Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hólmfríði finnst mikilvægt að styðja þjóðaratkvæðagreiðslu um "hvort óska eigi eftir" nýjum aðildarviðræðum við ESB

ESBPíratar vilja að Alþingi skikki þjóðina til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún styðji Hólmfríði Pírata sem styður Pírataelítuna sem vilja að Ísland gangi í ESB.

Skiptir engu að þjóðin hafi áður þurrkað út pakkaflokk og fyrirmynd Pírata, Samfylkinguna sem hafði aðild Íslands að ESB sem sitt eina stefnumál. 

Þjóðin sýndi afdráttarlausa afstöðu og setti endanlega punkt við áframhaldandi aðildarviðræður. Umsóknin var síðan dregin til baka í bréfi utanríkisráðherra Íslands til ESB.

En það er ekkert að marka segja Píratar eins og ESB-elítan sem skilgreinir ekki vilja þjóða sem lýðræði nema þegar óskir sambandsins eru samþykktar. Allt annað er "lýðskrum". 

Píratar eru hluti heimskerfis sósíalista sem vilja drepa allt þjóðlegt svo skjólstæðingar þeirra meðal hrægammastjóra, alþjóðlegra samsteypa, stórfyrirtækja og auðkeyptra stjórnmálamanna geti stundað rányrkju sína á saklausu fólki í friði. 

Íslenska þjóðin hefur fyrir löngu síðan hafnað úreltum hugmyndum Pírata. Fyrst með stofnun lýðveldis á Íslandi, síðar með höfnun einsmálsflokksins.

Að auki er óvíst, hvort Evrópusambandið verði áfram til í núverandi mynd árið 2018. ESB er í tilvistarkreppu sem fer hratt dýpkandi eftir BREXIT.

 

 


mbl.is Vilja kjósa um nýjar viðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SOS frá Svíþjóð - óskemmtilegt en nauðsynlegt

Skärmavbild 2017-03-17 kl. 12.22.08Morgunblaðið birtir SOS mitt frá Svíþjóð í dag. Það er ekki gert í neinu gríni að senda neyðarkall af þessarri gerð. Spurningin er hvort nokkur heyrir það. Í greininni gef ég yfirsýn yfir öryggismálin og það sem ekki má ræða opinberlega í Svíþjóð: Tengingu vaxandi ofbeldis við félagsvandamál innflytjenda. Ég vona að sem flestir lesi greinina og velkomna umræður um málið. Ástandið er orðið þannig að vopnaðar glæpaklíkur eru smám saman að taka völdin á mörgum stöðum í landinu. Stefan Löfven forsætisráðherra kallaði Öryggisráð Svíþjóðar til krísufundar vegna þróunarinnar. Eftir fundinn lofaði hann að ofbeldið yrði upprætt. Ekki sérlega trúverðugt miðað við að lítið sem ekkert hefur verið gert í málunum fram að þessu, þrátt fyrir margar og fagrar yfirlýsingar.

Keyrði um þverbak síðustu helgi, þegar verið var að ræða skilgreiningu sænsku leynilögreglunnar SÄPO á hryðjuverkaógn Svíþjóðar. Lýðræðisráðherrann Alice Bah Kuhnke sagði að bæði Umeå og Gautaborg ynnu gott starf í því að taka á móti heimvendandi heilagastríðsmönnum sem barist hafa með ISIS í Sýrlandi og Írak. Vandamálið var að hvorki yfirvöld í Umeå né Gautaborg könnuðust við málið. SÄPO telur heimavendandi hryðjuverkamenn stærstu hryðjuverkaógn Svíþjóðar um þessar mundir. 

Undirskriftarsöfnun er hafin meðal lögreglumanna sem íhuga að segja upp störfum í einum hópi í apríl ef ekki verði gengið að launakröfum þeirra. Ef fer á versta veg gætu allt að 5 þúsund lögreglumenn hætt störfum.

Þá mun vargöld magnast og Lína Langsokkur þurfa að klæðast skotheldu vesti.


Sjáið hvað gerst hefur í Svíþjóð

Afdönkuðu fjölmiðlafólki og öfundsjúkum stjórnmálamönnum finnst meira til koma ef Bandaríkjaforseti mismælir sig, segir eina tölu vitlaust í stað þess að ræða efnislega það sem hann er að ræða um. Að logið sé um, hvað forsetinn raunverulega segir virðist engin sök heldur gert að fréttum. Fyrrv. utanríkisráðherra Svíþjóðar notar orðið hryðjuverk til að "sanna" hvað Trump sé vitlaus en allir vita, að Bandaríkjaforseti notaði ekki orðið hryðjuverk um Svíþjóð. 

Vinstri hjörð glópara leidd af moldríkum hrægammastjórum með eigin miðla og keypta stjórnmálamenn sér við hlið hefur á tíma afþjóðavæðingar átt allt leiksviðið. En sem betur fer er þetta að breytast. Þar kemur löglega kjörinn Bandaríkjaforseti ferskur inn á sviðið og hærir um í pottinum svo vinstri hjörðin endasendist vælandi út í horn. Vinstri blöð fara háðslega orðum um að ekkert hryðjuverk var framið föstudaginn 17 febrúar í Svíþjóð. Eins og það afsaki nú eitthvað eða breyti því, hvernig ástandið raunverulega er. Dick Malmlund sem starfað hefur í 30 ár að öryggismálum í Svíþjóð lýsti venjulegum degi í Svíþjóð (skv. tölulegum heimildum) í Expressen 15. febrúar s.l:

"Í dag verður ein manneskja drepin, 18 konum nauðgað, 24 verða fyrir ráni, 33 bílnm stolið, 241 börnum, unglingum, fullorðnum og eldri verður misþyrmt og brotist verður inn í 243 fyrirtæki og heimili. Þar að auki gerast 778 aðrir þjófnaðir. Allt þetta mun gerast áður en deginum lýkur. Og á morgun verður álika endurtekning."

Daily Mail segir Svíþjóð næst versta naugðunarland heimsins, aðeins Lesotho í Suður Afríku er verra. Í Malmö lána trésmiðir skotheld vesti við vinnu og iðnaðarfyrirtæki eru hætt störfum í borginni vegna þess að þau geta ekki tryggt öryggi starfsmanna sinna. Malmö er verst sett vegna skotárása og morða.

Lögreglan ræður ekki við vopnaðar eiturlyfjaklíkur og 52 s.k. no go zones eru í Svíþjóð, þar sem sjúkrabílar og slökkviliðsmenn fara ekki inn í án verndar vopnaðrar lögreglu. Þegar virtur rannsóknarmaður lögreglunnar í Örebro Peter Springare tók blaðið frá munninum var hann kærður fyrir ofsóknir gegn þjóðfélagshópum. Þeirru kæru var sem betur vísað frá sem dellu af saksóknara 17. febrúar s.l. Á örfáum dögum myndaðist þriðji stærsti facebook hópur í sögu Svíþjóðar: Stöndum með Peter Springare.
 
Viðbót/uppfærsla: Útvarp Saga hefur haft fréttir um ástandið í Svíþjóð t.d: 

Hér er frétt Fox um sænska raunveruleikann


mbl.is „Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda Trumps

Trump er kristinn maður eins og flestir vita. Sem slíkur vill hann umvefja náungann með kærleik. Verkfæri djöfulsins Íslamska ríkið notar kærleik annarra til að drepa enn fleiri. Trump vill meina íslömskum vígamönnum að koma til Bandaríkjanna til að drepa fólk eins og í Evrópu. 

Að verja fólk gegn hryðjuverkum og heilagastríðsmönnum, sem sprengja saklausa borgara í loftið, er í anda kristinnar trúar. Það er einnig í anda kristinnar trúar að bjóða þá velkomna sem framfylgja lögum og eru friðsamir. 

