Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017
Sjáið hvað gerst hefur í Svíþjóð
19.2.2017 | 11:50
Afdönkuðu fjölmiðlafólki og öfundsjúkum stjórnmálamönnum finnst meira til koma ef Bandaríkjaforseti mismælir sig, segir eina tölu vitlaust í stað þess að ræða efnislega það sem hann er að ræða um. Að logið sé um, hvað forsetinn raunverulega segir virðist engin sök heldur gert að fréttum. Fyrrv. utanríkisráðherra Svíþjóðar notar orðið hryðjuverk til að "sanna" hvað Trump sé vitlaus en allir vita, að Bandaríkjaforseti notaði ekki orðið hryðjuverk um Svíþjóð.
Vinstri hjörð glópara leidd af moldríkum hrægammastjórum með eigin miðla og keypta stjórnmálamenn sér við hlið hefur á tíma afþjóðavæðingar átt allt leiksviðið. En sem betur fer er þetta að breytast. Þar kemur löglega kjörinn Bandaríkjaforseti ferskur inn á sviðið og hærir um í pottinum svo vinstri hjörðin endasendist vælandi út í horn. Vinstri blöð fara háðslega orðum um að ekkert hryðjuverk var framið föstudaginn 17 febrúar í Svíþjóð. Eins og það afsaki nú eitthvað eða breyti því, hvernig ástandið raunverulega er. Dick Malmlund sem starfað hefur í 30 ár að öryggismálum í Svíþjóð lýsti venjulegum degi í Svíþjóð (skv. tölulegum heimildum) í Expressen 15. febrúar s.l:
"Í dag verður ein manneskja drepin, 18 konum nauðgað, 24 verða fyrir ráni, 33 bílnm stolið, 241 börnum, unglingum, fullorðnum og eldri verður misþyrmt og brotist verður inn í 243 fyrirtæki og heimili. Þar að auki gerast 778 aðrir þjófnaðir. Allt þetta mun gerast áður en deginum lýkur. Og á morgun verður álika endurtekning."
Daily Mail segir Svíþjóð næst versta naugðunarland heimsins, aðeins Lesotho í Suður Afríku er verra. Í Malmö lána trésmiðir skotheld vesti við vinnu og iðnaðarfyrirtæki eru hætt störfum í borginni vegna þess að þau geta ekki tryggt öryggi starfsmanna sinna. Malmö er verst sett vegna skotárása og morða.
Hér er frétt Fox um sænska raunveruleikann
Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Í anda Trumps
13.2.2017 | 17:58
Trump er kristinn maður eins og flestir vita. Sem slíkur vill hann umvefja náungann með kærleik. Verkfæri djöfulsins Íslamska ríkið notar kærleik annarra til að drepa enn fleiri. Trump vill meina íslömskum vígamönnum að koma til Bandaríkjanna til að drepa fólk eins og í Evrópu.
Að verja fólk gegn hryðjuverkum og heilagastríðsmönnum, sem sprengja saklausa borgara í loftið, er í anda kristinnar trúar. Það er einnig í anda kristinnar trúar að bjóða þá velkomna sem framfylgja lögum og eru friðsamir.
Trumhatrið gleymir þeim sem sárt eiga um að binda eftir hryðjuverk íslamskra vígamanna. Trumhatrið snýr fólki gegn vinum í stað þess að starfa saman í einu liði gegn óvinum.
Það er merkilegt að sjá Trumhatrið svo sterkt að einstaka "guðs" menn biðji fólk um að snúa blinda auganu á Íslamska ríkið.
"Góða fólkið" ræðst á þá sem verja öryggi fjöldans, "góða fólkið" gefur brjálæðingum aukið rými fyrir fleiri ódæðisverk.
"Góða fólkið" byggir heljarveg í stað þess að starfa með meirihlutanum.
Vilja ferðabann í anda Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.2.2017 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gatan góða til glötunar
5.2.2017 | 02:30
Góða, svo ofboðslega góða fólkið, sem vill frelsa heiminn með einu sætu opnu samfélagi svo góði hirðirinn Soros geti vaktað okkur öll og leitt til slátrunar.
Eitt ríki, einn banki - einn guðlaus guð.
Það hefur varla farið fram hjá neinum að vestrænir miðlar góða fólksins eru öll í uppnámi yfir "múslímabanni" Bandaríkjaforseta.
Miðlar éta upp í einum kór: Sjö ríki með "meirihluta múslíma".
Samsærið gegn Trump sem vill verja sig og landsmenn sína gegn hryðjuverkum brjálæðra íslamista felst í því að æsa venjulega múslími til uppreisnar gegn lýðræðislega kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Logið er að fólki að því steðji ógn af "rasisma, fasisma" o.s.frv. og þeir sem eru að vernda hagsmuni fólksins útmálaðir sem óvinir þess.
Man einhver eftir Davíð Oddssyni, Geir Haarde og nú síðast Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni?
Góða fólkið leggur hlæjandi veginn til heljar.
Hver gaf Íran nýlega milljarði dollara sem nú eru notaðir til að smíða gjöreyðingarvopn gegn eina frjálsa landinu í Miðausturlöndum Ísrael?
Hver færði Norður-Kóreu dollara sem notaðir hafa verið fyrir hermang og kjarnorkukapphlaup?
Fyrir þá sem ekki vita: Demókratar í Bandaríkjunum: Obama og Clinton.
Það er engin tilviljun að Demókrataflokkurinn er kominn á sömu braut og fyrrverandi Samfylking í fylgistapi.
Kannski nýtt ávarp ríkja í vestri verði (enn um skeið): "Þar sem múslímar eru í minnihluta".
"Ísland, þar sem múslímir eru enn í minnihluta".
Lögbann á ferðabann Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)