Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025

Það eykur ekki lýðræðið að flytja spillingu Reykjavíkurborgar til Alþingis

2vhÍ nýju viðtali við Vigdísi Hauksdóttir, umboðsmann Miðflokksins, lýsir hún hvernig nýju kosningalögin eiga rætur að rekja til Steingríms J. Sigfússonar á árunum 2009-2013. Útkoman er komin í ljós eftir að hafa dembt lögum um kosningar til sveitarstjórna, alþingis, embættis forseta og þjóðaratkvæðagreiðslur í einn hrærigraut. Vankantarnir eru miklir. Núverandi skipulag er algjör afturför miðað við fyrra kosningakerfi, þar sem sýslumenn sáu um öryggið ásamt lögreglunni sem flutti kjörkassa með atkvæðum til talningar. 

Óreiðan í ráðhúsi Reykjavíkurborgar er talandi dæmi þess að núna er verið að flytja skipulagsleysið í stjórnarháttum Reykjavíkurborgar yfir til Alþingis. Núna á þingmaðurinn Dagur B. Eggertsson að rannsaka handvömm starfsmanna borgarstjórans Dags B. Eggertssonar. Eftir allt klúður Reykjavíkurborgar sem getur ekki lengur séð um byggingar í borginni, þá er engin furða að kjósendur hafi strikað nafn hins spillta borgarstjóra Dags B. Eggertssonar út af kjörseðlinum. En það dugði ekki til til að koma í veg fyrir að hann næði inn á þing.

Innganga Íslands í ESB og upptaka evru eru forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar

 

Eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna um inngöngu í ESB og upptöku evru er ljóst að þjarma á að landsmönnum til að knýja fram vilja Brussel-hirðarinnar. Íslandi á að þræla - með góðu eða illu - inn í ESB. Það hafa valkyrjurnar ákveðið hvaða orð svo sem koma út af vörum þeirra. Hvers vegna annars er byrjað á því að fara til Brussel og „koma á sambandi" við stækkunarstjóra ESB? Af gjörðum verður fólk dæmt og innganga Íslands í ESB er greinilegt forgangsmál þessarar ríkisstjórnar.

Til að fjötra landsmenn undir yfirráð erlends valds á Íslandi, þarf að styðjast við keypta stjórnmálamenn sem plægja jörðina fyrir svikulli valdatöku. Kosningaklúðrið í síðustu alþingiskosningum er bara byrjunin á þeirri ósvinnu sem landsmenn eiga eftir að fá yfir sig frá valkyrjunum. Svik Flokks fólksins við kjósendur sýnir hver heldur um tauminn sem liggur alla leið til höfuðstöðva ESB í Brussel. Valkyrjurnar fá að sýna hæfileika sína með því að hleypa öllu í bál og brand á Íslandi. Á meðan landsmenn eru sundraðir mun ESB nota tækifærið og læsa klónum um auðlindir landsins. ESB kosningunum sem logið er að þjóðinni að sé bara spurning til að „athuga" hvað þjóðin vilji, verða í reynd kosningar um inngöngu í ESB. Farin verður írska leiðin og kosið aftur segi þjóðin nei. Allt þar til já verður á endanum kreist út.

Þjóðin hefur verk að vinna

 

Fyrri ríkisstjórn Katrínu Jakobsdóttur hefur lagt grunninn og blekkt þjóðin kaus loftslagsheimsendaforseta á Bessastaði. Nýja ríkisstjórnin kemur því að beinni snyrtilegri braut til að „klára verkið" sem vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hóf með prettum og svikum um inngöngu landsmanna í ESB.

Í síðustu kosningum hafnaði þjóðin vinstri mönnum á eftirminnilegan hátt. En vegna aumingjaháttar Sjálfstæðismanna er akurinn plægður fyrir verstu óvini Íslands. Sjálfstæði Íslands er í hættu.

Hér þarf verk að vinna.


Dagur B. á að rannsaka starfsmenn Dags B. sem bera ábyrgð á talningu atkvæða fyrir Dag B

dagurbe1Hversu sjúkt er ekki þetta: Borgarstjórinn fer í þingframboð og fram kemur gagnrýni á meðhöndlun starfsmanna borgarinnar á utankjörfundaratkvæðum sem varða framboð borgarstjórans í Reykjavík til þings. Þá er borgarstjórinn sem kjörinn þingmaður settur yfir nefnd sem á að rannsaka starfsmenn borgarstjórans sem mögulega gerðu vitleysu í talningu atkvæða sem getur haft áhrifa á úrslit kosninganna. Er það trúverðugt að sjálfstætt hlutleysi fái notið sín í samskiptun borgarstjórans og undirmanna hans?

Þetta hljómar eins og í reyfara um eitthvað bananaríki. Sjálfsagt vill bæði Dagur B. og allar kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir landsmanna meina að kosningafyrirkomulagið á Íslandi sé hið besta í heimi. En af hverju eru starfsmenn sveitarfélaga látnir bera ábyrgð á atkvæðum sem snerta þeirra eigin yfirmenn?

Spillingarhneyksli Reykjavíkurborgar eykur ekki traust á talningu atkvæða

 

Ekki er það til að auka trúnað á lýðræðinu hjá þeirri „bananaborg“ sem Reykjavík er orðin eftir meðhöndlun borgarstjórans á fjármálum borgarinnar sem, já, minna einna helst á fjármál gjörspillts þriðja heims ríkis. Dagur B. skilur eftir sig slóð hneykslismála hverju öðru verra og gjaldþrota borg með skuldaklafa á herðum komandi kynslóða Reykvíkinga. Ekki eykur það trúverðugleikann við talningu atkvæða í ráðhúsi Reykjavíkur eða rannsókn Dags B. á sömu talningu. Gagnrýni Vigdísar Hauksdóttur á því fullan rétt á sér og óþarfi hjá Landskjörstjórn að skylmast við hana með rugli um „póstatkvæði“ eða „sendingar.“

Fengu umboðsmenn flokkanna að sjá lista yfir utankjörfundaatkvæði?

 

Landskjörstjórnin svarar spurningu Vigdísar um hvaðan 2500 atkvæði hafi allt í einu komið inn í talningu kjörstjórnar Reykjavíkur að samkvæmt nýju kosningalögunum séu atkvæði sem Reykjavíkurborg berist, aðallega erlendis frá, sett í kassa og megi rjúfa innsigli ytra umslags fyrir kjördag, þegar búið er að kanna löggildi sendingar og síðan sé sjálft kosningaumslagið látið óopnað með öðrum utankjörfundaatkvæðum og opnað eftir að kjörfundi lýkur. Aðalrök kjörstjórna Reykjavíkur eru að sérstök skrá sé höfð um þessi atkvæði. Fengu umboðsmenn flokkanna að sjá þessar skrár, þegar Eva Bryndís tilkynnti þeim um þessi 2.500 atkvæði? Hafa umboðsmenn flokkanna nokkru sinni fengið að sjá þessar skrár?vigdis-1

Afhenda kjósendur erlendis atkvæði sín persónulega til starfsmanna Reykjavíkurborgar?

 

Greinilega ætlar þingmaðurinn Dagur B. sem er að rannsaka hvort starfsmenn borgarstjórans Dags B. hafi staðið sig að segja að allt sé í stakasta lagi til að hrófla ekki við útkomu kosninganna. Niðurstaðan á að líklegast að verða sú, að það eina sem hefur farið úrskeiðis við kosningarnar í Reykjavík er, eins og Landskjörstjórn fullyrðir, að Vigdís Hauksdóttir hafi misskilið orðið „póstatkvæði.“ En ekki tekst það neitt sérstaklega vel samanber tilvísun Landskjörstjórnar:

„Yfirkjörstjórnirnar vísa til athugasemda sinna við 5. lið og að misskilnings gæti þar sem ekki sé um „póstatkvæði“ að ræða heldur sendingar sem séu að öllu leyti sambærilegar þeim sem berist frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ….“

Á móti má spyrja, hvort kjósendur erlendis fljúgi sjálfir með atkvæði sín og afhendi þau persónulega til starfsmanna í móttöku Reykjavíkurborgar? Hvernig er þetta nú aftur með póstinn, hmm, sendiráðin gefa kjósendum tvo valkosti (fyrir utan að afhenda bréfin í eigin persónu): annað hvort sendir viðkomandi atkvæðið með pósti eða að sendiráðið sendir atkvæðið með sendiráðspósti.

Lágkúra í hámarki að kenna umboðsmanni Miðflokksins um misbresti í atkvæðatalningu Reykjavíkur

 

Meðhöndlun kjörstjórna Reykjavíkurkjördæma á utankjörfundaatkvæðunum er algjört klúður. „Póstur eða sending og misskilningur“ er aumkunarvert yfirklór Landkjörstjórnar sem ber alfarið að hafna og senda til baka til heimahúsanna. Taka ber undir kröfu Vigdísar Hauksdóttur, að

„Landkjörstjórn fari yfir, beri saman og rannsaki öll utankjörfundaratkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum í nýafstöðnum alþingiskosningum sem fram fóru 30. nóvember sl.….“


Þá byrjar ballið með darraðadansi amtkvenna Evrópusambandsins

valkyrjurnar

 

 

 

 

 

 

Það er orðið langt liðið síðan ég skrifaði hér en núna kem ég til baka. Ástæðan er hinn nýi darraðardans í boði innlendra amtkvenna Evrópusambandsins. Nýja ríkisstjórnin blæs til stríðs við þjóðina í Evrópusambandsmálinu og lætur kjósa um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. 

Enginn skal láta sér detta eitt augnablik annað í hug en að það sem sett er í skúffu í Brussel er geymt en ekki gleymt. Því verður atkvæðagreiðslan ekkert annað en atkvæðagreiðsla um inngöngu Íslands í ESB. Hefur fólk gleymt klækjabrögðum Samfylkingarinnar þegar send var aðildarumsókn í nafni alþingis til Brussel?

Markmið þessarrar ríkisstjórnar er að kaffæra undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, sjávarútveg og ferðamannaiðnaðinn með hóflausum auknum og nýjum sköttum og þegar allt er komið í kaf ætla dömurnar þrjár að birtast í líki óskadísa „sem bjarga" þjóðinni með inngöngu í ESB og upptöku evru.

Stjórnmálin á Íslandi eru komin úr höndum landsmanna og nú þarf að bretta upp ermarnar til að lýðveldið renni ekki úr greipum þjóðarinnar og landsmenn breytist í þræla erlends valds. 

Íslandingar hafa áður verið í slíkri stöðu og það er engin ástæða að endurupplífga hana, þótt valkyrjurnar þrjá ásamt þeirri fjórðu á Bessastöðum og þeirri fimmtu í Brussel reyni allt af fremsta megni til að drösla okkur þangað.

Komandi tímabil er spurning upp á líf eða dauða lýðveldisins sem foreldrar okkar, afar og ömmur og eldri kynslóðin stofnuðu á Alþingi 17. júní 1944.

Meira kemur

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband