Pöntun ríkisstjórnarinnar til ađ liđka fyrir ESB ađild
10.11.2012 | 12:11

Í frétt Morgunblađsins er sagt, ađ yfirmađur hjá heilbrigđis- og neytendavernd framkvćmdastjórnar ESB hafi beđiđ ESA ađ kanna, hvort innflutningshömlur Íslands á kjöti og kjötafurđum frá ESB gangi lengra en 13. gr EES-samningsins leyfir.
Lög um Evrópska efnahagssvćđiđ tóku gildi 1. janúar 1994 og hefur ríkt fullkominn skilningur og sátt um beitingu 13. greinarinnar um innflutningshömlur Íslands á kjöti og kjötafurđum frá ESB til Íslands í tćpan áratug. En ekki lengur.
Framkvćmdastjórn ESB pantar "könnun" hjá ESA (lesist: meint brot Íslands á 13. gr) eftir nćr áratuga friđsamlega túlkun á greininni í viđskiptum Íslands og ESB-ríkjanna.
Erfitt er ađ ímynda sér ađ ţessi pöntun sé gerđ einhliđa af hálfu framkvćmdastjórnarinnar, ţótt látiđ sé líta svo út. Nćr er, ađ um sameignlega ákvörđunartöku af hálfu ríkisstjórnar Íslands og ESB sé ađ rćđa.
Ríkisstjórnin vill komast inn í ESB og mćtir hindrun bćnda, sem ekki vilja leyfa innflutning lifandi dýra eđa hrás kjöts vegna hćttu á smiti milli landa. Slíkt hefur áđur kostađ landsmenn miklar búsifjar í kjölfar mćđu- og riđuveiki. Hér ţarf ríkisstjórnin á ađstođ ESB ađ halda til ađ tukta óstýriláta og sjálfstćtt hugsandi Íslendinga.
ESB vantar á hinn bóginn viđskiptavöndul til ađ nota í makríldeilunni og hann fćst međ niđurstöđu ESA um, ađ Íslendingar brjóti 13. gr. EES-samningsins. Hćgt verđur ţá ađ skiptast á "lögbroti" Íslands á frjálsum kjötinnflutningi fyrir "eftirgjöf" á kröfum ESB í makríldeilunni.
Ţađ er ömurlegt ađ sjá viđskiptin á ţessu plani. Minnir alfariđ á viđskipti kaupmannsins í Feneyjum sem krafđist kjötbita úr skuldara, sem ekki gat greitt međ peningum. En skilyrđin eru ólík. ESB á bćđi dómstólinn og dómarana.
Ríkisstjórn Íslands sker bita fyrir bita af fullveldi Íslands fyrir ESB, sem hefur allt ferliđ í höndum sér og notar ráđherra landsmanna, sem afgreiđslustofnun viđ niđurrif lýđveldisins.
Engin Landsdómur mun nokkru sinni komast yfir ađ dćma öll illverk ríkisstjórnarinnar.
Spurningin er, hvort nokkuđ verđi eftir af fjallkonunni nema beinagrindin, ţegar ríkisstjórnin hefur lokiđ ćtlunarverki sínu.
Guđi sé lof, ţađ styttist í stjórnarskipti.
![]() |
ESB biđur ESA ađ skođa kjöthömlur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alţjóđamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Athugasemdir
Aukin innflugningur og afnám tolla mun lćkka matvöruverđ á Íslandi
til hagsbótar fyrir almenning
ţeir sem eru á móti hag almennings eru hinir einu sönnu landráđarmenn... ţeir sem elska tolla, höft og önnur bönn á kostnađ fólkins.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 20:18
Jafnađarmennirnir Sleggjan og Hvellurinn - eđa er ţetta kannsi ein og sama persónan? - ćttu ađ fleygja af sér hulunni og koma fram undir réttu(m) nafni (nöfnum), ef ţeir, ţau, hann eđa hún vilja láta taka mark á sér.
Gústaf Adolf Skúlason, 11.11.2012 kl. 06:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.