." Ísabella viðurkennir að þróunaraðstoð ESB hefur verið notað í þessu skyni. Hvaða orð sem við notum, þá er vandamálið að ESB borgar styrki, sem notaðir hafa verið til að fá fram fiskveiðisamninga "sem ógna matvælaöryggi viðkomandi ríkja. "
Ef að þú ert sammála, að þetta sé vandamál, þá erum við báðir sammála Ísabellu um það. Hins vegar er ég ekki sammála "lausn" sjávarútvegsnefndar ESB, sem vill alræði yfir útvegsfyrirtækjum sambandsins og kennir þeim um afleiðingarna af sjávarútvegsstefnu sambandsins.
ísabella er að mínu mati að reyna að gera ESB að "riddarunum á hvíta hestinum" sem bjargar fiskistofnum á meðan raunveruleikinn er sá, að fiskistofnarnair eru að hrynja vegna ofveiði ESB.
Það er því að snúa hlutunum á hvolf að einungis líta á textann og tillögur ESB einar og sér en ekki setja þær í samband við það sem ESB hefur gert og er að gera í sjávarútvegsmálum eða hvernig ástandið er á fiskistofnunum. Við sjáum þetta mjög skýrt í makríldeilunni, að sjávarútvegsnefnd ESB hunsar niðurstöður Hafró en lætur undan þrýstingi skoskra, enskra útgerðarmanna, sem krefjast hærri kvóta til sín og undirbýr viðskiptabann á samningsaðila sinn Ísland.
Ég sleppi ekki kröfu nr. 4 eins og þú segir, ég tek með, að ESB eigi aðeins að gera samninga við lýðræðisríki (=virða mannréttindi). Ég endursegi hluta greinarinnar, þýði ekki allt en þar sem ég tek með það mikilvægasta um kröfuna um lýðræði, þá er aðalatriðið tekið með. (Ekki virða ólýðræðisríki mannréttindi).
Ég er engan veginn að tengja Isabellu Lövin við annan ásetning en hennar eigin, sem er að mínu viti fallegur á pappír en leysir ekki vandamálin með ofveiðar ESB. Þvert á móti ganga þær í þá átt að auka vald framkvæmdastjórnarinnar yfir útgerðarfyrirtækjum og setja úr leik frjálsa samkeppni og frjálsa fyrirtækjamyndun og fyrirtækjarekstur. Það virðist ofar öllu hjá stofnunum ESB, að valdið sé í þeirra höndum í stað ríkja eða frjáls markaðs. Enda er markmið nr 1 hjá ESB að verða sambandsríki. Við sjáum þegar í dag skelfilegar afleiðingar þeirrar stefnu í efnahagsmálum. Þar eins og í fiskveiðimálum, kennir ESB öllum öðrum um ástandið en tengir það ekki eigin ákvörðunum eða stefnu.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.11.2012 kl. 09:25
Þakka þér góðar kveðjur Óskar. Er sammála þér um transistorana, alltof margir nota þá ekki til að hugsa, vegna þess hversu erfitt það er. En bara að sjá og gera án hugsunar leiðir ekki til framgangs.
Kveðjur til góðra manna og kvenna í Árnesþingi.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.11.2012 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.