Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Skrái mig á blog.is

Ég hef prófað aðeins að skrifa hér á blog.is undir fullveldi.blog.is um tíma. 

Tek nú skrefið að opna eigið blog hér.

Ég mun mest skrifa um Evrópumál, alþjóðamál og málefni Íslands. Sem Íslending er mér ekki sama, hvað verður um landið okkar. Miklir óvissutímar eru framundan og það skiptir máli, að þjóðin sameinist um stefnu sína og varðveiti lýðræði og sjálfstæði sitt.

Ég er andstæðingur núverandi ríkisstjórnar, sem dag og nótt, leynt og ljóst er að véla valdið úr höndum landsmanna og koma því í hendur búrókrata í Brussel. Þar vilja menn komast yfir auðlindir landsins sérstaklega gjöful fiskimið Íslendinga.

Þessi svik við almenning grundvallast á alþjóðlegu samstarfi krata og vinstrimanna, sem telja, að almenningi sé aðeins borgið í þeirra höndum í nýju heimsveldi ESB. Barroso og félagar hans í framkvæmdastjórn ESB vinna eins og flokkssystkini þeirra á Íslandi í nánu bandalagi við spillt fjármálaöfl og eru að afnema sjálfsákvörðunarrétt þjóða og færa völdin yfir í eigin hendur í Brussel. Evran, sem ekki er sprottin úr efnahagslegu samstarfi, heldur er stjórnmálaákvörðun, er nú notuð sem svipa til að knýja þróun evruríkja til alríkis Evrópusambandsins. Við Íslendingar höfðum gæfu til að hafna Icesave en evrulöndin eru nú að taka á sig byrðar "Eurosave", þar sem ógrynni fjár skattgreiðenda er flutt til banka og fjármálafyrirtækja. 

Þessi þróun er orðin mjög háskaleg og þegar byrjuð að kosta mannslíf í suðlægari hluta álfunnar.

Íslendingar þurfa hið allra fyrsta að losa sig við valdagráðuga og spillta embættismenn og kjósa sér heiðarlega fulltrúa, sem skilja að hlutverk þeirra er að framfylgja stjórnarskrá og lögum og vinna fyrir hagsmuni landsmanna.

Ísland hefur tækifæri til sjálfstæðisstefnu til framtíðar, sem gerir þjóðina óháða valda- og stórveldabrölti umheimsins. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi eyðilagt mörg tækifærin munu nýjir möguleikar birtast og með réttri stjórn og nýjum leiðtogum mun þjóðinni takast að rífa sig upp úr lægðinni.

Ég er núna að læra á blogkerfið og bið lesendur velvirðingar ef allt virkar ekki fullkomlega á meðan ég er að ná tökum á þessu.

Gústaf Adolf Skúlason 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband