Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldið

logo-xM-prent_hvítt-bakAfskaplega ánægjulegt að lesa ályktun flokksráðsfundar Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur haslað sér völl sem vörður um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Sá flokkur sem kennir sig við sjálfstæði mætti alveg sýna burði til að standa undir því góða nafni og koma með í liðgæzlu fullveldisins.

Miðflokkurinn er gamli kjarni Framsóknarflokksins, arftaki bænda sem byggt hafa landið í aldanna rás. Má telja það mikla björgun að forystu Miðflokksins tókst að bjarga stefnu flokksins frá nafnaþjófum og aumum embættisgráðugum svikurum sem fórnuðu hugsjóninni fyrir augnablik á ráðherrastóli.

Í ályktun Miðflokksins segir:

"Á hundrað ára fullveldisafmæli virðist allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli sér að innleiða hinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir ótal viðvaranir, heiman frá og að utan. Það er ótækt að jafn stórt hagsmunamál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starfandi stjórnvöldum". "Í málefnum landbúnaðarins skín í gegn áhugaleysið gagnvart fullveldinu. Rök er snúa að heilnæmi innlends landbúnaðar eru afgreidd sem forpokuð, rök sem snúa að mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og matvælaöryggi fyrir íslenska þjóð eru afgreidd sem afturhaldssöm og sögð merki um þjóðernishyggju".

Miðflokkurinn stendur á grundvelli öflugs atvinnulífs, hófsamrar skattheimtu og skynsamlegs regluverks.

Ríkisstjórnin hlustar frekar á embættismenn í Brussel en eigin landsmenn. Íslenska þjóðin hefur áður kynnst slíku háttalagi og þurft að bregðast kröftuglega við. 

Hverju eru kjörnir þingmenn og ráðherrar að ögra?
Hafa þeir ekkert lært af Icesave?!
Ætlar ríkisstjórnin virkilega að verða arftaki fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar og fara í stríð við þjóðina?

Það getur aðeins þýtt ICESAVE - TAKA TVÖ


mbl.is Orkupakkinn innleiddur þrátt fyrir viðvaranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var ljós í myrkrinu að lesa þessa ályktun Miðflokksins.  En samkvæmt heimildum ætlar IÐNAÐARRÁÐHERRA að leggja fram frumvarp, í febrúar á næsta ári bara til þess að ekki verði lagt fram frumvarp um skerðingu fullveldisins á 100 ára afmæli fullveldis landsins, um að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur.  Og þar með ætlar ráðherrann AÐ HUNSA LANDSFUNDARÁLYKTUN FLOKKSINS.  HVERNIG SKYLDI VERÐA TEKIÐ Á ÞVÍ ÞEGAR VARAFFORMAÐUR BER ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ BRJÓTA LANDSFUNDARSAMÞYKKTIRNAR OG SVO ER FORMAÐURINN INNVIKLAÐUR Í ÞESSI MÁL OG FYRRVERANDI RITARI FLOKKSINS HEFUR EINNIG KOSIÐ AÐ VERÐ ÞÁTTTAKANDI Í LANDRÁÐUNUM OG ÞÁ ER NÚVERANDI RITARI FLOKKSINS Í ÞINGFLOKKNUM OG SVO ERU ALLIR ÞINGMENN FLOKKSINS, ER BÚIÐ AÐ TALA ÞÁ TIL?????

Jóhann Elíasson, 4.11.2018 kl. 10:52

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, þetta eru orð að sönnu, hvernig ætlar forysta Sjálfstæðisflokksins að ganga gegn ályktun Landsfundar án þess að það dragi dilk á eftir sér? 

"Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins." (Úr ályktun atvinnuveganefndar 43. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins).

Sjálfstæðisflokkurinn er töluvert frá því fylgi sem hann gæti haft og hefur áður haft. Að berjast við eigin flokksmenn um ályktun Landsfundar hlýtur að enda í annað hvort endurnýjaðri flokksforystu eða töluverðum fylgisflótta frá flokknum.

Gústaf Adolf Skúlason, 4.11.2018 kl. 12:59

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ef Bjarni Ben, hefði ekki notaða rýtinginn á bakið á honum

Sigmundi Davíð, væri staðan á Íslandi allt önnur en hún er í dag.

Hann fórnaði Sigmundi fyrir Engeyjarættina og hennar fé.

135 milljarðar afskrifaðir á þessa ætt..!!  Á sama tíma voru

Jón og Gunna borin út á götuna.

Hvernig er þetta hægt..??

Jú, þegar menn mæta “vafnigalaust” og “Icehot 1” með sitt

“Ískalda mat” , þá gengur ættinn framar íslenskum hagsmunum.

Sigmundi var fórnað fyrir ættina. Það gat ekki gengið, að pólitíkus

væri á þingi að vinna fyrir þjóðina. Þetta vissu þeir og stóluðu

á fjölmiðla sem myndu reka saman almenning gengn SDG.

Hjarðhegðunin, þrælsóttinn og hundseðlið lét ekki á sér standa.

Fólk tók undir allt þetta kjaftæði sem panamaskjölin voru og

hjálpuðu til að koma einum af þeim efnilegustu mönnum sem við

höfum haft á þingi burt. Manni sem barðist fyrir almenning.

Vegna hans og hans baráttu gegn ICESAVE væri Íslensk þjóð

í hlekkjum vogunarsjóða og fátækt og ömurlegheit með því

versta í vestur evrópu. En þetta vill fókl ekki sjá.

Af hverju..?? Það trúir spunadellunni sem lagt er á borð

frá þeim sem hafa fjármagnið.

Eftir það er leðjan og drullan sem lekur frá þessu þingi þvílík

að maður hefur aldrei séð annað eins.

Framsóknarmadaman hefur sýnt það svo rækilega í þessari stjórn,

að hún lætur allt fjúka til að vera með. Aftan og framan.

Lánleysi Íslendinga, fellst í spillingu þeirra sem við kjósum á þing.

Þingmannaeiður….???

Hvað er það og fyrir hverja..??

Landssjóður...???  Fyrir hverja..??

Hvenær ætlar alþjóð að vakna og sjá í gegnum spunavefinn

sem gagngert er gerður til að þjóna 5% þjóðarinnar..??

Á meðan er stutt við þetta sjálfstæðis-framsóknarhyski

þá veðrur aldrei breyting til batnaðar.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.11.2018 kl. 21:40

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Sigurður Hjaltested, þú skrifar orð og engar vísur og er ég þér 100% sammála - sérstaklega þarf þjóðin að lyfta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á ný í stól forsætisráðherrans og mynda skjaldborg um hann gegn árásum fjármálahrægamma. Ein ætt eða hópur fyrirtækja er ekki sami hlutur og öll þjóðin og það er fyrir þjóðina sem alþingismenn og aðrir kjörnir embættismenn eiga að vinna. Þakka þér fyrir innlitið.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.11.2018 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband