Skrái mig á blog.is
19.10.2012 | 22:38
Ég hef prófað aðeins að skrifa hér á blog.is undir fullveldi.blog.is um tíma.
Tek nú skrefið að opna eigið blog hér.
Ég mun mest skrifa um Evrópumál, alþjóðamál og málefni Íslands. Sem Íslending er mér ekki sama, hvað verður um landið okkar. Miklir óvissutímar eru framundan og það skiptir máli, að þjóðin sameinist um stefnu sína og varðveiti lýðræði og sjálfstæði sitt.
Ég er andstæðingur núverandi ríkisstjórnar, sem dag og nótt, leynt og ljóst er að véla valdið úr höndum landsmanna og koma því í hendur búrókrata í Brussel. Þar vilja menn komast yfir auðlindir landsins sérstaklega gjöful fiskimið Íslendinga.
Þessi svik við almenning grundvallast á alþjóðlegu samstarfi krata og vinstrimanna, sem telja, að almenningi sé aðeins borgið í þeirra höndum í nýju heimsveldi ESB. Barroso og félagar hans í framkvæmdastjórn ESB vinna eins og flokkssystkini þeirra á Íslandi í nánu bandalagi við spillt fjármálaöfl og eru að afnema sjálfsákvörðunarrétt þjóða og færa völdin yfir í eigin hendur í Brussel. Evran, sem ekki er sprottin úr efnahagslegu samstarfi, heldur er stjórnmálaákvörðun, er nú notuð sem svipa til að knýja þróun evruríkja til alríkis Evrópusambandsins. Við Íslendingar höfðum gæfu til að hafna Icesave en evrulöndin eru nú að taka á sig byrðar "Eurosave", þar sem ógrynni fjár skattgreiðenda er flutt til banka og fjármálafyrirtækja.
Þessi þróun er orðin mjög háskaleg og þegar byrjuð að kosta mannslíf í suðlægari hluta álfunnar.
Íslendingar þurfa hið allra fyrsta að losa sig við valdagráðuga og spillta embættismenn og kjósa sér heiðarlega fulltrúa, sem skilja að hlutverk þeirra er að framfylgja stjórnarskrá og lögum og vinna fyrir hagsmuni landsmanna.
Ísland hefur tækifæri til sjálfstæðisstefnu til framtíðar, sem gerir þjóðina óháða valda- og stórveldabrölti umheimsins. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi eyðilagt mörg tækifærin munu nýjir möguleikar birtast og með réttri stjórn og nýjum leiðtogum mun þjóðinni takast að rífa sig upp úr lægðinni.
Ég er núna að læra á blogkerfið og bið lesendur velvirðingar ef allt virkar ekki fullkomlega á meðan ég er að ná tökum á þessu.
Gústaf Adolf Skúlason
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Athugasemdir
Velkominn Gústaf, Ekki veitiraf mönnun til berjast við þessi íll.íði sem stjóna Landinu í dag og vilja selja okkur ESB Löndum.
Vilhjálmur Stefánsson, 19.10.2012 kl. 22:44
Heill og sæll Gústaf Adolf; jafnan !
Og vertu velkominn; til þessa ágæta og litríka spjall (blog) svæðis, sem Mbl. vefurinn er - og hefir lengi verið, og hefir alla burði til, að styrkjast enn frekar, reyndar.
Þakka þér jafnframt; einarðleg skrifin gegn ESB hroðvirkinu, sem ýmsu öðru, að undanförnu.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 22:47
Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur, við þurfum á öllu liði að halda í þessari baráttu. Er að læra, hvernig ég tengi bloggið við góða bloggvini og þið verðið þeir fyrstu.
Gústaf Adolf Skúlason, 19.10.2012 kl. 23:22
Blessaður Gústaf, ég er nú ekki oft inni á blogginu en býð þig velkominn og vil gjarna frétta ef þú skrifar eitthvað um peningamálin og ESB ruglið til þess þá að tengja það inn á fésbókina þar sem FB vinir eru nú orðnir nokkuð fleiri en bloggvinir.
Bið að heilsa í konungveldið, vöggu kratanna :-)
Ísleifur Gíslason, 20.10.2012 kl. 01:01
Velkominn með þessa sjálfstæðu vefsíðu þína á Moggabloggið, kæri vinur og samherji. Vænti mikils góðs af þínum skrifum.
Þetta ritaðirðu hér af þinni glöggu skarpskyggni:
"Barroso og félagar hans í framkvæmdastjórn ESB vinna eins og flokkssystkini þeirra á Íslandi í nánu bandalagi við spillt fjármálaöfl og eru að afnema sjálfsákvörðunarrétt þjóða og færa völdin yfir í eigin hendur í Brussel. Evran, sem ekki er sprottin úr efnahagslegu samstarfi, heldur er stjórnmálaákvörðun, er nú notuð sem svipa til að knýja þróun evruríkja til alríkis Evrópusambandsins. Við Íslendingar höfðum gæfu til að hafna Icesave en evrulöndin eru nú að taka á sig byrðar "Eurosave", þar sem ógrynni fjár skattgreiðenda er flutt til banka og fjármálafyrirtækja."
Til þessarar óbeinu eða hliðstæðu-tengingar "Eurosave" við Icesave varð mér einmitt hugsað í dag, er ég las frétt af Merkel og Hollande á bls. 8 í Fréttablaðinu þennan föstudag (kannski finnurðu fréttina á visir.is). Þar kom fram, að þýzka Bertelsmann-stofnunin reiknar með "að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa" (um 31.000 milljarða króna). En takið nú eftir:
"Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra eða nærri 2.800.000 milljarðar króna." (Að mati sömu stofnunar.) Sem sé milljarður sinnum 2,8 milljónir! Þegar þessu er deilt niður á íbúafjölda Esb-ríkjanna (rúmar 500 milljónir), kemur í ljós, að álagið miðað við sérhvert mannsbarn þar er um 5,6 milljónir króna á hvert nef!
Þetta gerir "gott betur" en að skáka Icesave-fjárhæðinni, upphaflega reikningnum frá Brown og Darling, sennilega tvöfalt meira @ haus en Icesave-reikningurinn hlutaður niður á hvert mannsbarn hér.
Já, "eurosave" líkist því Icesave og hvorugt félegt!
Jón Valur Jensson, 20.10.2012 kl. 02:52
Ég tek ofan fyrir góðum móttökum frá góðum samherjum. Við þurfum á öllum kröftum að halda í sjálfstæðisbaráttunni til varnar lýðveldinu okkar góða og framtíð landsins.
Kærar þakkir Jón og mjög gott að sjá og upplýsandi mjög tölurnar, sem þú birtir hér, hef ekki séð þetta svona skýrt sett fram áður. Og svo sannarlega verður dæmið öðruvísi og ömurlegra með 500 miljónum manns miðað við rúm 300 þúsund.
Það er gott að vera samherji með góðum félögum eins og ykkur!
Gústaf Adolf Skúlason, 20.10.2012 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.