Trumhatrið gleymir þeim sem sárt eiga um að binda eftir hryðjuverk íslamskra vígamanna. Trumhatrið snýr fólki gegn vinum í stað þess að starfa saman í einu liði gegn óvinum. 

Það er merkilegt að sjá Trumhatrið svo sterkt að einstaka "guðs" menn biðji fólk um að snúa blinda auganu á Íslamska ríkið. 

"Góða fólkið" ræðst á þá sem verja öryggi fjöldans, "góða fólkið" gefur brjálæðingum aukið rými fyrir fleiri ódæðisverk.

"Góða fólkið" byggir heljarveg í stað þess að starfa með meirihlutanum. 

 


mbl.is Vilja ferðabann í anda Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gatan góða til glötunar

GoodpeopGóða, svo ofboðslega góða fólkið, sem vill frelsa heiminn með einu sætu opnu samfélagi svo góði hirðirinn Soros geti vaktað okkur öll og leitt til slátrunar. 

Eitt ríki, einn banki - einn guðlaus guð.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að vestrænir miðlar góða fólksins eru öll í uppnámi yfir "múslímabanni" Bandaríkjaforseta.

Miðlar éta upp í einum kór: Sjö ríki með "meirihluta múslíma". 

Samsærið gegn Trump sem vill verja sig og landsmenn sína gegn hryðjuverkum brjálæðra íslamista felst í því að æsa venjulega múslími til uppreisnar gegn lýðræðislega kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Logið er að fólki að því steðji ógn af "rasisma, fasisma" o.s.frv. og þeir sem eru að vernda hagsmuni fólksins útmálaðir sem óvinir þess.

Man einhver eftir Davíð Oddssyni, Geir Haarde og nú síðast Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni?

Góða fólkið leggur hlæjandi veginn til heljar.

Hver gaf Íran nýlega milljarði dollara sem nú eru notaðir til að smíða gjöreyðingarvopn gegn eina frjálsa landinu í Miðausturlöndum Ísrael?

Hver færði Norður-Kóreu dollara sem notaðir hafa verið fyrir hermang og kjarnorkukapphlaup?

Fyrir þá sem ekki vita: Demókratar í Bandaríkjunum: Obama og Clinton. 

Það er engin tilviljun að Demókrataflokkurinn er kominn á sömu braut og fyrrverandi Samfylking í fylgistapi.

Kannski nýtt ávarp ríkja í vestri verði (enn um skeið): "Þar sem múslímar eru í minnihluta".

"Ísland, þar sem múslímir eru enn í minnihluta".

 


mbl.is Lögbann á ferðabann Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hjörð ríður hesti

LaugardagsmorgunnÉg elska laugardagsmorgna. Að fara á fætur, hita kaffið og setja ristað brauð með marmelaði á borðið. Þetta er það sem líkaminn þarf til að komast í gang og njóta helgarinnar. En ekkert jafnast á fyrir andann eins og að byrja laugardagsmorgna á lestri Reykjavíkurbréfs helgarblaðs Morgunblaðsins. Með innblástri þess getur Sleipnir sofið áfram, því fleiri en átta eru hófar þess hests sem bréfritari ríður og fer á kostum í skrifum sínum. Það er svo gott að fá skýra hugsun beint í æð með slíkum húmor, sem þenur hláturstaugarnar og yljar hjarta og hug.

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins eru bókmennta- og fjölmiðlalegur risi í frétta- og umræðuflóru Íslendinga. Hið hversdagslega brús fylgir oft fyrirfram ákveðnum tóni ákveðnum af eigendum eða klíku starfsmanna sem vilja stjórna heiminum frá veri sínu eins og t.d. RÚV - síðasta vígi kratismans á Íslandi. 

Reykjavíkurbréfið gerir kosningasigur Donalds Trumps að umræðuefni og alla þá umræðu sem átt hefur sér stað um meint og ómeint kosningasvindl hið vestra. Sér í lagi spurninguna um alla óskráða sem hálfskráða og skráða innflytjendur í Bandaríkjunum. Óhætt er að taka undir bréfritara með að hæpið sé að þrjár milljónir Bandaríkjamanna hafi kosið Hillary Clinton ólöglega en þar sem ekki er betra eftirlit með kosningunum verður það seint sannað. Hitt skal undir tekið að sú spekingahjörð sem klínir vitund sinni á almenning hefur fengið kratískan rasskell sem sjálfsagt ómar um geiminn til nálægustu stjörnukerfa. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar áður í Grikklandi og á undan á litla Íslandi, hefur þessi hjörð kratismans flengt hest sinn á spori eigins valdabrölts um allan heim. Arftakar Stalíns og Leníns og Heimssambands sósíalismans geta ekki skilið innblástur athafnafólks eða af hverju einstaklingar geti gert betur en hástígvélaðir tramparar "fræðikenningarinnar".

Einn samanburður á þessu fyrirbæri er 84 kynslóðin í Svíþjóð. Kynslóð sem ólst upp við það að hún þyrfti bara að fella nokkur tár til að fá það sem hana langaði í. Sú hjörð á erfitt með að skilja ef hún fær ekki það sem hún heimtar. Og séu talsmenn hennar ekki kjörnir, þá eru það kjósendur sem misst hafa vitið. Hjörð með sömu afstöðu ræður för ESB og heimsbankaelítunnar og er að sliga síðasta hestinn sem enn stendur uppi: skattgreiðendur.

Núna þegar burðarklár réttrúnaðarfjölmiðla og Kúbu norðursins liggur í valnum, smala þeir sem fallnir er af baki saman liði til að mótmæla þeim sem kusu Trump. Fárið á að dylja raunverulegar ástæður kosningasigurs Bandaríkjaforsetans en ein þeirra eru 45 milljónir Bandaríkjamanna sem háðir eru matarmiðum yfirvalda til komast í gegnum daginn.

Fjármálakreppan hefur leikið stóran hluta Bandaríkjamanna afskaplega hart og loforð Bandaríkjaforseta um að lækka skatta á fyrirtækjum, koma atvinnulífinu í gang aftur og byggja upp millistéttina að nýju dró til sín atkvæði demókrata í ríkum mæli. Demókrataflokkurinn fékk svipaða útreið í forsetakosningunum og flokksbræður þeirra Samfylkingin á Íslandi í síðustu tveimur Alþingiskosningum. 

Og ekki gerir það Donald Trump að Hitler, að Hitler var lýðræðislega kosinn til valda. Það eru ekki sömu forsendur í Bandaríkjunum og Þýzkalandi eða á meginlandi Evrópu.

Trump vill endurreisa gildi athafnafólksins um mátt einstaklingsins.

Jafngott mál og að núverandi bréfritari skrifar Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.

Sem er hið besta mál.

 


mbl.is Trump: „Gengur ljómandi vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er frétt RÚV um Donat Ivanovich Trolstoyevski?

Úr innsta búri rússnesku leyniþjónustunnar koma fagnaðarfréttir um vel unnin störf leyniþjónustumanna og þeim frábæra árangri að hafa tryggt sigur Donald Trumps sem forseta Bandaríkjanna. Rússneskir hakkarar hafa viðurkennt, að Pútín hafi sjálfur tekið þátt í að hakka Bandaríkjamenn og hafi tekist að breyta eldflaugasýningu til að fagna kjöri Trumps til að sýna orðið USR í stað USA.

Hefur RÚV ekki birt þessa frétt?

Sjón og heyrn er sögu ríkari

 


mbl.is Sakar fjölmiðla um óheiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tr(i)ump(h) fyrir Bandaríkjamenn

handonbible

 

 

 

 

 

 

 

 

Full ástæða að halda upp á daginn með Bandaríkjamönnum.

Donald Trump 45. forseti Bandaríkjanna færir völdin aftur í hendur fólksins.

Og hann sagði það líka beint í ræðu sinni, að völdin flyttust frá Washington til fólksins í landinu.

Power to the people.

Til hamingju Bandaríkjamenn!

