Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldið
4.11.2018 | 10:16
Afskaplega ánægjulegt að lesa ályktun flokksráðsfundar Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur haslað sér völl sem vörður um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Sá flokkur sem kennir sig við sjálfstæði mætti alveg sýna burði til að standa undir því góða nafni og koma með í liðgæzlu fullveldisins.
Miðflokkurinn er gamli kjarni Framsóknarflokksins, arftaki bænda sem byggt hafa landið í aldanna rás. Má telja það mikla björgun að forystu Miðflokksins tókst að bjarga stefnu flokksins frá nafnaþjófum og aumum embættisgráðugum svikurum sem fórnuðu hugsjóninni fyrir augnablik á ráðherrastóli.
Í ályktun Miðflokksins segir:
"Á hundrað ára fullveldisafmæli virðist allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli sér að innleiða hinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir ótal viðvaranir, heiman frá og að utan. Það er ótækt að jafn stórt hagsmunamál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starfandi stjórnvöldum". "Í málefnum landbúnaðarins skín í gegn áhugaleysið gagnvart fullveldinu. Rök er snúa að heilnæmi innlends landbúnaðar eru afgreidd sem forpokuð, rök sem snúa að mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og matvælaöryggi fyrir íslenska þjóð eru afgreidd sem afturhaldssöm og sögð merki um þjóðernishyggju".
Miðflokkurinn stendur á grundvelli öflugs atvinnulífs, hófsamrar skattheimtu og skynsamlegs regluverks.
Ríkisstjórnin hlustar frekar á embættismenn í Brussel en eigin landsmenn. Íslenska þjóðin hefur áður kynnst slíku háttalagi og þurft að bregðast kröftuglega við.
Hverju eru kjörnir þingmenn og ráðherrar að ögra?
Hafa þeir ekkert lært af Icesave?!
Ætlar ríkisstjórnin virkilega að verða arftaki fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar og fara í stríð við þjóðina?
Það getur aðeins þýtt ICESAVE - TAKA TVÖ
Orkupakkinn innleiddur þrátt fyrir viðvaranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)