Það er langt í frá að búið sé að stöðva þjóðhyggjuna sagði Soros og ásakaði m.a. þjóðstjórn Indlands fyrir að ógna lífi milljóna múslíma. Leiðtogar Bandaríkjanna og Kína fengu einnig slettur úr sleif Soros:
Þegar draumur hans (Donald Trumps) um að verða forseti varð að raunveruleika, fékk sjálfselska hans sjúklegar víddir. Hann hefur farið yfir lagaleg mörk forsetaembættisins og hefur þess vegna verið dreginn fyrir ríksrétt.
Soros lýsti forseta Kína Xi Jinping sem hættulegasta óvini heimsins:
Þar sem Xi er hættulegasti óvinur opins samfélags, þá verðum við að binda vonir okkar við kínverska fólkið og þá sérstaklega þá viðskiptaaðila og stjórnmálaelítu sem vilja viðhalda hefðum Confucius. Það þýðir ekki að við sem trúum á opið samfélag eigum að halda höndum að okkur. Raunveruleikinn er sá, að við eigum í köldu stríð sem hætta er á að verði heitt.
Síðan sagði Soros: Ef Xi og Trump væru ekki við völd væri möguleiki til að þróa dýpra samstarf á milli risaþjóðanna beggja.
Graham Dockery blaðamaður hjá RT skrifar, að Soros sem er 89 ára gamall, geri hinstu tilraun til að útrýma þjóðhyggju og innleiða glóbalismann í heiminum áður en hann deyr en síðan muni stríð hans halda áfram handan grafarinnar:
Sjálfsagt verða andstæðingar hans vonsviknir sem vonast til að hjartans mál hans fari með honum í gröfina. En burtséð frá þeirri læknismeðhöndlun sem George Soros fær og við hin dauðlegu getum bara ímyndað okkur, þá mun hann sennilega ná að deyja áður en þjóðríkið leysist upp í landamæralausri blöndu hans.