Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Jöklarnir sagðir horfnir 2020 standa enn
12.1.2020 | 08:46
Náttúran tekur ekkert mark á loftslagsmönnum sem boða hlýnun af mannavöldum og heimsendi 2030.
Nýlegt dæmi er frá Glacier National Park í Montana sem nær inn í Kanada. Skilti sögðu að jöklar þjóðgarðsins myndu hverfa fyrir 2020. Voru þau sett upp í tíð ríkisstjórnar Obama Bandaríkjaforseta og grundvölluðust á útreikningum US Geological Survey um hlýnunarspádóma þess tíma. Jöklarnir eru hins vegar enn á sínum stað og brosa í öllu sínu skarti að ferðamönnum sem skilja ekki af hverju þeir standa enn.
Vissulega "leiðrétti" USGS rangfærsluna 2017 en þjóðgarðurinn átti ekki fé til að skipta um skilti fyrr en núna.
Við eigum eflaust eftir að fá fleiri svona dæmi sem sýna hversu langt frá raunveruleikanum loftslagsspámenn eru. Margir muna eftir fv. varaforseta Bandaríkjanna Al Gore og heimsendaferðum hans víða um heim til að spá endalokum mannkyns vegna manngerðrar hlýnunar.
Er engu líkar en öfundssjúkir, tapsárir viðskiptaaðilar sem ekki komust í olíubransann hafi safnað liði grænna lofthænsna sem leggist gegn jarðefnaorku af sama offorsi og lagst er gegn reykingum og þeim sem reykja.
Við erum öll börn náttúrunnar og breytir engu þótt nokkur þeirra skæli til að fá eftirtekt hinna.
Jöklar eru fínir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Samgöngur Reykjavíkur hannaðar af trúðum undir eftirliti frá öpum"
11.1.2020 | 12:17
Tilvitnun í bréf starfsmanns Boeing verksmiðjanna þar sem hönnun Max-flugvélanna er lýst, gæti því miður alveg eins átt við um hönnun samgangna á Reykjavíkursvæðinu og kyrkingartak Samfylkingarinnar á venjulegum Reykvíkingum.
Í þau skipti sem ég heimsæki borgina er gamli miðbærinn ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri glansdaga og greinilegt að borgarstjórnin hatar vélknúin ökutæki og er á mála hjá byggingarherrum sem hafa stolið útsýni yfir höfnina til að selja ímynduðum Hollýwoodstjörnum og öðrum "ríkum".
Þótt Reykjavík verði kannski ekki tekin af listanum á meðan fætur bera fólk og leyfilegt er að nota ákvæði lögreglusamþykktar Reykavíkur um að vera á hestbaki, þá er full ástæða fyrir kjósendur í Reykjavík að setja stjórnmálalegt farbann á Samfylkinguna í næstu borgarstjórnarkosningum.
Byrja síðan á því að skrúfa fyrir endalaust sukk og fjársóun borgarinnar í gleðivini borgarstjórans, borgarlínu og stokka og ná svo tökum á þessu oki sem Samfylkingin hefur mokað á herðar komandi kynslóða og hefja endurreisn borgarinnar.
Bíll er farartæki sem á rétt á sér og þarf að vera með í skipulagi samgangna. Flytja má Ráðhús Reykjavíkur upp á Hólmsheiði á meðan núverandi borgarstjórn situr áfram. Það er alla vega hugmynd góðs vinar sem hér með er komið á framfæri.
Þotan hönnuð af trúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Undirlægjuháttur ríkisstjórnarinnar hættulegur Íslandi
10.1.2020 | 07:38
Hallur Hallsson blaðamaður og rithöfundur var í viðtali í gær hjá útvarpi Sögu og ræddi þar við Pétur Gunnlaugsson um utanríkismál Íslendinga en Hallur lýsti utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar á eftirfarandi hátt:
Við sjáum niðurlægingu Alþingis, það er búið að framselja fullveldið úr landi, utanríkisstefnan ógnar auðlindum okkar, hún er ógn við orkuauðlindir okkar og fiskimiðin, ef við ætlum að fara þarna inn í Evrópusambandið þá verðum við að afhenda auðlindir okkar eins og tíðkaðist hér áður um margar aldir, þegar erlendir fiskimenn voru að veiða allt í kringum Ísland, þetta er galin stefna og stefnir einnig nágrannaríkjum okkar, Grænlandi og Færeyjum í hættu, því með því að afhenda auðlindir okkar þá er kominn fleygur á milli þessara nágrannaþjóða,"
Undir þessi orð Halls Hallssonar skal tekið og sérstaklega undirstrikuð orð hans um fleyg á milli okkar og nágrannaþjóðanna á Atlantshafi vegna sleikjuskapar ríkisstjórnarinnar við ESB.
Fyrir nokkur klöpp á öxlina, fáein "high level" embætti við hlið Sádí og annarra aftökusveita kvennréttinda ásamt þáttöku í fundum um eigið ágæti umfram aðra jarðabúa, loftslagsmál og réttlæti sósíalismans eru bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra í vasa Germaníu sem leynt og ljóst vinnur gegn Bandaríkjunum í heiminum sbr. rússneska gasleiðslu til Þýzkalands.
Eina utanríkisstefnan er í praktíkinni undirlægjuháttur við ESB.
Vonandi verða alþingiskosningar sem fyrst svo þjóðin geti kosið embættismenn sem láta sig hag þjóðarinnar varða í stað útsölufólksins sem fjandskapast við eigin landsmenn í nafni Katrínar Jakobsdóttur. Kórónan á verkið er svo að segja að Íslendingar eigi að fylgja í fótspor Svía í innflytjendamálum en þar er velferðarkerfið á barmi hruns vegna óreiðu, spillingar, ofbeldis og almenns eftirlitsleysis. Ef fram heldur sem horfir verður Svíþjóð að Líbanon Norðursins.
Sósíalisminn setur hvað sem er í rúst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blessuð sé minning þín
8.1.2020 | 06:41
Fráfall Jóns Vals Jenssonar bar skyndilega að, við vorum í sambandi hér á blogginu fyrir jólin.
Ég kynntist Jóni í sambandi við þjóðarvakninguna í Icesave. Ég kom í ferð til landsins með tvo góða Englendinga Donald Martin og Anthony Miller sem báðu Íslendinga afsökunar á framferði ríkisstjórnar Gordon Browns sem klassaði íslensk yfirvöld á par við hryðjuverkasamtök Al Qaida. Með okkur Jóni tókst góð vinátta alla tíð síðan.
Jón var á margan hátt sérstakur persónuleiki, drengur góður sem alltaf var reiðubúinn að aðstoða aðra og hjálpa til. Kristin trú hans var sterkur drifkraftur og elja hans slík að stundum virtist hann svo afkastamikill að a.m.k. tíu aðra venjulega hefði þurft til svo ná mætti sama árangri.
Hugsjónir og sterk trú á það góða í manninum leiddu Jón Val áfram veginn í stjórnmálaumræðum og vinskap við aðra. Það verður visst tómarúm í bloggum og á samfélagsmiðlum við fráfall Jóns.
Blessuð sé minnig þín. Guð geymi þig um aldur og eilífð.
Gústaf Adolf Skúlason
Andlát: Jón Valur Jensson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fylgið hrynur - Jafnaðarmenn í Svíþjóð með 21% - Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6% - hvað botnar fallið?
3.1.2020 | 08:45
Í nýrri könnun Aftonbladets í Svíþjóð telja lesendur blaðsins formann Sósíaldemókrata og forsætisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven þriðja versta ráðherrann af 23 ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Í annarri könnun mælast Sósíaldemókratar í Svíþjóð með rúm 21% fylgi en Svíþjóðardemókratar nálgast 30%. Í könnun Maskínu fyrir jól mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6% en fær 22,7% í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup.
Þótt ekki séu yfirlýst stefnumál sænskra jafnaðarmanna og íslenskra Sjálfstæðismanna þau sömu, þá hefur vægi þessarra tveggja flokka í þjóðmálum fylgst töluvert að kringum 40% í mörg ár. Löng seta á valdastólum hefur ruglað menn í ríminu, í Svíþjóð setja jafnaðarmenn sama sem merki milli flokksins og ríkisins og á Íslandi hafa Sjálfstæðismenn týnt fullveldinu og aðlagað stefnu sína Vinstri Grænum til að komast hjá fráhvarfseinkennum í stjórnarandstöðu.
Fylgishrunið er píslarganga nútímans fyrir þessa flokka og henni mun ekki linna fyrr en flokksmenn ná tökum á uppruna sínum og stefnu. Enginn byr í seglin í sjónmáli hvorki með Bjarna Benediktsson formann á Íslandi né Stefan Löfven í Svíþjóð.
Spurningin er hvar botninn er, ef ekki suður í Borgarfirði þá undir 17% eða jafnvel 12%?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sá eini með fullorðna skoðun í loftslagsmálum Kryddsíldarinnar
2.1.2020 | 13:46
Athyglisvert var að hlýða á umræður formanna stjórnmálaflokkanna í Kryddsíld 2019 um loftslagsmál. Sá eini sem sýndi fullorðna afstöðu í umræðunni var formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Benti hann á hið augljósa að það á að vera hlutverk þeirra fullorðnu að hafa vit fyrir börnum í stað þess að hræða úr þeim líftóruna með boð um heimsendi:
"Ég ætla ekki að taka að mér að gagnrýna börn og auðvitað er mjög jákvætt ef börn taka þátt í samfélagsmálum og ég óska þeim til hamingju með þessi verðlaun. En það er fullt tilefni til þess að gagnrýna fullorðna hins vegar, fyrir þessa stöðu sem er uppi núna varðandi þessi mál, því að það á ekki að telja börnunum trú um það að heimurinn sé að farast. Það er ekki hlutverk barna að fræða fullorðna og bjarga þeim heldur öfugt. - Fullorðnir eiga að fræða börn og vernda þau.
Og það hvernig menn hafa verið að taka á þessum loftslagsmálum og búa til þennan skelfingarótta eins og við heyrðum hérna í viðtalinu áðan. Það er beinlínis talað um loftslagskvíða núna og mörg börn sem einfaldlega óttast það að heimurinn sé að farast. Þetta er ekki gott."
Sigmundur Davíð gagnrýndi viðbrögð við vandanum sem einkenndust af sýndarmennsku frekar en aðgerðum sem gætu virkað. T.d. væru vindmyllur ekki rétt lausn, því gríðarlegt magn af stáli til framleiðslu þeirra væri framleitt í Kína með raforku úr kolum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri-Grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sáu hins vegar ekki út úr augum af sjálfsánægju með loftslagstilþrif ríkisstjórnarinnar hjá Norrænu ráðherranefndinni. Íslendingar eiga eftir að finna fyrir því m.a. í nýjum "grænum" sköttum.
Greta Thunberg sænska, sem er í stafni baráttu ungmenna gegn ímynduðum heimsendi, á ekki upp á pallborðið hjá öllum t.d. segir rokksöngvarinn Meat Loaf í viðtali við Daily Mail að Gréta sé heilaþvegin: "Ég vorkenni Grétu. Hún er heilaþvegin og trúir á ofhlýnun jarðar þótt slíkt sé ekki til staðar. Hún hefur ekki gert neitt rangt en er tilneydd að hugsa að það sem hún segi sé rétt."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Far í friði gamla tíð velkomið vertu nýja ár 2020!
30.12.2019 | 21:57
Ég þakka öllum samfylgdina 2019 og kveð árið með virktum.
Óska öllum gleðilegs og farsæls komandi árs 2020.
Konungsfjölskylda Svíþjóðar slegin óhug vegna glæpafaraldursins í Svíþjóð
26.12.2019 | 12:06
Í árlegri jólaræðu sinni á jóladag tók Carl XVI Gustaf Svíakonungur upp ofbeldisöldu glæpagengja í Svíþjóð: Við sjáum hvernig glæpir af ýmsu tagi skapa öryggisleysi í samfélagi voru. Sprengjur og skotárásir vekja óhug meðal almennings - óhug einnig hjá mér og fjölskyldu minni.
Síðar í ræðunni sagði konungur: Ég vil einnig tala um börn og unglinga Svíþjóðar og alla þá sem starfa með þeim. Ég er fullviss um að sérhver manneskja þarf að sjást. Verður ekki af því, þá bregst viðkomandi ef til vill við því með því að gera allt sem hægt er til að sjást í staðinn. Það er eins og Hjalmar Söderberg kemst að orði í Doktor Glas: ´Maðurinn vill vera elskaður, í skorti á ást fá aðdáun, í skorti á aðdáun geta vakið hræðslu, í skorti á hræðslu geta vera hataður og fyrirlitinn. Maðurinn vill gefa manneskunni einhvers konar tilfinningar. Sálinni hryllir við tómarúminu.´
Einmitt þess vegna er það svo þýðingarmikið að þeir séu til sem vinna að því að byggja yfir ´tómarúmið´. Ég hugsa til allra ykkar kennara og æskulýðsleiðtoga sem hjálpið börnum og unglingum að finna sér stað í tilverunni - að trúa á sjálfan sig og hæfileika sína. Störf ykkar eru afgerandi fyrir framtíð Svíþjóðar.
Konungur þakkaði lögreglunni, tollinum, embættismönnum réttarfarskerfisins og hermönnum fyrir störf þeirra ásamt öllum þeim sem vinna yfir jólin: Þetta fólk vinnur hart til að tryggja líf og öryggi annarra. Skyldurækni þeirra er ómetanlegur sjóður fyrir vort land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólakveðja frá Svíþjóð
23.12.2019 | 10:25
Hart er sótt að lýðræðinu víðast hvar í heiminum um þessar mundir. Engu er líkar en netrisar heimsins með einokun á stafrænni upplýsingatækni séu Heródus nútímans. Eyða opinberum Internetsíðum með "röngum skoðunum" líkt og þær væru sveinbörn sem þarf að myrða til að stöðva komu frelsarans
Áróðurssmiðjur þeirra sem ekki unna lýðræðislegum niðurstöðum - hvorki í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópuríkjum né á Íslandi eru í höndum moldríkra óyndismanna sem sjálfir vilja stjórna í stað lýðræðislegra kjörinna embættismanna. Lýðræðissinnar og kristnir eru ofsóttir, "nútíminn" virðist stilltur á endurkomu miðalda. Þeir sem völdin hafa á bak við tjöldin sleppa ekki takinu og eru stilltir á stríð fyrir stöðugildunum.
Allir sem unna frelsi einstaklingsins, frelsi þjóða, lýðræði, málfrelsi og trúfrelsi snúi bökum saman til varnar. Umskipti íbúa í ríkjum ESB á sér fáar hliðstæður og ekki óhugsandi að sænsk börn verði í minnihluta í eigin landi. Sveðja hryðjuverka-salafista sker hálsinn af lýðræði og kristnum og bregður myrkri á ljósið.
Vér biðjum sterkari bæn um þessi jól, að frelsarinn sé nálægur í hverri hugsun, hverri athöfn. Að ljós Guðs skíni á okkur og lýsi veginn gegnum myrkrið.
Gleðileg jól kæru bloggvinir og allir þeir sem taka sér tíma í önnum dagsins að lesa greinarskrif og taka þátt í umræðu líðandi stundar.
Eigið gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ég þakka fyrir liðnar samverustundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ofsóknum borgarstjórans gagnvart stjórnarandstæðingum verður að linna
15.12.2019 | 08:12
Borgarfulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir tekur meginþunga baráttunnar gegn fjármálaspillingu Reykjavíkurborgar sem ræðst í offorsi gegn öllum þeim sem viðra spillingarmál borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir hefur verið í fremstu víglínu og tekist á við úrkynjun stjórnarfars Reykjavíkur sem byggt er sem skjaldborg um fjármálasukk meirihlutans. Reykvíkingar eiga vart betri fulltrúa en Vigdísi Hauksdóttur til að sjá um að vel sé farið með skattfé borgarbúa.
Í umræðuþætti á Hringbraut setti fulltrúi meirihlutans fram þá nýstárlega skýringu á hugtakinu vanhæfni að það sé það sama og "vera kvefaður". Miðað við þessa greiningu er meirihlutinn lagstur í ofurkvef gagnvart borgarbúum og einfaldasta meðalið að borgarstjórnin víki frá völdum á meðan lækning stendur yfir.
Þsð er óhuggulegt að verða vitni af öllum framúrkeyrslum á fjármálum borgarinnar og óhuggulegast að borgarstjóri noti embættið til að kæfa niður frjálsar umræður um stjórnleysi Reykjavíkur. Þau vinnubrögð eru þau sömu og notuð eru í Hong Kong af kínverskum yfirvöldum og á meginlandi Kína, þar sem kommúnistar banna gagnrýni á yfirvöld.
Fyrir utan að hafa stórskemmt borgina og miðbæinn með "þéttingu byggðar og þrengingu gatna" þá munu komandi kynslóðir borgarbúa sitja uppi með himinháan reikning vegna sjálftöku Samfylkingarinnar í Reykjavík. Spurningin er hverjir verða fyrri til að skipta út borgarstjóranum í Reykjavík, bæjarbúar eða dómstólarnir.