Bloggfærslur mánaðarins, september 2020
Sigurður Ingi upplýsir að Bandaríkjamenn stjórna Bandaríkjunum
15.9.2020 | 16:43
Samgönguráðherrann hefur eftir nær þriggja ára starfstímabil komist að þeirri stórkostlegu niðurstöðu að Bandaríkjamenn stjórna Bandaríkjunum."
Ástæðan fyrir þessarri heljarmiklu heilavörpu var fyrirspurn Arnþrúðar Karlsdóttur á útvarpi Sögu sem spurði Sigurð Inga Jóhannesson persónulega hvort hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi kommúníska njósnafyrirtækið Huawei. Benti Arnþrúður í sakleysi fyrirspyrjandans á að Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði haft orð á því í Íslandsferð að ekki ætti að kaupa vörur eða þjónustu af kínverska risafyrirtækinu Huawei þar sem slíkt væri notað til njósna fyrir kínverska herinn. Það væri því öryggismál viðkomandi þjóðar að ganga ekki um með kínverskan kommúnista á bakinu sem gægðist yfir öxlina og fylgdist með öllu sem gert er.
Eftir hina stórmerkilegu uppgötvun bætti ráðherrann því við, að Bandaríkjamenn stjórnuðu ekki Íslandi.
Það er vel.
En hverjir stjórna Íslandi?
Kínverjar?
Mannréttindadómstóll Evrópu kominn langt út fyrir upprunaleg markmið
15.9.2020 | 08:23
Ég hef gert hlé á bloggskrifum hér síðan í júlí, fremst vegna fréttaskrifa á útvarpi SÖGU.
Ætla að reyna að tengja fréttaskrifin við eigin hugleiðingar hér að nýju og byrja á frétt sem birtist á útvarpi SÖGU í morgun um fyrirhugaða löggjöf Breta sem færir þeim ákvörðunarréttinn tilbaka á því hverjir fá að vera í Bretlandi.
Mannréttindadómstóll Evrópu er kominn langt framúr" því verkefni sem upprunalega var ákveðið eftir seinni heimsstyrjöldina enda hefur verið spunnið við lögin síðan. Bretar gerðust aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu 1989 sem Theresa May sagði að bundið hefði hendur breska þingsins." Evrópusambandið er eins og hundur á roðskinni og hremmir Breta með öllum tiltækum ráðum t.d. hótun um bann á N-Írland að kaupa matvæli af Bretum! Búast má því við að skæluvælurnar bæði hjá Mannréttindadómstólnum og í Brussel kveini hástöfum, þegar ríkisstjórn Boris Johnsson tekur tilbaka ákvörðunarrétt Breta um hverjir mega dvelja í landinu.
Hér er greinin:
Unnið er að nýrri löggjöf í Bretlandi sem gerir Bretum kleift að ákveða sjálfir hverjir fá að vera í landinu og hverjum þeir geta vísað burtu. Tillagan verður birt eftir nokkrar vikur að sögn Sunday Telegraph en verið er að undirbúa lagasetningu í dómsmála-, innanríkismála- og forsætisráðuneytinu sem gerir Bretum kleift að sniðganga núverandi Mannréttindasáttmála Evrópu.
Stóra Bretland hefur stöðugt hafnað því að setja tryggingu fyrir að framfylgja evrópska mannréttindasáttmálanum í samningaviðræðunum við Evrópusambandið. Boris Johnson hefur þvert á móti varað ESB við því að Bretar munu sjálfir taka málin í eigin hendur. Ein af ótal kröfum ESB í Brexit samningnum var að Bretar gæfu skilyrðislaust loforð um að hlíta Mannréttindasáttmálanum eftir útgöngu úr ESB.
Búast má við að ESB noti markmið Breta að ákveða sjálfir hverjir dvelji í landi sínu til enn frekari sleggjukasta fyrir eigin hagsmuni í Brexit-viðræðunum. Ástandið í Brexit-umræðunum er eldheitt og stefnir í að Bretar yfirgefi ESB samningslausir ef talsmenn ESB taki sig ekki í kragann fyrir 15. október og semji en ESB hótar m.a. viðskiptabanni á Norður-Íra til matvælakaupa sem lið í kúgunarspilinu gegn Bretum.
Stóra Bretland hefur í mörg ár átt í erfiðleikum með að vísa hættulegum útlendingum úr landi vegna ákvæða Mannréttindasáttmálans og hefur það valdið gremju og reiði yfirvalda og almennt í Bretlandi. Theresa May sagði 2016 að Bretar ættu að segja sig frá sáttmálanum vegna þess að hann bindur hendur þingsins. Núna endurskrifa Bretar lögin svo þeir þurfi ekki að framfylgja ákvæðum sáttmálans sem tryggir hættulegu fólki vistarveru í Bretlandi.
Dominic Cummings ráðgjafi Boris Johnson hefur ásakað Mannréttindadómstólinn í Strassburg fyrir dóma sem hindra brottvísun hættulegra erlendra glæpamanna. Cummings hefur einnig varað við því að Bretar munu fara eigin leiðir eftir aðskilnaðinn við ESB.
Stóra Bretland gerðist aðili að Mannréttindasáttmálanum 1989 og hefur Íhaldsflokkurinn verið mjög gagnrýninn á þá tilhögun.
Sjá nánar hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)