PS. Hillary Clinton getur opnað tölvubréfasafn í ellinni.... 

Hillarystoneface


mbl.is Trump orðinn forseti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump stefnir fram á við - Reykjavík tilvalinn staður til samninga við Pútín

bigOriginalMitt í öllu njósnafárinu sem tapsárir Demókratar hafa þyrlað upp berast núna fréttir að leyniþjóusta Bandaríkjanna haldi áfram árásum sínum á lýðræðislega kjörinn forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Ísraelska blaðið Haaretz segir frá því, að Ísrael hafi verið varað við því að skiptast ekki á leynilegum upplýsingum við Hvíta húsið, þar sem Trump muni senda slíkar upplýsingar áfram til bæði Rússlands og Íraks. 

Fréttin kom upprunalega frá heimildum ísraelska blaðsins Yediot Ahronot. Rannsókanrblaðamaðurinn Ronen Bergman fékk upplýsingar af fundi bandarísku leyniþjónustunnar með ísrelskum kollegum, þar sem þeir bandarísku tjáðu þeim ísraelsku að Rússland væri búið að ná valdi yfir Trump. Ísraelsmenn hafa löngum skipst á leynilegum upplýsingum við Bandaríkjamenn en eiga núna að undanskilja upplýsingar til Hvíta hússins og stjórn öryggismála NSC sem lýtur undir ríkisstjórn Bandaríkjanna. Eiga Ísraelsmenn að bíða með að afhenda viðkvæmar upplýsingar þar til búið er að rannsaka, "hvort upplýsingarnar um áhrif Rússa á Trump eigi við rök að styðjast."

Tillaga um fund þjóðarleiðtoganna í Reykjavík er afskaplega góð og vonandi engin fantasía eins og Reuters segir. Slíkur fundur gæti minnkað spennuna aðallega í Austur-Evrópu, þar sem menn undirbúa sig hernaðarlega fyrir átök við Rússa í kjölfar hernáms Rússa á Krímskaga. Trump hefur einnig boðað slökun á stefnu Obama um hertar viðskiptaþvinganir og mun mörgum létta ef það yrði að veruleika.


mbl.is Trump vill funda með Pútín í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Donald Trump er þá pervers bandarískur gagnnjósnari eftir allt saman

skrattarbastMóðursýkisköstin í kringum kosningasigur Donald Trumps virðast takmarkalaus. Í s.k."gullsturtuskýrslu" kemur fram að verðandi forseti Bandaríkjanna hafi skemmt sér við að láta fólk pissa í rúmi sem Óbama Bandaríkjaforseti svaf eitt sinn í.

Skv. tölvubréfi á vefsíðunni 4Chan er því haldið fram, að meðlimur samfélagsmiðilsins hafi upprunalega birt brandara um Trump í nóvember á s.l. ári og síðan sent "fréttina" til Trumphatarans Rick Wilsons. Wilson hafi síðan sent "fréttina" áfram til CIA og þannig rataði hún í "leyniskýrslu" CIA um forsetakosningarnar. Á tístsíðu sinni kallar Rick Wilson sjálfan sig "óvin ríkisins". Wilson barðist sem hatrammur andstæðingur gegn Donald Trump í kosningabaráttunni. Hann er repúblikani og hefur lýst því yfir, að kjósendur Trumps séu "nýnazistar og fávitar með froskaeinkenni".

pol:acks mailed fanfictionNýtt tölvubréf á 4Chain lýsir tilurð "gullsturtunnar". Núna rignir tölvubréfum og tístum yfir Rick Wilson sem hefur ekki undan við að sverja málið af sér.

Gullsturtuskýrslan sýnir, hvernig hægt er að kaupa lygar og nota síðar sem "staðreyndir" til að ryðja óþægilegum en lýðræðislega kjörnum stjórnmálamönnum úr vegi. Sú aðferð var notuð með góðum árangri á Íslandi í Panamaskjölum RÚV.


mbl.is Tilurð „gullsturtu“-skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband