Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025

Þá byrjar ballið með darraðadansi amtkvenna Evrópusambandsins

valkyrjurnar

 

 

 

 

 

 

Það er orðið langt liðið síðan ég skrifaði hér en núna kem ég til baka. Ástæðan er hinn nýi darraðardans í boði innlendra amtkvenna Evrópusambandsins. Nýja ríkisstjórnin blæs til stríðs við þjóðina í Evrópusambandsmálinu og lætur kjósa um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. 

Enginn skal láta sér detta eitt augnablik annað í hug en að það sem sett er í skúffu í Brussel er geymt en ekki gleymt. Því verður atkvæðagreiðslan ekkert annað en atkvæðagreiðsla um inngöngu Íslands í ESB. Hefur fólk gleymt klækjabrögðum Samfylkingarinnar þegar send var aðildarumsókn í nafni alþingis til Brussel?

Markmið þessarrar ríkisstjórnar er að kaffæra undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, sjávarútveg og ferðamannaiðnaðinn með hóflausum auknum og nýjum sköttum og þegar allt er komið í kaf ætla dömurnar þrjár að birtast í líki óskadísa „sem bjarga" þjóðinni með inngöngu í ESB og upptöku evru.

Stjórnmálin á Íslandi eru komin úr höndum landsmanna og nú þarf að bretta upp ermarnar til að lýðveldið renni ekki úr greipum þjóðarinnar og landsmenn breytist í þræla erlends valds. 

Íslandingar hafa áður verið í slíkri stöðu og það er engin ástæða að endurupplífga hana, þótt valkyrjurnar þrjá ásamt þeirri fjórðu á Bessastöðum og þeirri fimmtu í Brussel reyni allt af fremsta megni til að drösla okkur þangað.

Komandi tímabil er spurning upp á líf eða dauða lýðveldisins sem foreldrar okkar, afar og ömmur og eldri kynslóðin stofnuðu á Alþingi 17. júní 1944.

Meira kemur

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband