"Skuldum heimilanna aflétt. Kreppunni lokið á Íslandi."
15.11.2012 | 07:35
Sænska Metró er dreift ókeypis á lestarstöðvar í helstu borgum Svíþjóðar í yfir hálfri miljónum eintaka á dag. Blaðið hefur mikla útbreiðslu, þar sem farþegar t.d. neðanjarðalestakerfis Stokkhólms lesa það á ferðum sínum. Þriðjudaginn 13. nóv. skrifar Arne Bengtsson hjá Utanríkispólitísku stofnuninni grein um, að Ísland hafi reist sig úr öskunni. Boðskapurinn er:
"Atvinnuleysið minnkar, kaupmátturinn eykst og skuldum heimila hefur verið aflétt á Íslandi."
Vitnað er í hagfræðiprófessor Gylfa Zoega, sem staðfestir að "kreppunni sé opinberlega lokið á Íslandi", þrátt fyrir að lífskjörin séu enn ekki alveg eins góð og þau voru árið 2007.
Sagt er frá, hvernig neyðarlán AGS og Norðurlöndum, fengust með skilyrðum um niðurskurð, en að ríkisstjórnin hafi gengið gegn því og aukið félagslegar tryggingarbætur og aðstoð árin 2009 og 2010. Að stórar fjárhæðir hafi gengið til að aðstoða skuldara, sem ekki gátu borgað lánin sín. Þess vegna hafi skattahækkanir verið nauðsynlegar, mest sé lagt á efnameiri meðan efnaminni sleppi með minnstu byrðina.
Rætt er um útbreidd skattsvik hjá fyrirtækjarekendum og þeirra, sem leigja ferðamönnum herbergi, þannig að ríkisstjórnin hafi meira að sækja í skattatekjur. Að ríkisstjórnin hafi nú komið efnahagsmálunum í þvílíkt gott ásigkomulag, að Ísland borgar af AGS-lánum sínum fyrirfram.
Hagsmunir heimilinna hvað?
Vandi okkar er mikill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Facebook
Athugasemdir
Það væri ráð fyrir Gylfa Zoega að koma eitt augnablik niður úr þeim fílabeinsturni sem hann dvelur í. Hann þarf ekki að yfirgefa turnin nema örstutta stund til að átta sig á að hans greining er nokkuð langt frá sannleikanum.
Það er aldrei gott þegar menn gefa upplýsingar til erlendra fjölmiðla um málefni sem þeir hafa enga þekkingu á. Það er lágmark að ætlast til þess af þeim sem tjá sig við erlenda fjölmiðla, sérstaklega þegar menn gera það undir formerkjum fræðimennsku, að þeir þekki staðreyndir.
Það má vera að mælt atvinnuleysi hafi minnkað, en raunverulegt atvinnuleysi eykst.
Kaupmáttur hefur kannski aukist hjá Gylfa og þeim sem eru efstir í launastiganum, en sá fjöldi sem vinnur eftir almennum kjarasamningum hefur orðið fyrir kaupmáttarskerðingu. Nú vantar u.þ.b. 40% til að jafna kjör launafólks við það sem var 2007. Það má vera að Gylfa þyki það lítið.
Skuldum heimila hefur fráleitt verið aflétt. Það sem hefur verið gert í þeim efnum má að mestu þakka dómstólum. Aðgerðir stjórnvalda hafa verið í mýflugumynd og einungis komið örfáum til góða og þá gjarnan þeim sem fóru óvarlegast fyrir hrun. Þar er enn mikið verk óunnið, verk sem verður að vinna fljótt, áður en afleiðingar þess vanda valda hér öðru hruni.
Gunnar Heiðarsson, 15.11.2012 kl. 09:20
Takk Gunnar fyrir skrifin. Það kemur líka fram í greininni að búsáhaldabyltingin hafi fært þjóðinni vinstri stjórn, sem hindraði að lág- og meðaltekjufólk þyrfti að yfirgefa húsnæðið.
Þetta virðist vera áróður sócialdemókrata till að sýna, hvað þeir eru klárir. Í Svíþjóð eru kratar í stjórnarandstöðu og þá er gott að fá svona sögur.
Gústaf Adolf Skúlason, 15.11.2012 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.