Gott að sjá kraftinn í Heimssýn - fullveldið tryggir framtíð Íslands

Skärmavbild 2012-11-15 kl. 21.27.04Það er ánægjulegt að sjá hið málefnalega blað Heimssýnar, sem dreift var með Mbl. fyrir stuttu. Það, sem vekur sérstaklega góða tilfinningu er krafturinn í samstöðu þjóðarannar á bak við afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB. 

Fundarherferð Heimssýnar um landið er án efa mjög þörf og þar sýnir sig, að afstaða þjóðarinnar er þverpólitísk á alla flokka. Einungis Samfylkingin er hreinræktaður ESB flokkur.

Hinir hafa allir lagt eyrað að jörðinni og heyrt hjartslátt þjóðarinnar í þessu stóra máli.

Það er ekki bara framtíðarskipulag ESB, sem er í húfi, heldur í raun allt peningakerfi hins vestræna heims. Ég hef ekki náð að lesa allt blaðið en grein Frosta Sigurjónssonar er ég búinn að lesa og mæli með að aðrir geri það líka.

Frosti Sigurjónsson er landsmönnum að góðu kunnur í baráttunni gegn Icesave og núna, sem sá frumkvöðull hann er, í baráttunni fyrir umbótum á peningakerfinu m.a. í samtökum Betra Peningakerfi. Hann hefur haldið fjölmarga fyrirlestra á stjórnmálafundum, fundum ýmissa samtaka og stofnana og verið tíður gestur í útvarps- og sjónvarpsþáttum við að útskýra þá stefnu peningamála, sem byggist á s.k. heildarforðakerfi í stað núverandi brotaforðakerfi. 

Í stuttu máli má segja að heildarbrotakerfi þýðir að til sé innistæða fyrir útlánum banka í stað núverandi kerfis með aðeins broti af innistæðum á móti útlánum banka. Vegna núverandi kerfis, þegar bankarnir hafa spennt útlánabogann út um allar jarðir yfir þolmörk, þá eru ekki lengur til peningar til að borga vexti og afborganir af öllum lánunum einfaldlega vegna þess, að brotaforði útgefinna seðla og myntar dugir ekki til. Þá hefur verið gripið til þess ráðs bæði í USA, Bretlandi og núna í ESB að dæla inn nýju fjármagni til bankakerfisins, sem skuldfært er í ríkisskuldabréfum viðkomandi ríkja. En því miður hafa bankarnir í ríkari mæli notað peningana til að viðhalda verðbréfamarkaðsbólu í stað eðlilegrar inngjafar í viðskipta- og efnahagslífið á sama tíma og stjórnmálamenn keppast við að hækka skatta og skera niður þjónustu. 

Sú stefna leiðir einungis til þeirra sjálfheldu, sem við sjáum mörg ríki ESB - aðallega evruríkin í Suður Evrópou - vera komin í og hefur skapað óhaldbæra þjóðfélagslega spennu með vaxandi líkum á þjóðfélagsátökum. Virðist sem sagan sé að endurtaka sig frá kreppunni miklu fyrir stríð, þegar sömu mistökin að blanda saman peningaframleiðslu og skuldum eru endurtekin.

Frosti Sigurjónsson er rekstrarhagfræðingur og frumkvöðull. Ég hef sjálfur notað leitarvélina hans dohop.com sem er einhver sú besta ferðaleitunarvél, sem finnst á Internet. Hann hefur mjög málefnalega og grundaða framsetningu á kostum þess að innleiða betra peningakerfi á Íslandi og stjórnmálaöflin eru að vakna til vitundar að eitthvað nýtt verður að koma til svo sagan endurtaki sig ekki með útrásarvíkingana, sem notuðu bankana til að byggja upp 10 sinnum stærri skuldabólu en mótsvarar efnahagsstærð þjóðarinnar. Til dæmis hefur Lilja Mósesdóttir, Samstöðu, lagt fram frumvarp á Alþingi um heildarforðakerfi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef mikið álit á Frosta Sigurjónssyni og fagna því að hann skuli ætla sér að setjast á alþingi Íslendinga, það eru einmitt slíkir sem við þurfum á að halda.  Þá get ég ef til vill aftur farið að skrifa alþingi með stórum staf, sem ég hætti að gera fyrir nokkru til að lýsa vanþóknun minni á þeirri stofnun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2012 kl. 23:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Frosti Sigurjónsson er gegnheill drengur. Hann mun ekki fara auðveldar og pólitískt troðnar slóðir. Hann er sannur hugsjóna-drengur, sem aldrei verður hægt að kaupa.

Ég styð Frosta Sigurjónsson af heilum hug, vegna þess að hann er rökfastur, réttlátur og skynsamur í öllu sem hann segir og gerir. Og síðast en ekki síst er hann heiðarlegur!

Pottþétt persóna!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2012 kl. 00:20

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Alþingi með stórum staf, frábært. Þetta lýsir málinu mjög vel, Alþingi er spegill þjóðarinnar og þjóðin ákveður stórt eða lítið A. Þakka ykkur báðum fyrir skrif, hjartanlega sammála báðum um hæfiileika þess góða manns, Frosta Sigurjónssonar.

Fleiri slíkir inn á þing.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.11.2012 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband