Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Er Alþingi reiðubúið að taka af skarið með óheillaumsóknina forðum?

200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svgTöluvert hefur verið rætt um, að ESB-umsóknin liggi óvirk í skúffu og að ríkisstjórn hliðholl Evrópusambandinu geti dustað af henni rykið í framtíðinni og haldið áfram aðlögunarferlinu að þjóðinni forspurðri. Þá fengi þjóðin enga viðkomu frekar en þegar Samfylkingin - með þvinguðum "stuðningi" Vinstri Grænna, sendi þjóðina út í horn á meðan ríkisstjórnin sótti um inngöngu í ESB.

Sjaldgæf fávizka talsmanna Samfylkingarinnar, sem reyndu að blekkja þjóðina með samningapakka, afhjúpaðist á eftirminnilegan hátt, þegar Össur Skarphéðinsson fv. utanríkisráðherra  var "tuktaður til" af fulltrúm ESB sem upplýstu að um engar samningaviðræður væri að ræða heldur hreint aðlögunarferli. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir réttilega á, að innganga í ESB er spurning um aðlögun íslensku stjórnarskrárinnar að stjórnarskrá ESB Lissabonsáttmálanum.

Það færi mjög vel á því að Alþingi ályktaði um afstöðuna til ESB og óheillaumsóknarinnar forðum. Alþingi myndi með slíkri ályktun hreinsa andrúmsloftið og leggja skýrar línur um málið í framtíðinni, þannig að engin ríkisstjórn gæti á eigin forsendum vélað þjóðina inn í stórveldi meginlandsins sem einungis vex í öfuga átt við lýðræðið.

Það myndi bæta ímynd Alþingis að álykta um frelsi þjóðarinnar til að ákveða sjálf örlög sín og binda samtímis formlegan endi á hugsanlegt, áframhaldandi innlimunarferli ESB í trássi við vilja þjóðarinnar.

Vonandi hafa öldurnar lægt það mikið eftir "hrun" að Alþingi geti núna sameinast um framhald málsins.

Slíkt yrði heillaspor fyrir Ísland.

 

 


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Ítalía næsta land að fara úr ESB?

italiexitHagfræðingurinn Roger Bootle segir að Ítalska efnahagskerfið muni hrynja og Ítalir yfirgefa evruna. Segir hann að "þegar Ítalía springur að lokum muni það skapa bæði bankakreppu sem skekja muni efnahag ESB og stjórnmálakreppu sem hrista muni grundvöll alls ESB". 

Ítalía er í þriðju efnahagslægðinni á einum áratug. Bootle segir að evran hafi gert alla hluti verri fyrir Ítali í samanburði við Breta, því vöxtur Ítalíu hafi aðeins verið 9% á sama tíma og hagvöxtur Breta nam 44% þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli Breta brezka pundsins. 

Tíu ára skuldabréf Ítalíu bera 2,6% hærri vexti en þýzk og fara vextir hækkandi með auknum óróleika á fjármálamörkuðum.

Roger Bootle segir "að ef Ítalíu takist ekki að koma sjálfbærum hagvexti skjótt í gang muni ríkið fara í greiðsluþrot, þurfa að yfirgefa evruna eða hvorutveggja í senn."

 


Skítugasta, foráttuheimskasta kosningabarátta framundan í ESB. Fullveldismenn Gyðingar nútímans.

dreamstime_xs_132027446Internazistarnir í Berlín og á Wall Street hafa fyrir löngu síðan gyðingavætt sérhvern þann mann sem unnir sínu föðurlandi. Syngdu Farsælda Frón og þú átt á hættu að vera ásakaður um nazisma. Í besta falli lýðskrum og hægri þjóðernisstefnu. Ó Guðs vors lands og land vors Guðs er fyrir löngu gleymt. Niðurtraðkað af klausturklossum. Fjallkonan er hengd til þurrkunar eins og hver önnur skreið. Þeir einu sem ekki verða af main-stream media ásakaðir fyrir að vera nazistar eru nazistarnir sjálfir, al-þjóðlegu-sósíalistarnir sem eru arftakar þjóðlegu-sósíalistanna og breyta öllu í al-þjóð.

Sænskum sósíaldemókrötum tókst með hræðsluáróðri um nazisma að véla til sín gula hnappa í þingborðum smælkisflokka, svo þeir gætu múrað sig áfram við völdin. Eru núna á fullu í undirbúningi fyrir ESB-þingkosningarnar í maí. Búið er að fá fræðilegu uppskriftina með skýrslu um "rússneska íhlutun í samstarfi við innlend hægri öfgaöfl" keypta með skattafé af kratískri "hugveitu" í London. Afdankaður kratískur göbbelgæðingur fenginn til að forma kenningar og leiða slátrunarherferð á frjálsum fjölmiðlum og opinni umræðu. Með sömu aðferðum og Rússar eru sagðir beita: Tröllum á netinu. Virkja á auglýsingabransann með í úrslitastríðið um síðasta orð sannleikans með því að svelta hvern þann miðil sem dirfist að andmæla ESB eða stórbrjálæðisveldahugmyndinni sem er að verða veruleika fimm í tólf. 

Verður í þessarri skítugu baráttu engin leið að vita hver segir hvað og frá hverjum boðskapurinn kemur. Netstormsveitir ESB eiga að kæfa möguleika venjulegs fólks til skoðanaskipta á félagsmiðlum og google er þegar byrjað að sortera burt "hatursumræðu" gagnrýnenda stórríkisins við leitir á netinu. Bein símalína er milli sænsku ríkisstjórnarinnar og skæruliða Facebook, Google og Youtube. Megum við búast við falsfréttaflóði frá internazískum fréttaveitum komandi mánuði.

Á litla krúttlandinu kennt við ís er Klausturssiðavæðingin mikla þáttur í nýjum veruleika veruleikafáranleikans. "Óháðir varaforsetar" settir í víglínu nýju siðaskiptanna. Ekkert mark tekið á vesælings mannætunni sem fór á Klaustur bar og varð það á að gleypa Miðflokksmann og leggjast magaveik í rúmið á eftir. Nýju siðaskiptin eru undir eftirliti marskálks ESB sem horfir á sérhverja baráttu til að útrýma leiðtogum sjálfstæðra þjóða með aðdáunaraugum. Ekki skal hætt fyrr en búið er að véla stjórnskrána inn í ESB-maskínuna, dusta rykið af aðildarumsókninni og stimpla á hana: Afgreidd. 

Sjálfstæðisflokkurinn hvað? Varla neitt eftir af því nafni nema flokkurinn.


mbl.is Vilja eyða ESB innan frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband