Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Leggja má niður Alþingi ef fylgja á ráðum Baudenbacher - staðfestir alræði ESB

davAllir nema þjóðin virðast vera mottó utanríkisnefndar sem nú fær hátt settan dómara til að tala fyrir orkupakka3.

Styrmir Gunnarsson segir það vera einsdæmi í sögu lýðveldisins "þegar íslenzka utanríkisráðuneytið kallar eftir hótunum erlendis frá." 

Athyglisverður samanburður Bauenbacher á Icesave og orkupakka 3 sýnir kjarna viðskiptanna við ESB í einni hendingu:

„Að bera Ices­a­ve-samn­ing­inn við þetta er að bera sam­an epli og app­el­sín­ur. Ices­a­ve var ákveðið lög­lega, ekki póli­tískt. Orkupakk­inn er póli­tísk­ur og ákvörðunin er ekki ákveðin í rétti.“

Þá vitum við það. Ef nú málið er ekki löglegt heldur pólitískt hver á þá að ráða? ESB reyndi á grófan hátt að hafa áhrif á niðurstöðu Icesave dómsins fyrirfram sem var einsdæmi en tapaði vegna lagalegrar stöðu Íslands. Varðandi orkupakka3 er það sá sterkari sem ræður fyrst engin eru lögin til að dæma eftir.

Baudenbacher hefur gefið Íslendingum enn frekari rök til að hafna pakkanum. Hér er á ferðinni dómari sem segir allt í lagi fyrir Íslendinga að kaupa pólitík og hafna lögum. Annars munu þeir hafa verra af.

Er þetta virkilega sterkasta vopnið sem pakkasinnar hafa uppá að bjóða?

 


mbl.is Skaðabótaskylda eintóm fantasía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkusamband ESB var stofnað 2015 en ekki á landnámstíma Ingólfs Arnarssonar

ingolfur_arnarson_250408

Orkupakkasinnar segja að ákveðið hafi verið með EES-samningnum að Ísland gangi með í Orkusamband ESB. EES-samningurinn var gerður 1994 en Orkusamband ESB var fyrst stofnað ár 2015. Þeir hefðu því alveg eins geta sagt að Ingólfur Arnarson hafi samþykkt að ganga með í Orkusamband ESB.

Því er einnig haldið fram að orkumarkaður ESB sé "frjáls" en hann er einna harðast stjórnmálalega lagstýrði "markaðurinn" í ESB. Verið er að gera aðildarríki ESB háð rafmagni framleiddu úr kolum og innfluttu gasi frá Rússlandi. Bannað er að framleiða rafmagn með kjarnorku t.d. í Þýzkalandi sem er ein hagkvæmasta leiðin í dag, þegar ekki er hægt að byggja sjálfbærar umhverfisvænar vatnsaflsvirkjanir eins og á Íslandi. Viðskiptaráð sinnir ESB-pólitík í stað frjálsrar verzlunar.

Fullyrðingin um að "samkeppnin gagni neytendum í lægra orkuverði" er lygi aldarinnar. Áður en Svíar gengu með í ESB voru þeir mjög samkeppnishæfir með rafmagnsverði langt undir verði annarra ríkja eins og t.d. Þýzkalands. Þjóðverjar bættu hins vegar samkeppnisstöðu sína með lækkuðu rafmagnsverði og selja rafmagn framleitt úr kolum á samkeppnishæfu verði miðað við græna orku. Þannig má segja að orkumarkaður ESB ræni peningum af löndum með sjálfbæra orku og niðurgreiði lönd með ósjálfbæra orku. Markaðurinn er fákeppnismarkaður nokkurra risafyrirtækja sem skipta öllu á milli sín. Án orkumarkaðar ESB hefðu Þjóðverjar enga möguleika á því að selja "óhreint" rafmagn til útlanda.

Ísland fer miklu verr út úr inngöngu í Orkusamband ESB en Svíþjóð við inngönguna í ESB, – ekki má keppa með ódýrri grænni orku við dýra kolaorku.

Grafið neðan sýnir rafmagnsverð til heimila í Svíþjóð og Þýzkalandi sem hlutfall af meðalarafmagnsverði 14 ríkja ESB 1995-2013.

dokument10


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkupakkasinnar harðsvíruðustu verjendur hins glataða ríkjasambands

tusk2Það hefur ekki verið falleg ásjón að sjá yfirgang kjörinna sem ókjörinna embættismanna við að troða orkupakka 3 ofaní landsmenn. Skv. utanríkissráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra er um norska innrás á Ísland að ræða. T.o.m innrás í Sjálfstæðisflokkinn, þannig að samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins er norsk en ekki íslensk. Segja þeir og trúa að meirihluti Íslendinga sem vilja ráða málum sínum sjálfir og halda ákvörðunarvaldi í orkumálum í höndum Íslands í stað ESB hafa þá afstöðu að vilja eyðileggja EES-samninginn vegna haturs á ESB. Skiptir engu máli hvort um fyrrverandi utanríkisráðherra Jón Baldvin eða flokksbróðir hans Sighvat Björgvinsson er að ræða, sem báðir eru eitulharðir forsvarsmenn EES-samningsins, - öllum er fleygt í pytt ESB-hatara. Mætti halda að orkupakkamönnum hafi verið byrlað eitur af Norðmönnum og þeim sé mál að tala eins og þetta gætu orðið þeirra síðustu orð. Þannig hljómar það líka þegar afleiðingarnar af því að fylgja reglum EES-samningsins og segja nei og fá undanþágu frá inngöngu í Orkusamband ESB eru ræddar. Aðeins umræður um heimsendi eru sambærilegar sbr. helvítiskenningar Donald Tusks.

Allir vita - líka orkupakkasinnar - að það eru helber ósannindi að halda því fram að ESB sé venjuleg "alþjóðastofnun" og bara sé að gera business as usual. Sambandið logar eins og Notre Dame og vatnsslöngur hvergi sjáanlegar til að slökkva eldinn. Fáir geta útskýrt þetta jafn trúverðuglega og Mervyn King sem skilur hvernig fjármálamarkaðir og peningaöflin virka. Íslenska ríkisstjórnin fer að sjálfsögðu ekki að hrófla við þeim rökum heldur mun segja eins og farþegarnir á lúxusfarrými Titanics: "hvaða eftirrétt eigum við að snæða á meðan skipið sekkur?"

Það er mikið veikleikamerki á málflutningi orkupakkasinna að ekki megi blanda viðsemjandanum - ESB í málið. Að gera það er heilbrigð skynsemi og hefur ekkert með hatur að gera.

Er einhver kominn í rökþrot?


mbl.is Vissu að evrusvæðið myndi leiða til efnahagserfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknir Koopmans: "Engu vestrænu ríki hefur heppnast að aðlaga múslími í samfélagið"

Skv. norska Document sýna rannsóknir hollenska prófessorsins Ruud Koopmans við Félagsvísindastofnun Humboldt Háskólans í Berlín að engu vestrænu ríki hefur tekist að aðlaga múslími að samfélaginu. Koopman hefur starfað við rannsóknir á aðlögun og innlimun múslíma í Evrópu og hefur komist að þessarri niðurstöðu. Íslam samrýmist ekki lýðræði og vestrænum samfélögum að mati Koopmans.

Danska Berlingske spyr prófessorinn hvort hann geti ekki samt sagt einhverja "sólskinssögu" en svarið er nei. Niðurstaða Koopmans er skýr, það er skilyrðislaust erfiðara að aðlaga múslími en aðra hópa innflytjenda á Vesturlöndum.

Þegar ár 2013 birti Koopman skýrslu sem sýnir að tveir þriðjuhlutar múslíma sem svöruðu spurningum sögðu að trúarlög væru æðri lögum þess ríkis sem þeir ættu heima í.Koopmans2 Rannsóknin sýnir einnig að næstum 60% þáttakenda vilja ekki vera vinir samkynhneigðra og 45% hafa sömu afstöðu til Gyðinga. Þetta sýnir segir Koopman að afstaðan byggist á íslamískum fundamentalisma og mælir gegn fullyrðingum um að róttækur íslamismi sé einungis lítið vandamál í Evrópu.

Koopmans

Íslam er vandamálið

Með því að rannsaka öll 47 múslímsk ríki veraldar á grunni mannréttinda, félagsþróunar, efnahags og stjórnmála sá Koopman skýrt mynstur. Þetta eru ríki sem einangra sig frá umheiminum og eigi lítil samskipti við aðra utan við eigin trú. Niðurstaðan verður sú sama ef tekið er tillit til félagslegra þátta, t.d. er staða konunnar takmörkuð í samfélaginu og í mörgum dæmum tekur hún ekki þátt í atvinnulífinu. Há fæðingartíðni barna og lág menntun eru önnur einkenni. 

Trúin fylgir innflytjendunum og hverfur ekki með því að skipt sé um jörð undir fótum. Koopman sér þróun í Evrópu sem líkist sífellt meira því sem gildir um múslímsk ríki.

Koopman segir að bókstafstrú Kóransins hindri aðlögun múslíma í vestrænum ríkjum. Hann teygir sig svo langt að segja að bókstafstrúin ógni heimsfriðinum. Koopman telur að um 40-45% múslíma í Evrópu séu trúarlegir fundamentalistar. 


Grínmynd sænska sjónvarpsins um íslamska vígamenn vekur illsku: "Við múslímir munum taka yfir Svíþjóð"

Miklar umræður eru í Svíþjóð um sænska íslamska vígamenn, sem núna sverja af sér alla þáttöku í hryðjuverkum og fjöldamorðum og vilja komast aftur til Svíþjóðar. Lögin mæla svo fyrir að ef sænskur ríkisborgari bankar á dyr sænsks sendiráðs, þá er það skylda sendiráðsins að sjá viðkomandi fyrir ferð til Svíþjóðar, þar sem velferðarréttindi bíða.

Mikill ágreiningur er um málið en engin ný lög verða sett fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta ársins sem banna þáttöku í hryðjuverkasamtökum eða fjárstuðning við slíkan ófögnuð. Sem þá er orðið allt of seint.

Sænska sjónvarpið sendir grínþátt á föstudagskvöldum "Sænskar fréttir" og s.l. föstudag var gert grín að "ÍS-ferðamönnum" sem farið hafa m.a. frá Angered í Gautaborg til Sýrlands til að berjast fyrir íslamska ríkið en vilja núna koma til baka. 

Innslagið skapaði illsku hjá róttækum múslímum sem jusu úr skálum "réttrúaðs íslams" í athugasemdum á samfélagsmiðlum og þurfti sjónvarpið að loka athugasemdakerfum alla vega Instagram sem er ekkert skrýtið miðað við tóninn sem voru 99,99% ókvæðisorð og morðhótanir. 


Fyrst Icesave, síðan Panama, nú þetta: ESB-snara um háls lýðveldisins Íslands

200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svgSvo virðist sem ríkisstjórnin ætli að taka endanlegt skref og afnema stjórnarskrá Íslands í verki með eftirliti ESB á lagatillögum Alþingis. Fær ESB með nýrri tilkynningaskyldu EES-ríkja möguleika á að stöðva lög og senda tilbaka sem ekki henta lagabálkum sambandsins.

Þetta er snara um háls þjóðarinnar og innlimun undir valdakrumlur ESB. Viljinn skrifar: "Gangi breytingarnar eftir mun framkvæmdastjórn ESB eða Eftirlitsstofnun EFTA hafa vald til að stöðva slíkar ákvarðanir stjórnvalda (Alþingis, ríkisstjórnar, sveitarstjórna) í EFTA-löndunum. Framkvæmdastjórn ESB getur þá einnig stöðvað ákvarðanir þjóðkjörinna fulltrúa ef það telur að ákvörðunin sé ekki réttlætanleg eða nauðsynleg á grundvelli almannahagsmuna." 

Nú ætti framhaldssaga Icesave að fara að renna upp fyrir mönnum, þriðji kaflinn hafinn í baráttunni um að koma völdum á Íslandi í hendur ESB. Þetta áhlaup er undanfari yfirtöku landsins ef til styrjaldar kemur. Með yfirráðum landsins tryggir ESB sér mikilvæga stöðu á Norðurslóðum. Auðlindir Íslands fylgja sjálfkrafa með beinni stjórnsýslu lýðveldisins. 

Samþykki Alþingi lög um þessa málsmeðferð og forseti staðfestir verður það ekki gert nema í trássi við skilmála stjórnarskrárinnar um að breytingar á stjórnarskrá eigi að gera á tveimur kjörtímabilum með alþingiskosningum á milli. Hvernig ríkisstjórnin og forsetinn ætla sér að sniðganga stjórnarskrána á eftir að koma í ljós en varla verður slíkt gert án þess að vekja reiði og jafnvel uppreisn lýðræðiselskandi Íslendinga.

Er ríkisstjórnin að hleypa öllu í bál og brand? 

Hér er linkur á mótmæli samtaka og einstaklinga 14. janúar s.l. "Stöðvum tilkynningarskyldu við ESB - sveitarstjórnir þarfnast lýðræðis til að vernda hagsmuni íbúanna!"


Ókrýndur herforingi glóbalista ógnar heimsfriðinum

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO hefur fullkomlega rétt fyrir sér í viðvörun til ESB um stofnun ESB-hersins. Slíkur her þjónar ekki vörnum ríkja á meginlandinu heldur einu stórveldi sem getur dregið heiminn út í stríð eina ferðina enn. Að sniðganga Bandaríkin er ögrun við söguna og þungar fórnir Bandaríkjamanna í fyrri stríðum Evrópu. Án Bandaríkjanna hefði þýzka morðmaskínan ekki verið stöðvuð. NATO hefur tryggt friðinn í Evrópu, hvorki Þýzkaland né Frakkland né ESB hafa gert það, þótt ESB reyna að stela afrekum Bandamanna.

Soros-FT-640x480Núna blæs ókrýndur herforingi bláa stjörnufánans, marxíski auðkýfingurinn George Soros til stríðs gegn fullveldissinnum hvar sem er í heiminum (blessuð sé minning Jóns Sigurðssonar). Í nýrri grein skrifar Soros, að ESB standi frammi fyrir allsherjarhruni nema að stuðningsmenn ESB "vakni úr svefni." Segir Soros valdhafa í heiminum þurfa að skilja að stjórnmál snúist ekki lengur um verkafólk gegn kapítalistum heldur með eða á móti ESB og glóbalismanum. Soros hótar með "martröð aldarinnar" ef glóbalistar tapi í kosningum til ESB-þingsins í maí n.k. Donald Tusk einn af forsetum ESB segir þá sem ekki vilja vera með í ESB eiga heima í helvíti. 

Lýðræðið eins og við þekkjum það er undir árás. Evrópuher Soros&Co á að nota gegn ríkjum Evrópu sem ekki fylgja ESB að málum. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið í kappi við klukkuna. Hinn frjálsi heimur hefur sem fyrr bandamann í Bandaríkjamönnum og NATO.


mbl.is Varar við Evrópuhernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert lát á sprengju - og skotárásum í Svíþjóð

affeMorgunblaðið og útvarp Saga eru helstu miðlar sem segja frá ofbeldisvandamálum Svíþjóðar. Aðrir miðlar eru meira eða minna fréttastofur vinstri manna sem afneita vandamálunum.

Á sama tíma og leynilögregla Svíþjóðar SÄPO skilgreinir stærstu ógn Svíþjóðar vera íslamska vígamenn skilgreina vinstri menn undir forystu Stefan Löfvens stærstu ógnina vera "nazista" Svíþjóðardemókrata. Kratar setja sama sem merki milli eigin flokks og Svíþjóðar. Það er rétt hjá þeim að óttast Svíþjóðademókrata sem stærsta stjórnmálaandstæðinginn, flest atkvæði Svíþjóðademókrata eru fyrrum sósíaldemókratísk á flótta frá þeim flokki sem hefur hleypt ofbeldinu inn á gafl friðsamra Svía.

Anders Thornberg ríkislögreglustjóri Svíþjóðar sér ekkert lát í bráð á öllum manndrápunum: "Það eru 10 - 15 aðrir einstaklingar reiðubúnir til að fylla skarð þess sem fellur og við sjáum engin merki þess að ofbeldinu linni neitt í bráð". Í fyrra voru 44 drepnir með byssukúlum. Í ár verða þeir örugglega fleiri. Landamæralögreglan er svo fáliðuð að þeir geta ekki stöðvað straum manna frá Uzbekistan en þaðan kom maðurinn sem drap fólk á Drottningargötu í miðbæ Stokkhólms. "Það eina sem við getum gert er að segja Hæ verið velkomnir". Leynilögreglan telur að um 2000 slíkir komi árlega til landsins.

Í Svíþjóð ríkir hættustig 3 á 5-stiga skala. Það þýðir að hryðjuverkaárás getur orðið hvenær sem er. Ofan á þetta bætast allar hryllilegar nauðganir sem sett hafa Svíþjóð í næstversta sæti nauðgunarþjóða í heiminum í fjöldamörg ár. Skrár yfir kærðar fullkomnar nauðganir sýna að þeim hefur fjölgað eittþúsundsexhundraðsextíuogsex prósent (1.666%) frá 1975. Fjórfaldast á síðustu 14 árum. Svalastúlkurnar eru að komast aftur í tízku (konur sem "detta" af svölum húsa).

Mannréttindabaráttukonan Sara Mohammad gagnrýnir stjórnvöld fyrir að dæla skattfé í samtök bókstafstrúandi salafista í Svíþjóð: "Sharíalögreglu mun fjölga". Ekkert sést til s.k. femínista í baráttunni gegn "heiðurs"ofbeldi gegn konum í Svíþjóð. Þær eru eins og á Íslandi sjálfuppteknar af gerivörtum og öðru menningarlegu rastafargani. SádiArabar dæla tugum, - hundruðum milljónum króna í sænska sérskóla sem næra vaxandi fótfestu öfgaíslamismans í Svíþjóð. M.a. til Al-Risalah stofnunarinnar í Örebro sem rekur múslímskan grunnskóla á staðnum og á moskur á Íslandi og í Noregi að sögn sænska Dagblaðsins.

Og sprengjurnar springa og kúlurnar hvína, - í þessarri viku í bænum Värnamo í S-Svíþjóð. Eigið góðan dag.


mbl.is Einn lést í skothríð í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár sprengjuárásir á sólarhring - á meðan reyna stjórnmálamenn að útiloka áhrif Svíþjóðardemókrata

polisS.l. sólarhring voru þrjár sprengjuárásir á Skáni og skotbardagar milli bíla í Jönköping í Svíþjóð. Mesta mildi að enginn var drepinn. 

Núna standa yfir réttarhöld gegn 6 mönnum frá Uzbekistan og Kirgistan sem voru að undirbúa slátrun Svía á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi, Mall of Scandinavian og fjölmennum gatnamótum í miðborg Stokkhólms. Sprengiefni sem lögreglan hefur tekið dugar í fleiri hryðjuverkaárásir þar sem hægt er að myrða hundruði ef ekki þúsundir saklausra borgara. Virðist bara tímaspursmál, hvenær næsta hryðjuverk verði framið.

Skotbardagar og hryllings nauðganir eru hversdagsmatur í Svíþjóð. Lögreglan segir fólki sem kvartar að tala við stjórnmálamenn. En þeir eru uppteknir við að finna leiðir til að útiloka áhrif um 20% sænskra kjósenda á þinginu eftir kosningarnar. Verið er að ræða aukakosningar 7. apríl n.k. 

Rithöfundurinn Katarina Janouch lýsir skoðun sinni á sænska ástandinu:

„Svíþjóð er sprengt sundur, brennt og eyðilagt, fólk er rænt á heimilum sínum, börnum er nauðgað, dýr eru pyntuð, heilsugæslan og lögreglan eru á hnjánum, eldra fólk er húsnæðislaust og sveltur EN ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER AÐ SVÍÞJÓÐARDEMÓKRATAR FÁI ENGIN ÁHRIF. Það mikilvægasta er að einangra þriðja stærsta stjórnmálaflokk landsins sem var kosinn af um 1, 1 milljónum kjósenda og hóf umræðuna um öll þau vandamálin sem ábyrgðarlaus innflytjendastefna hefur skapað. ÞRÁTT FYRIR AÐ HEFÐBUNDNU FLOKKARNIR HAFA ÞEGAR TEKIÐ UPP MIKIРAF PÓLITÍK SVÍÞJÓÐARDEMÓKRATA.....“

„Ef Svíþjóðardemókratar hefðu fengið að ráða einhverju, þá hefðum við kannski komist hjá hryðjuverkaárásinni á Drottningargötunni, vegna þess að Akilov hefði aldrei haft tækifæri á að fela sig í Svíþjóð og honum vísað úr landi eins og átti að gera. Þá hefðu Ebba og annað saklaust fólk lifað. Sennilega væru færri nauðganir innflytjenda með þá menningu, að konur séu einskis virði. Þá væri ekki mörgum stúlkubörnum nauðgað af fullorðnum karlmönnum. Ef til vill hefði Helga 89 ára gömul ekki verið myrt í sorpgeymslu í Norsjö af „einsömum“ Afghana sem vantaði peninga. Við hefðum þá líka lifað hamingjusöm án bænakalla og fjölgun dýrindis moska fjármögnuð af arabískum einræðisríkjum. Við hefðum líklega borgað 49 milljarða skr. minna árlega í skatt sem að hluta til fara í að greiða fyrir hryðjuverk og hommahatur í Afríku og Miðausturlöndum. Okkur hefði verið hlíft við blæðingarlistaverkum og kamelbúum. Í staðinn hefðum við haft ráð að gefa öldruðum mat og húsnæði og síðustu æviárin í virðingu og skólarnir okkar hefðu ekki þurft að líta út eins og stríðsvöllur, þar sem kennurum er nauðgað og nemendur hnífstungnir til dauða.“

Engu við þetta að bæta en spyrja má, hvort 101-elítan vilji afrita þetta fyrir Ísland? 


mbl.is Mögulega kosið á ný í Svíþjóð á páskadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að kalla fullveldisskerðingu "frjáls" viðskipti?

Tvíhliða samningar við frjálst ríki eins Bandaríkin krefjast engrar fullveldisskerðingar samningsaðila eins og ESB gerir kröfur um.

Viðskipti við Bandaríkin og Bretland eftir útgöngu úr ESB eru samningar frjálsrar verzlunar eins og Íslandingar stunduðu áður en heimsveldishlaupabóla spægipylsunnar sprakk framan í aðildarríki Evrópusambandsins.

Bandaríkjamenn virða lýðræðið. ESB traðkar á minni þjóðum. ESB er orðið skrímsli meginlandsins vegna ólýðræðislegra vinnubragða. Með ákvörðun um eigin her er búið að endurvekja Varsjárbandalagið sem búast má við að fari á ný að berja á óþekktarormum eins og Ungverjalandi og Póllandi.

scsascaes-63-1"Bakveikur" forseti ESB er settur í hjólastól fyrir framan blaðaljósmyndara til að fela alkóhólistann. Rétt svona eins og að "sauðheimskur" almúginn sé ekki fyrir löngu síðan búinn að sjá nekt keisarans. Framkvæmdarstjórn ESB sóar skattfé almennings í spillingu og óhófslíf í glóbalbraggastíl með stjarnfræðilegri eyðslu. M.a. í einkaþotuferðir út um allt samtímis sem venjulegum borgurum er refsað fyrir að nota almennar flugsamgöngur. Daniel Hannan segir eurofílana ryksuga skattfé almennings og dæla til þeirra sem eru svo heppnir að vera hluti ESB-hirðarinnar eins og franska aristókratían með kóngagjöldum fyrir 1789. 

Engan þarf að undra að meirihluti íbúanna treystir ekki ESB, 40% segjast gera það en 48% ekki og fjölgar þeim síðarnefndu stöðugt.

Þakkir til Bandaríkjastjórnar sem hætt er að bjóða sendiherra ESB í Washington, David O´Sullivan, í "high profile" samkundur við mikla spælingu ESB-hirðarinnar.

Hvenær setja lýðræðiskjörnir embættismenn okkar niður fótinn gegn kerfisræði ESB á Íslandi? Er sjálfstæðisstefnan bara fagurgali á tyllidögum?


mbl.is Guðlaugur Þór og Pompeo funduðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband