Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sendum reikninginn til Kína
31.12.2020 | 09:20
Árið 2020 fer til sögunnar sem árið, þegar kommúnistarnir í Kína slepptu heimagerðum sýkli á alla mannsbyggðina. Vopnið hefur sýnt sig afskaplega árangursríkt og hefur lagt allan hinn vestræna heim í sár sem viðvaningar í stjórnmálum hafa síðan bætt um betur með efnahagslegu sjálfsmorði. Því hvað annað er hægt að kalla ákvarðanir um að banna starfsmönnum fyrirtækja að vinna störf sín?
Við fengum öll að kynnast markmiðinu fletjum kúfinn" til að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið leggist á hliðina vegna ofhleðslu sjúklinga á gjörgæsludeildir og í öndunarvélar. Í Svíþjóð var sú ákvörðun tekin að láta þá eldri víkja fyrir þeim sem yngri eru, þegar sjúklingar voru fleiri en öndunarvélarnar. Var starfsfólki elliheimila skipað að gefa sjúkum gamalmennum höfuðverkjatöflu og morfín í stað hjúkrunar sem lögin segja að allir eiga rétt til. Svíþjóð hefur þar tekist einstaklega vel og slær margfaldlega öll dánarmet annarra Norðurlanda samanlagt.
Útrás kínverskra kommúnista
Árið 2020 markar þannig upphafið af útrás kínverska kommúnisimans um heiminn. Eftir fyrstu árásina hafa kommúnistar á einu ári unnið efnahagslegt a.m.k. fimm ára forskot á Vesturlönd og stytt tímann til að verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin. Kínverskir kommúnistar stefna að heimsyfirráðum og hafa ýmsa volduga bandamenn sér við hlið ásamt vopnabúri. Útrásarvíkingar Wall Street og netrisarnir munu vinna fyrir markmið kommúnismans svo lengi sem þeir fá borgað fyrir það.
Kommúnistarnir telja Kína vera í umsátri kapítalismans. Fyrir kommúnistana gildir bara kommúnisminn, þeir viðurkenna ekki neitt annað. Það er makalaust að vitna hvernig Kommúnistaflokkur Kína hefur staðsett næstum tvær milljónir flokksmanna í viðskiptakerfi kapítalismans út um gjörvallan heim. Eru kommúnistar í alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum, hjá helstu framleiðendum hins vestræna heims, stjórnarstofnunum, alþjóðastofnunum...bráðum verður ekki sá blettur sem dagsljós nær til, þar sem ekki verður hægt að þverfóta fyrir kínverskum njósnurum.
Hvar er nýji botninn?
Margir stjórnmálamenn hafa hoppað um eins og höfuðlausar hænur þetta ár, lítið á þrotabú Reykjavíkur með kínversku strætóáætlun Dags og Össurar! Lítið á ríkisstjórn Íslands sem eytt hefur árinu í að rægja besta vin Íslendinga, Bandaríkjamenn, á meðan beðið er eftir því að Merkel skrifi fyrir hönd ESB undir samning, sem ríkisstjórn Íslands er aðili að, við kínverska kommúnistaflokkinn. Íslenska ríkisstjórnin hefur keypt aflátsbréf af Birni Bjarnasyni um að innleiða lög ESB í íslensku stjórnarskrána sem færa mun Íslendinga aftur til tímabils dönsku einokunarverslunarinnar. Hvílík smán góðu landsmenn, sem þessi ríkisstjórn er fyrir allt hugsandi fólk og þeirra sem vilja ráða örlögum sínum sjálfir. Hvílík smán að þessi ríkisstjórn skuli hafa afhent orkuauðæfi landsins undir lögstjórn Evrópusambandins sem núna lítur á raforku Íslands sem hluta af sameiginlegri auðlind ESB.
Verðið á íslenskum stjórnmálamönnum hefur svo oft verið gjaldfellt að sífellt meiri furðu sætir hvar botninn er eiginlega. Hvar svo sem hann er þá er Borgarfjörður fyrir löngu grafinn og marklaus sem viðmiðun.
Kveðjum árið með fögnuði og tökum stríðið við kommúnismann
Það verður fögnuður mikill að skilja við árið 2020 og upp á það skal haldið. Nýja árið mun ég og fjölskyldan fylgja eigin innblástri í stað þess að einblína á misvitur ráð, boð, reglur og skyldur jafn misviturra stjórnmálamanna sem taka sjálfir hvort sem er ekkert mark á þeim reglum sem þeir ákveða fyrir aðra.
Árið 2021 verður árið þar sem fólk rís upp og kæfir kófið með því að byrja að faðma ættingjana aftur. 2021 verður árið þar sem við vöknum öll af þeim vonda draumi að vera tuskubrúður í höndum kínverska kommúnismans sem bæði hefur fengið og tekið til sín framleiðslu á helstu nauðsynjavörum eins og lyfjum fyrir aðra í heiminum.
Eitt getum við þakkað George Soros fyrir: Hann hefur vakið okkur og innsæi okkar frá svefni prjáls og glyss og baráttan gegn honum og kommúnismanum að austan mun vaxa og eflast 2021. Endurræsingunni miklu mun ekki takast að koma böndum kommúnismans á vestræn þjóðríki, við erum mörg sem viljum viðhalda frelsinu eins og vinir vorir Bretar sýna í verki.
Gleðilegt ár og farsælt komandi ár 2021!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Samgleðjumst með Bjarna Ben yfir minni smithættu
25.12.2020 | 08:20
Við getum öll glaðst yfir því þessi jól, að lítið er að marka covidstefnu yfirvalda varðandi fólkstakmarkanir í samkomum og samkvæmum. Fjármálaráðherrann sem situr fundi, þar sem ákvarðanir gegn smiti eru teknar og veit því meira en flestir aðrir um grundvöllinn fyrir mati heilbrigðisyfirvalda á smithættu, sýnir í verki að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru ofuraðgerðir sem ekki réttlætast af veirunni. Þetta eru góð tíðindi og ætti ríkisstjórnin tafarlaust að hætta þeirri stjórnunarsemi og skaðlegu afskiptum að vera með lokanir á viðskiptalíf sem skaðar efnahag og líf landsmanna.
Meintur fjármálaráðherra fylgir einnig sömu reglu og gildir hjá mörgum bankastjórum: Viðurkenndu aldrei að þú hafir gert neitt rangt nema að þú sért staðinn að verki.
Ef lögreglan hefði ekki komið í samkvæmið hefði það aldrei spurst út að BB var á staðnum og þá hefði hann heldur ekki þurft að biðjast opinberlegrar afsökunar. Þvi miður er BB ekkert einsdæmi. Hann var bara óheppinn í þetta sinn, að einhver vakti athygli lögreglunnar á þessu fráviki frá samkomureglum ríkisstjórnarinnar.
Það er ástæða fyrir því að stjórnmálin á Íslandi og víða um Vesturlönd eru hjúpuð þögnuði. Samtrygging kallast það. Ég segi ekki frá þínum lögbrotum ef þú segir ekki frá mínum. Opinberar reglur og líf hirðarinnar eru tveir ólíkir og oft ósamrýmanlegir hlutir. Viðgengst hjá banana- og kommúnistaríkjum. Allir vita um svindlið og það er látið viðgangast.
Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðileg Jól að hætti Trumps
23.12.2020 | 09:27
Donald Trump og fjölskylda hans hafa stórt hjarta og gera vel við þá sem minna mega sín.
Kemur það vel fram í neitun hans á ölmusu Bandaríkjaþings til fátækra í Bandaríkjunum sem hann réttilega segir vera smán.
Vonandi sér þingið að sér og samþykkir tillögur forsetans sem þar með bjargar heiðri þingsins og stjórnmálanna í Bandaríkjunum.
Eina ferðina enn.
Samtímis sem jólanna verður minnst á verðugari hátt.
Hátíð ljóss og friðar og til að gleðjast með börnunum.
Og muna eftir þeim sem minna mega sín.
Í ár skein Betlihemsstjarnan skærara en í 2020 ár. Jafn skært og við fæðingu frelsarans. Það eru sterk skilaboð til okkar allra. Kærleikurinn sigrar hið illa, ljósið útrýmir myrkrinu.
Jafnvel kórónugrýlan verður áhrifalaus, þegar enginn trúir á hana lengur.
Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Trump hafnar Covid-frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðflokkur allra landsmanna
22.11.2020 | 04:08
Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á aukalandsþingi 21. nóvember var bæði einstök og því miður sjaldgæf í þeim ímyndunarheimi stjórnmálanna sem tröllríður öllu í dag. Þegar allt of margir einstaklingar eru í þykjustu stjórnmálum, þá verður rödd skynseminnar sú sem verður öðru vísi. Lýsti Sigmundur ástandinu með orðunum að stjórn landsins hefði nánast verið sett í salt eða lögð í súr."
Þarf að huga að fleiru en faraldrinum
Sagði Sigmundur að kórónuveiran hefði heltekið ríkisstjórnina svo vart er hægt að tala um eðlilegt og lýðræðislegt stjórnarfar." Varaði Sigmundur við því að óleyst vandamál m.a. hjá þúsundum lítilla og stórra fyrirtækja, landbúnaði, heilbirgðiskerfinu og eldri borgara gætu orðið að varanlegum vanda ef ekki væri gripið í taumana áður en það væri orðið um seinan. Minnti hann á að Miðflokkurinn hafði lagt fram tillögur fyrir faraldurinn og einnig boðið aðstoð í baráttunni gegn sjálfum faraldrinum en ríkisstjórnin hafi haft meiri áhuga á glærukynningum og oft verið lögð meiri vinna í umbúðirnar en tillögurnar sjálfar og jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið." Miðflokkurinn hafi hins vegar alltaf stutt þær góðu tillögur sem að gagni hafi orðið.
Landbúnaðurinn verið settur í nauðvörn
Lýsti formaður Miðflokksins hvernig sótt er að ýmsum grunnstoðum Íslands eins og landbúnaðinum sem hefði orðið fyrir verulegu aðkasti á undanförnum árum: Það er sótt að greininni úr mörgum áttum samtímis. Búvörusamningar virðast frekar snúast um samdrátt en sókn. Óhagstæðir tollasamningar við Evrópusambandið gerir bændum erfitt fyrir og veikir samkeppnisstöðu greinarinnar." Ofan á það leggst sístækkandi reglugerðarfarganið sem er að miklu leyti innflutt og skapar erfiðari skilyrði fyrir íslenska bændur en víðast hvar annars staðar. Ríkisstjórnin sýndi snemma hug sinn til landbúnaðarstarfa með því að lækka fjárframlög til greinarinnar sem skapað hefur neyðarástand hjá bændum.
Eldri borgarar ekki enn fengið leiðréttu skerðinga eftir bankahrun
Gleymum því ekki að aldurshópurinn sem hafði byggt upp samfélagið var ekki of sæll að sínu fyrir skerðingarnar. Á sínum tíma gaf ríkisstjórn mín fyrirheit að þegar sá árangur sem við stefndum að í efnahagsmálum hefði náðst fengu þeir sem byggðu upp samfélagið að njóta þess. Árangurinn náðist og gott betur en það. En biðin stendur enn."
Lýsti Sigmundur hvernig ríkisstjórnin hefði komið með galið verkefni um að stofna hlutafélag og leggja á auknar skattaálögur til að fjármagna Borgarlínuverkefnið. En þótt Miðflokknum hefði tekist að leggja inn nokkra varnagla þá héldi kerfið áfram á sinni braut. 50 milljlarðar og óútfylltur tékki til gæluverkefnis er ekki það sem þjóðina vantar núna á þessum erfiðu tímum.
Benti Sigmundur einnig á hvernig hægt er að moka peningum í heilbrigðisgeirann sem verður botnlaus hít ef kerfið verður ekki lagað. Sagði hann að flestir gerðu sér grein fyrir því að Hringbrautarsjúkrahúsið getur ekki leyst öll verkefni og þarf að byggja nýtt sjúkrahús á öðrum stað.
Ísland allt
Sigmundur sagði báknið vera orðið það fyrirferðamikið að það ógnaði heilum atvinnugreinum. Miðflokkurinn hefur áður lagt til að þegar nýjar reglur eru settar verði tvær eldri teknar út til að spyrna við ofurbólgu báknsins. Var tekin fram sérstök handbók fyrir starfsfólk ríkisstofnana í forsætisráðherratíð Sigmundar til að spyrna gegn óþarfa útþenslu báknsins en lítið gerst eftir 2016. Fyrir vikið verður sífellt flóknara að lifa daglegu lífi á Íslandi svo ekki sé minnst á að stofna eða reka lítil fyrirtæki og skapa ný störf og verðmæti." Rakti Sigmundur Davíð baráttu Miðflokksins við báknið og réttlætingu kerfisins á stækkun báknsins með því að framleiðslan ykist meira og báknið því ekki hlutfallslega stærra en áður. Núna erum við hins vegar komin í þá stöðu að við sitjum uppi með gríðarlegt bákn en framleiðslan hefur dregist saman svo brýnt er að hefjast handa með að fá báknið burt.
Losunarkerfið ein stærsta svikamylla síðari tíma Ef eitt álver flyst frá Íslandi til Kína mun losun gróðurhúsalofttegunda tífaldast
Formaður Miðflokksins benti á að það umhverfisvænasta á Íslandi væri álframleiðslan, því ef eitt álver flyttist til Kína mun losun gróðurhúsalofttegunda tífaldast.
Samt er nú rætt um að Ísland verði sektað fyrir að hafa ekki dregið nógu mikið úr losun á meðan við byggðum upp umhverfisvænan iðnað á undanförnum 30 árum. Hvert eiga þeir milljarðar að renna? Það virðist enginn vita. Líklega í nýja losunarhagkerfið sem lýst hefur verið sem einni stærstu svikamyllu síðari tíma. Þetta er það sem gerist þegar kerfið ræður á kostnað heilbrigðrar skynsemi."
Stjórnlaus málaflokkur hælisleitenda
Sigmundur vék orðum að vanda Íslands varðandi flóttamenn og hælisleitenda:
Veltið þessu fyrir ykkur: Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi er allt í einu orðinn sá mesti á öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda. Það er vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út. Þau skilaboð nýta m.a. stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað." Bendir Miðflokkurinn á að hin Norðurlöndin sendi núna frá sér skilaboð til að draga úr innflutningum. Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda." Minntist Sigmundur á afstöðu danskra jafnaðarmanna um að öflugt velferðakerfi og opin landamæri fara ekki saman."
Það munar um Miðflokkinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu um kerfi réttrúnaðar og þegar kerfið tæki völdin af fólki væri hætta á ferðum gagnvart lýðræðinu. Stjórnmálamenn sem láta það viðgangast fjarlægjast kjósendur og taka stjórnmálin á þann stað sem kjósendur fái litlu ráðið um hvað er rætt eða hvernig. Sem svar við þessarri þróun hefur Miðflokkurinn eigin starfsstefnu heilbrigðarar skynsemi laus við glórur réttrúnaðarins. Miðflokkurinn er því valkostur þeirra er vilja vinna á lýðræðislegum grundvelli og starfa saman að lausnum vanda með rökhyggjuna að verkfæri.
Vill lækka álögur og gjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Guðlaugur brúar vaxandi gjá Kína og Bandaríkjanna með borgarlínu Dags og Katrín keyrir strætó
18.11.2020 | 19:30
Þeir sem heyrðu viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra heyrðu mörg orð af vörum ráðherrans. Ef það að vera stjórmnmálamaður reiknast í magni orða og tónfalli kemst utanríkisráðherrann eflaust að sem nemandi í leiklistarskóla Borgarleikhússins í næstu inntöku.
Að svara einföldum spurningum á einfaldan hátt gat hann ekki.
Til dæmis: Vinnur Ísland að verkefni Kína Belti og Braut? Já og nei eru of flókin svör fyrir ráðherrann en svarið vaðall um viðskiptahagsmuni við Kína samfara yfirlýsingu um að fylgja nágrannalöndunum varðandi fjarskiptamál kínverska risans Huawei.
Belti og Braut ganga engan veginn upp við stefnu Bandaríkjanna sbr. yfirlýsingu varaforseta Bandaríkjanna sem fagnaði því, að Íslendingar ætluðu ekki að vera með í Belti og Braut.
Guðlaugur var svo vinsamlegur að "leiðrétta" Pence eftir að Pence fór frá Íslandi þannig að túlka má þá afstöðu sem að Pence sé maður ósanninda um fundinn í Höfða. Varla telst það haldbær utanríkisstefna gagnvart besta vini þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Kínverski kommúnistaflokkurinn hjó svo á vandræðahnút utanríkisráðherrans með yfirlýsingu sendiherra Kína um að utanríkisstefna kommúnistaflokksins, Belti og Braut, gildir á Íslandi. Guðlaugur mótmælir ekki.
Sama gildir um afstöðuna til kínverska tæknirisans Huawei. Bann eða ekki. Utanríkisráðherrann átti engin svör. Ræddi í staðinn um mikilvægi norræna samstarfsins. Verður það aðeins túlkað á þann hátt að Ísland muni leyfa kínversk njósnatækni í 5-G fjarskiptanetinu á Íslandi. Því þótt Noregur, Svíþjóð og Danmörk hafa öll hafnað Huawei og Finnar að ræða málið, þá þegir utanríkisráðherrann um bann við kínverskum njósnaútbúnaði á Íslandi.
Utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins var skýr þegar Ísland gerðist eitt af stofnríkjum Nato. Í dag eltir stefnulaus ríkisstjórnin kínverska kommúnistaflokkinn og veifar mynd af ímynduðum gróða í Kína.
Á meðan heimurinn er að vakna eftir rothogg kínversku veirunnar, fela Sjálfstæðismenn sig á bak við pilsfald Katrínar sem felur sig í buxnaskálm Xi Jinping. Stefnuleysi Íslands í utanríkismálum á heima í fáránleikanum þar sem utanríkisráðherrann brúar gjá milli Kína og Bandaríkjanna með borgarlínu Dags og Katrín keyrir Yutong strætó með 5G tækni frá Huawei.
Nú á að opna beint flug frá Kína til Íslands og líklega verða tóm hús flóttaverslunar við Laugarveg breytt í China Town. Það verður himnaríki íslenskra kommúnista og Sjálfstæðisvingla í slagtogi með lattelepjandi akademíu Yutong og kínverska verður staðbundið tungumál. Munu Íslendingar fá þar bæði óperu kínverskrar stéttabaráttu og aðrar banvænar veirur beint í æð.
Þjóðin þarfa að hafna kjúklingastjórnmálunum: þar sem hátt er gaggað, glærusýningar tíðar en engar lappir til að standa á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ísland er ekki Bandaríkin og hvorki Sigmundur, Geir eða Davíð eru Trump. Sterkt af Donald að standa af sér árásir andstæðinganna eftir æfingar á Íslandi
6.11.2020 | 09:56
Það er afskaplega eftirtektarvert að fylgjast með umræðum um kosningarnarnar í Bandaríkjunum, t.d. eins og setningin:Trump hellti úr sér rakalausum ásökunum og æsingaráróðri í 17 mínútna löngu ávarpi." Ég efast um að viðkomandi þýðandi falsfréttarinnar hafi hlýtt á þessa ræðu Trumps. Ég gerði það og var málefnalegur flutningur forsetans gagnvart hugsanlegu kosningasvindli bæði sanngjarn og sannfærandi. Á það er ekki minnst í fréttinni að Demókratar bönnuðu eftirlit með atkvæðatalningu á mörgum stöðum. Settu þeir í besta Panamaárásarstíl pappa fyrir glugga svo ekki væri hægt að kíkja inn þar sem atkvæðagreiðslan fór fram. Og þar sem dómstólar höfðu ekki gengist með á kröfur Demókrata um að banna eftirlitsmenn frá Repúblikönum að vera viðstaddir, þá var eftirlitsmönnum bannað af Demókrötum að koma svo nærri, að þeir gætu lesið hvað stæði á atkvæðaseðlunum t.d. eins og nafn og póststimpill! Eins og Rudy Giuliani sagði: Atkvæðaseðlarnir gætu verið frá Mars, þeim látnu og hver veit nema Joe Biden hafi sent inn 50 eða 5000 atkvæði fyrir sjálfan sig í kosningunum."
Bandaríkin eru ekki miðstýrt ríki eins Kína eða Norður Kórea eða eins og Hitler kom á sínum tíma á í Evrópu og ESB reynir í dag. Hins vegar gilda mismunandi kosningalög fyrir mismunandi fylki. Kosningasvindl með póstakvæði er altalað í vissum fylkjum Bandaríkjanna þar sem Demókratar stjórna m.a. af þeirri einföldu ástæðu að ekki er krafist skilríkja við kosninguna. Þannig getur sama persónan gengið milli kjörstaða og breytt um nafn og heimilisfang og kosið margsinnis. Ólík lög gilda fyrir ólik ríki og virðast sum ríkin ekki hafa meiri stjórn á málunum en að svindl er mögulegt í stórum stíl. Þess vegna ber að fagna kröfu Bandaríkjaforseta um hlutlaust eftirlit með kosningum svo tryggt sé að farið sé eftir lögum og atkvæðin löggild. Eins og hann sagði - en ekki er sagt frá: Allir hafa hag af traustu kosningakerfi. Þetta er ekki spurning um Repúblikana eða Demókrata, þetta er spurning um kosningakerfi sem stendur sig og hægt er að treysta á."
Demókratar notuðu sjúkdómafaraldurinn til að prenta upp kjörseðla og senda út til allra og eru margir dánir eða fluttir annað á þeim listum. Í þetta skiptið virðist æsingurinn að fella Trump borið Demókrata ofurliði og allt réttlætt burtséð frá lögum, siðferði eða friði til að koma karlinum fyrir kattarnef."
Er sú mynd dregin upp af forsetanum á alþjóðavettvangi að hann sé stórhættulegur klikkaður karl sem ekki eigi að treysta fyrir lyklunum að kjarnorkusprengjunum."
Demókratar hafa aldrei viðurkennt lýðræðislegan kosningasigur Donald Trumps. Demókratar eru hættir að virða grundvöll lýðræðisns og nota netrisa til að afnema málfrelsi, peningarisa til að greiða óeirðaseggjum og fjölmiðlarisa til að halda uppi einsleitnum lygaáróðri sem ekki hefur sést á Vesturlöndum síðan áróður Göbbel fyrir Hitler og nasismann og þar á undan áróður Komintern fyrir Lenín, Stalín og kommúnismann.
En Íslendingar eiga að sjálfsögðu að vera stoltir" af því að hafa leyft sömu aðilum að æfa sig á Íslandi og steypa lýðræðislega kjörnum, lögmætum forsætisráðherra Íslands Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni af stóli í Panamaárásinni.
En Bandaríkin eru ekki Ísland og Trump meiri en Sigmundur.
Guði sé lof.
Lygi á lygi ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Morgunblaðið svíkur engan með núverandi ritstjóra
29.10.2020 | 22:17
Mitt í öllu veirufári og dökkum efnahags- og samskiptabólstrum sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn er Morgunblaðið eins og sérstakt band sem bindur marga saman. Breidd blaðsins er einstök og þjónusta við landsmenn löng og dygg. Þrátt fyrir að allir standi ekki jafnfætis að gæðum, hvorki umræðendur né fréttaritarar, þá standa leiðarar Morgunblaðsins eins og klettur í hafinu. Þannig lýsir leiðari dagsins eins og viti í versta náttmyrkri og bendir á veginn.
Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni hvernig núverandi formaður móðgaðist" út í fyrrverandi vegna hreinskilinnar afstöðu þess síðarnefnda. Til að mynda sniðgekk sá núverandi Morgunblaðið með afmælisgrein flokksins sem mætti halda að hafi nú alldeilis átt að vera högg gegn allri ósvífninni" að ræða stjórnmálin á opinskáan hátt.
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár. Fannst hann alltaf vera fulltrúi allra landsmanna með athafnamennsku, frelsi, viðskiptafrelsi, virðingu fyrir einkaframtaki og frelsi einstaklingsins. En eftir að Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf sjálfstæðisstefnuna, þá gat ég ekki lengur kosið flokkinn.
Miðflokkurinn axlar sjálfstæðiskápuna
Ég er genginn til liðs við Miðflokkinn sem var afar létt spor sem skilið hefur eftir góðar tilfinningar sem verða sífellt sterkari. Miðflokkurinn, sem stendur á grundvelli stjórnarskrárinnar, hefur fengið sjálfstæðiskápuna á sínar herðar á meðan núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins svíkur í mikilvægum málum. Það er bæði skiljanlegt og rétt, því bændurnir sem eru kjarni Miðflokksins eru allir smáfyrirtækjarekendur með fæturna á jörðinni. Bændur hafa aldrei átt í vandræðum með að vinna með sjómönnum og alvöru Sjálfstæðismönnum. Það nána samstarf hefur gegnum lýðveldistímann reynst hin heilladrýgsta stjórn landsins sem lyft hefur landsmönnum úr fátækt í velferð.
Í dag er öldin önnur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur m.a. með ESB gegn hagsmunum bænda. Mér hefur alltaf þótt það einkennilegt viðskiptafrelsi að þurfa að ganga í ríkjasamband eða þurfa að afhenda fullveldi til erlends yfirvalds til þess að fá að selja fisk. Minnir frekar á tímabil danskrar einokunarverslunar en það fræðilega frelsi sem viðreistir Sjálfstæðismenn segja að sé í boði á svo fínan hátt. Sjálfstæðisflokkurinn stendur líka gegn hagsmunum landsmanna í orkumálinu. Og gerði einnig gegn þjóðinni í Icesave eins og leiðarahöfundur dagsins bendir svo réttilega á. Það hlýtur að vera sársaukafullt fyrir heiðarlega Sjálfstæðismenn að þurfa að horfa upp bátinn minnka eftir hverjar Alþingiskosningar. Eins og staðan er núna gæti svartsýnisspáin verið sú að þegar horft verður um öxl í framtíðinni, þá verður Davíð Oddsson talinn síðasti Sjálfstæðismaðurinn. Vonandi verður útkoman ekki svo slæm.
Peysa sem hleypur í þvotti minnkar
Frjálslyndi armurinn er kominn svo langt til vinstri að hann þjónar engum lengur nema sjálfum sér. Stjórnmál eru glærusýningar og bisness. Embættismannakerfið notað sem vígvöllur eigin afreka og efnahagsvinnings. Staða í Mannréttindanefnd SÞ keypt fyrir atkvæði með Norðmönnum í EES. Allt gert fyrir að fá mynd af sér við hljóðnema þeirra stóru". Heiðarleg stjórnmál komast ekki að við þessi skilyrði, fjallkonan er bundin útí horni, stjórnarskráin ekki lengur sáttmáli þjóðarinnar og Alþingi breytt í sendibílastöð ESB. Staðan er löngu komin í það horf sem ríkti fyrir tíð Sjálfstæðisflokksins með tvo flokka, Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn. Frjálslyndi flokkur Sjálfstæðisflokksins hefur valtað yfir íhaldsarm flokksins m.a með beinni þáttöku í útrásarverkefni Kommúnistaflokks Kína Belti og Braut þar sem hnattstaða Íslands verður notuð sem stjórnstöð fyrir Alþýðuherinn á Norðurslóðum.
Á meðan ekki kemur fram forysta sem ræður við verkefnið að leiða Sjálfstæðisflokkinn á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar mun flokkurinn halda áfram að hlaupa í þvotti eins og peysa sem verður sífellt minni fyrir eigandann. Og allir vita hvernig fer fyrir slíkum peysum. Þær fara ekki einu sinni á uppboð en vonandi hægt að hugga sig við að þær skilji eftir lítið kolefnisspor með þeirri vinstri og grænu orku sem heilatekið hefur flokksforystuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Samstarf og aðlögun að Kommúnistaflokki Kína og kúgandi dagsskipan er ekki lengur valkostur. Hvað gerir ríkisstjórn Íslands?
5.10.2020 | 22:55
Í vikunni birti rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings skýrslu um Kína, þar sem rekin voru 40 ára samskipti Bandaríkjanna og Kína fram til dagsins í dag. Michael T. McCaul fv. formaður Öryggismálanefndar og núverandi meðlimur í utanríkisnefnd Bandaríkjaþings leiddi rannsóknarnefnd 15 þingmanna úr 11 nefndum þingsins, sem stóðu að skýrslunni. Rannsökuð voru sex svið: Hugmyndafræðileg samkeppni, keðjur birgja, þjóðaröryggi, tæknimál, fjármál og orkumál og samkeppni. Niðurstaðan var svo birt í 141 bls. skýrslu með 82 lykilupp-götvunum og yfir 400 tillögum/ráðleggingum.
Demókratar leiðitamir Kommúnistaflokki Kína
Athygli vakti að Demókratar neituðu að starfa með rannsóknarnefndinni og sögðu skýrsluna ætlað að slá ryki í augu fólks. Mættu þeir ekki á fundi sem þeim var boðið á. Segir Michael T. McCaul formaður nefndarinnar það hafa verið óheppilegt og telur að skýrslan hefði orðið innihaldsríkari með þáttöku Demókrata. Rannsóknarnefndin tekur ekki tillit til mismunandi stjórnmálaskoðana og við erum alltaf sterkari sem sameinuð þjóð. Segir McCaul skýrsluna skýra mikilvægustu áskoranir í þjóðaröryggismálum og efnahagsmálum núverandi kynslóðar.
Þrátt fyrir mörg og endurtekin boð í marga mánuði, þá neituðu Demókratar deildarinnar að taka þátt í starfinu eða leggja sitt af mörkum til þessa mikilvæga starfs. Repúblíkanski flokkurinn átti enga aðra kosti en að halda sjálfstætt áfram út af neyðarástandinu vegna hættunnar.
Ummæli ráðamanna
Áhrif skýrslunnar munu koma fram í nánustu framtíð hvað varðar sambúð stórveldanna. Hér verður sagt frá úrdrætti á samantekt skýrslunnar í inngangi hennar sem kynnir á einfaldan hátt um hvað skýrslan fjallar. Skýrslan er full tilvitnana í menn og atburði, hér eru þrjár tilvitnanir:
Bandaríkin vilja opin og jákvæð samskipti við Kína og til þess að uppná slíku sambandi verðum við að verja þjóðarhagsmuni okkar á öflugan hátt. Kínverska ríkisstjórnin hefur stöðugt svikið loforð sín til okkar og einnig til margra annarra þjóða. Donald Trump Bandaríkjaforseti 29. maí 2020.
Bandaríkin væntu þess að efnahagslegt frelsi færði Kína í meiri samvinnu við okkur og heiminn. Í staðinn valdi Kína efnahagslegar árásir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, 4. okt. 2019.
Við verðum að viðurkenna harðan sannleikann. Við verðum að viðurkenna þann harða sannleika sem mun leiða okkur á næstu árum og áratugum, að ef við viljum eiga frjálsa 21. öld og ekki þá kínversku öld sem Xi Jinping dreymir um, þá mun hin gamla heimssýn með blindri hlýðni við Kína augljóslega ekki ná því markmiði. Við þurfum ekki að halda áfram á þeirri braut og við þurfum ekki að hverfa aftur til hennar. Micheal R. Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna 23. júlí 2020.
Mistök Bandaríkjanna
Bandaríkin hafa á þeim rúmum 40 árum síðan diplómatískum tengslum var komið á, reynt að að fá Kína með í alþjóðlegt samstarf sem ábyrgan hagsmunaaðila. Leiðtogar Bandaríkjanna byggðu afstöðu sína á virku samstarfi á þeirri skoðun að þróun efnahagslegs samstarfs við Kína þjónaði hagsmunum Bandaríkjanna og myndi móta breytta starfshætti Kommúnistaflokks Kína. Þessi afstaða lokaði oft augunum fyrir brotum Kína á mannréttindum, efnahagslegri vanrækslu, árásargjarnri útþenslustefnu og innantómum loforðum, einnig djúprótaðri fjandsamlegri kommúnískri hugmyndafræði sem er grundvöllur þessarar illkynjuðu hegðunar. Þessi stefna hefur svo það sé sagt á einföldu máli mistekist.
Almenn ógn Kommúnistaflokks Kína
Bara í ár hefur Kommúnistaflokkur Kína brotið gegn alþjóðlegum samningi og afnumið borgaralegt frelsi íbúanna í Hong Kong; haldið áfram kúgun þjóðlegra minnihlutahópa þar með talið Úígúra og Tíbeta, aukið hernaðaruppbyggingu, færst í aukana með árasásargjarnari hernaðarlist og brotið landhelgi annarra þjóða; tekið þátt í dauðlegum bardaga til að ná landi við landamæri Indlands ásamt nýjum landakröfum á Bhutan. Að auki, með því að þagga niður í læknum og halda læknisfræðilegum upplýsingum leyndum fyrir umheiminum, leyfði Kommúnistaflokkur Kína staðbundnu útbroti veiru að þróast upp í heimsfaraldur, sem hefur valdið dauða næstum milljón manns fram að þessu og eyðilagt alþjóðlegan efnahag. Faraldurinn afhjúpaði mismunandi veikleika í fæðingarkeðjunni, hættuna með allt of miklu ósjálfstæði Bandaríkjanna sem voru háð Kína og þörfina á öruggari lyfja- og tæknilegri framleiðslugetu innanlands.
Þessi röð viðvarana hafa afhjúpað á hvern hátt hugmyndafræði Kommúnistaflokks Kína grefur undan kjarnagildum alþjóða kerfisins og setur öryggi og velferð Bandaríkjamanna í hættu. Samstarf og aðlögun að Kommúnistaflokki Kína og kúgandi dagsskipan er ekki lengur valkostur. Til þess að vernda lýðræði og frelsi í heiminum verða Bandaríkin að vinna á ákveðinn hátt með bandamönnum okkar og taka aftur frumkvæðið. Að fást við slíka illkynjaða hegðun getur ekki lengur verið eitt af mörgum málum fyrir ríkisstjórnir viðkomandi ríkja heldur frekar samræmd grundvallarstefna hins frjálsa heims.
Mikilvægar tillögur rannsóknarnefndarinnar á sex sviðum
Hugmyndafræðileg samkeppni
Meta hvort glæpir Kommúnistaflokks Kína (KFK) gegn Úrígúrum mótsvari þjóðarmorði, innleiða að fullu þvingandi löggjöf vegna kúgun KFK í Hong Kong ásamt frekari sérstökum aðgerðum til að mæta mannréttindabrotum KFK í heild, frá skerðingu trúarfrelsis til þvingandi líffæratöku.
Samræma víðtæka upplýsingaherferð alls stjórnkerfisins til mótvægis við áróðursvél KFK með því að segja sannleikann og gildismat okkar til að grafa undan lygum og illkynjaðri hugmyndafræði KFK.
Tryggja að meðborgarnir verði meðvitaðir um hvenær þeir eru að horfa eða hlusta á ritskoðað fjölmiðlaefni og skemmtiefni sem KFK hefur greitt fyrir.
Vinna gegn illum heimsáhrifum KFK með því að krefjast gegnsæi og ábyrgðarskyldu í kerfi Sameinuðu þjóðanna að meðtaldri Heilbrigðisstofnun SÞ, WHO.
Fjármagna tækni og dreifingu tækja sem aðstoða baráttufólk lýðræðisins að viðhalda stafrænu öryggi, tryggja aðgengi að bílasímaneti og endurreisa vefsíður eftir tölvuárásir.
Vekja athygli á stækkandi umhverfiseyðileggingu KFK, meðtalið stöðu sem stærsti kolefnissporavaldur í heiminum.
Öryggi lyfja- og aðfangakeðjunnar
Tryggja á betri hátt þjóðlegt öryggi í keðju lyfjaframleiðslu og keðju aðfanga til þjóðarinnar
Beita framsýnum, hagkvæmum og miðuðum skattaaðgerðum til að hraða rannsókn, þróun og framleiðslu mikilvægra lyfja, læknisfræðilegra nauðsynja, birgða, prófana og bóluefna
Skapa stuðningskerfi sem er nauðsynlegt til að hvetja framleiðslu mikilvægrar innlendrar framleiðslu og forma skattaaðgerðir sem tryggja bandaríska framleiðslu á hálfleiðurum.
Yfirsýn leyfisveitinga ríkisins til námugrefturs og forgangsröðun þróunar málmiðnaðarins svo hvorki grundvöllur iðnaðar né varnarmálaiðnaðar sé háður KFK.
Þjóðaröryggi
Vinna með Varnarmálaráðuneytinu til að nútímavæða skipulag hersins, staðfestu, stjórnunartækni og aðföng til að draga úr árásargirni KFK í Indo Kyrrhafssvæðinu og annars staðar í heiminum.
Tryggja nútímavæðingu allra þriggja hluta kjarnorkunnar sem og þróun hefðbundins herafla sem nauðsynlegt er að hafa til að hafa í tré við Frelsisher Alþýðunnar í Indo-Kyrrahafssvæðinu, innifalið markbundin skeyti og langdrægar eldflaugar.
Undirstrikum þörfina á a.m.k. 3-5% árlegri aukningu varnarmálafjárlaga til að hræða og sigra Frelsisher Alþýðunnar og aðra mikilvæga andstæðinga.
Meiri fókus á hvernig Bandaríkjaher verndar tæki í geimnum og nær markmiðum geimrannsókna með því að nýta fjárfestingar einkageirans.
Hætta að nota efni frá herfyrirtækjum KFK samt segja upp fyrirtækjum með tengsl við her KFK.
Vernda kosningaferlið í Bandaríkjunum og persónuleynd í kosningum okkar með ólíkum aðgerðum, innifalið að finna erlenda andstæða erindreka og sjá til þess að einstaklingum sem taka þátt í truflunum verði bannað að koma inn í Bandaríkin eða verði vísað úr landi ef þeir eru þegar í Bandaríkjunum.
Setja meiri styrk í málarannsóknir, afbrotaákærur og aðgerðir gegn tölvunúmeraþjófnaði studdum af KFK og að auki loka fyrir öryggisgöt í vegabréfakerfi okkar sem KFK hefur notfært sér.
Bæta gagnnjósastörf ríkisins og auka notkun í Mandarínmálinu.
Tækni
Skapa heildarsýn til að meta þær öryggishættur sem stafa af Kína í 5G-netum og auka samvinnu milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra og samstarfsaðila til finnar slíkar hættur og vinna saman gegn þeim.
Styðja myndun nýs D-10 hóps leiðandi lýðræðisríkja til að þróa og dreifa 5G og þess kerfis sem kemur í kjölfarið og koma á fót endurgreiðslukerfi fyrir fyrirtæki til að fjarlægja tækni hættulega öryggi úr netum sínum.
Tryggja alþjóðlega forystu í tækni morgundagsins, að meðtalinni gervigreind, quantum, 5G og sjálfstýrðum bifreiðum.
Refsa kínverskum samskiptafyrirtækjum sem stunda efnahagslegar eða iðnaðarlegar njósnir og alla kínverska aðila sem gera tölvuárásir á rannsóknaraðila sem vinna að bóluefni gegn COVID-19.
Efnahags- og orkumál
Tryggja að engir bandarískir skattapeningar styðji við fyrirtæki í ríkiseign Kína
Samræming í eftirliti og útflutningsstefnu með samstarfsaðilum og bandamönnum til að halda viðkvæmri tækni, innifalið framleiðslu hálfleiðara og rannsóknum og þróun tækni frá andstæðingum okkar.
Beita auknu efitrliti við fjárfestingum í bandarískum fyrirtækjum eða aðgerðum frá Kína.
Styrkja viðskiptasambönd við bandamenn okkar og til að staðfesta bandarískar reglur og standa gegn áhrifum Kína.
Reka viðskiptastefnu sem hræðir og verndar gegn tölvunúmeraþjófnaði Kína.
Þvinga lagalega meðferð fjárfestinga Kína í Bandaríkjunum til að endurskapa samræmi í fjárfestingarreglum.
Tryggja að kínversk fyrirtæki fylgi sömu fjármálareglum eins og bandarísk fyrirtæki þegar þau komast inn á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Vinna að frekari viðskiptasamböndum við Taiwan og leysa sérsakar útistandandi viðskiptaspurningar þannig að ríkisstjórnin geti tekið þau skref að koma á viðræðum um viðskiptasamning þegar þær spurningarnar vakna.
Styrkja og þróa fjármálasamstarf, útflutnings og innflutnings banka og önnur störf ríkisstjórnarinnar til þess að standa betur gegn Belti og Braut verkefni Kína og skuldagildru aðferðum þeirra.
Halda áfram að þróa orkuöryggismál Bandaríkjanna til að geta orðið þáttakandi á heimsvísu gegn Kína sérstaklega á sviði kjarnorku.
Samkeppni
Tvöfalda fjárlög grundvallarrannsókna í vísindum og tækni á næstu 10 árum.
Auka samræmingu og fjárlög á menntun í tæknivísindum til að skapa betra og hæfileikameira vinnuafl.
Auka öryggi viðkvæmra rannsókna við menntaskóla og háskóla Bandaríkjanna og leiðandi rannsóknarstofnanir, sem innifelur takmörkun á þáttöku allra ríkisstarfsmanna og verktaka í erlendum hæfnisverkefnum.
Krafa um að menntaskólar og háskólar sendi skýrslur um allar peningagjafir frá Kína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davíð Oddsson Dyggur þjónn þjóðarinnar
4.10.2020 | 10:07
Ég reyni alltaf að missa ekki lestur Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins sem yfirleitt eru fróðleg, snarplega skrifuð með heildstæða hugsun. Slíkt kemur ekki á óvart með einn reynslumesta og farsælasta núlifandi stjórnmálaleiðtoga Íslands í ritstjórastöðu Morgunblaðsins.
Fáir Íslendingar hafa staðið við skjöld fjallkonunnar á jafn hreinskilinn og heiðarlegan hátt og sífellt unnið með þjóðinni og fyrir hana og Davíð Oddsson. Er hann einn af þeim þingmönnum og ráðherrum sem mark hafa tekið á eið sínum að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar, virða hana og vernda.
Reykjavíkurbréf dagsins er ljós í því ættjarðarmyrkri sem nú leggst á okkar fámennu góðu þjóð. Áframhaldandi ruglugangur sjálfskipaðra fræðinga með það helsta að vopni að stjórnarskráin hafi verið saumuð upp úr stjórnarskrá fyrir konungsveldi Danmerkur er ótrúleg afvegaleiðing frá sjálfu markmiðinu með aðförinni að stjórnarskránni. Á tíma Jóhönnustjórnarinnar eins og bent er á í Reykjavíkurbréfinu, var stjórnarskránni kennt um fjármálarányrkju útrásarvíkinganna sem notfærðu sér lagaveilu í regluverki Evrópusambandsins til að hefja útrás" með stofnun fjármálafyrirtækja í löndum ESB. Allir vita hvernig það endaði enda í upphafi lagt út með að safna sem stærstum skuldum til að stela fyrir fyrirsjáanlegt gjaldþrot. Hvað hurfu margir millarðar í gjaldþroti Baugs? Yfir þúsund ef ég man rétt.
Allir vita líka að í mörg ár var togast á um að þvinga íslenska alþýðu og börn hennar til að axla afleiðingarnar af glæpaverkum stórþjófanna. Það var m.a. fyrir snerpu þess manns sem á pennanum heldur í Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins sem Íslendingar tóku sig saman og létu Evrópusambandið hanga með á dómi sem ESB fór halloka fyrir en Íslendingar unnu. Þau málalok stöppuðu stálinu í þjóðina - réttilega - og sýndu og sönnuðu að leiðsögn Davíðs Oddssonar, þrautseig barátta einstaklinga eins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í InDefence ásamt kjarki Ólafs Ragnars Grímssonar forseta vörðu sjálfstæðið, fullveldið, sjálfsákvörðunarréttinn, lýðræðið og í áframhaldinu sjálft lýðveldið.
En seigt er í sýkli sósíalismans, þegar aðalóvinur þjóðarinnar innanlands var gerður að þingforseta Alþingis, Davíð Oddsson flæmdur með lögbroti úr Seðlabankanum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flæmdur úr embætti forsætisráðherra með árás skipulagðri erlendis frá. Áframhaldið er á þeim nótum að fyrir utan að vinstri menn á Íslandi biðu hroðalegustu kosningaútreið í allri Evrópu á þeim tíma, þá eru þeir staðsettir í fleiri flokkum í dag og hefur tekist á rúmum áratug að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í helming þess mesta fylgis, þegar Davíð Oddsson var formaður flokksins. Og í dag telja margir kjósendur ríkisstjórnina vera vinstri stjórn og kalla hana sem slíka, þannig að ekki kemur á óvart að sjá einnig það orð notað í Reykjavíkurbréfinu.
Í víðara samhengi er málið grafalvarlegt og fjallar um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga nú og í framtíðinni. Vinstristjórnin vinnur ötullega að því að koma Íslandi endanlega undir völd ESB-skrímslins og leikur fyrir akademíkera að froða furðulegum, óskiljanlegum orðum sem ekkert venjulegt fólk skilur. Litið er niður á kjósendur og þeim sagt að þeir skilji ekki málin en samt er veðjað til þeirra um atkvæði á kjördegi. Lýðræðið á Íslandi er á mörkum þess að verða embættisræði og ótrúlegt að horfa á hræsni þeirra, sem þykjast anna sjálfstæði þjóðarinnar, nota hverja stundu til að eyðileggja stjórnarskrána, sjálfan grundvöll lýðveldisins.
Fyrirlitningin á lögum, formlegum stofnunum lýðveldisins sem eru lýðræðisstofnanir á grundvelli stjórnarskrárinnar, er orðin svo útbreidd að vandaðir" einstaklingar taka þátt í ljótri aðför að sjálfu lýðveldi Íslendinga. Það skiptir engu máli hvaða orð menn nota, þegar Alþingi er vikið til hliðar fyrir ályktanir" í stað laga, sem flytja lýðræðisleg völd úr höndum þjóðarinnar til útlanda og er þá vegið beint að hjarta lýðveldisins stjórnarskránni. Það voru mér vonbrigði að sjá Björn Bjarnason, sem var vakandi í Icesave, kolfalla svo á prófsteini orkupakkans og koma í kjölfarið með tillögur um að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðildarríki ESB með sérstökum kafla ESB um yfirráð málaflokka viðkomandi þjóðar. Enn önnur vonbrigði voru að sjá Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra umturnast í upphafningu sósíalista m.a.innan Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndir utanríkisráðherrans í dag um setu við hlið glæpamanna í Mannréttindaráði SÞ eru samhljóma tillögum sósíalista. Ráðherrann hefur notað embættið sem kennarastöðu til að leiðrétta utanríkisstefnu Bandaríkjamanna rétt eins og þeir væru nemandi Íslands í utanríkismálum. Vinstristjórninn er vilhöll kínverska kommúnistaflokknum og ekki talið ámælisvert að fjármálaráðherrann og formaður Sjálfstæðisflokksins taki stöðu í bankaráði þess banka Kommúnistaflokks Kína, sem fjármagnar heimsútþenslu kommúnismans aðallega í verkefninu Belti og braut.
Ef nokkru sinni er ástæða til að verja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, þá er það núna. Skal höfundur Reykjavíkurbréfs hafa þakkir fyrir að halda uppi frelsiskyndlinum á þann hátt sem honum er treystandi fyrir og hefur ætíð reynst þjóðinni hið haldbesta vegarnesti.
Sigurður Ingi upplýsir að Bandaríkjamenn stjórna Bandaríkjunum
15.9.2020 | 16:43
Samgönguráðherrann hefur eftir nær þriggja ára starfstímabil komist að þeirri stórkostlegu niðurstöðu að Bandaríkjamenn stjórna Bandaríkjunum."
Ástæðan fyrir þessarri heljarmiklu heilavörpu var fyrirspurn Arnþrúðar Karlsdóttur á útvarpi Sögu sem spurði Sigurð Inga Jóhannesson persónulega hvort hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi kommúníska njósnafyrirtækið Huawei. Benti Arnþrúður í sakleysi fyrirspyrjandans á að Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði haft orð á því í Íslandsferð að ekki ætti að kaupa vörur eða þjónustu af kínverska risafyrirtækinu Huawei þar sem slíkt væri notað til njósna fyrir kínverska herinn. Það væri því öryggismál viðkomandi þjóðar að ganga ekki um með kínverskan kommúnista á bakinu sem gægðist yfir öxlina og fylgdist með öllu sem gert er.
Eftir hina stórmerkilegu uppgötvun bætti ráðherrann því við, að Bandaríkjamenn stjórnuðu ekki Íslandi.
Það er vel.
En hverjir stjórna Íslandi?
Kínverjar?