Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
Fullveldisstjórn sátta og athafna
30.11.2017 | 21:54
Þetta er söguleg stund góðra markmiða og full ástæða til að óska ríkisstjórninni árnaðarheilla og góðra starfa. Ekki veitir af á þeim viðsjárverðu tímum sem eru í heiminum um þessar mundir.
Það sem er mest gleðjandi við þessa ríkisstjórn er ásetningur ríkisstjórnarflokkanna að láta málefnin ráða. Þar er nýr tónn sleginn sem gæti markað endalok "eftirhrunstaugaveiklunar" og upphaf nýs stöðuleikatímabils.
Ásetningur um að hefja virðingu Alþingis til vegs á ný hefði ekki mátt koma seinna, heiður stjórnmálastéttarinnar er í húfi og orðstír landsins líka. Vonandi smitast stjórnarandstaðan af vinnubrögðunum, Alþingi er full þörf á endurnýjun traustsins.
Gott mál að alþingismenn ræði beint við forráðamenn stofnana og stoða samfélagsins til að hlusta á hvað þeir hafa að segja. Slíkur ásetningur í hreinskilni og af heiðarleika gagnast þjóðinni, fleiri leggjast þá á reipið til að draga skútuna áfram.
Orðið nýsköpun slitnar aldrei, þróttur þjóðar mælist í grósku athafnamennsku og uppfinninga.
Ríkisstjórnarflokkarnir sýna alvöru með stjórnarsamkomulaginu. Sáttmálinn er eðlileg málamiðlun og eflaust hægt að óska sér meiri athafna á einstökum sviðum. En ný ríkisstjórn lýðveldisins hefur fæðst og stærsta raunin verður eflaust að halda út allt kjörtímabilið.
Vonandi stendur bakland flokkanna álagið þann tíma.
Þjóðin á það skilið.
Ráðherrakapallinn opinberaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þjóðarskömmin er borgarstjórans - Dagur B veldur ekki starfi sínu, hvorki í Reykjavík né annars staðar
29.11.2017 | 18:39
Þjóðarskömm að krókna í tjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ein með öllu
7.11.2017 | 09:32
Endurkoma núllanna
4.11.2017 | 11:53
Árið 1981 voru tvö núll tekin úr umferð myntskráningar á Íslandi. 100 kr urðu að 1 kr.
Í óðaverðbólgu er ekki haldandi á reiðufé heldur verður umsvifalaust að festa það í einhverju sem hugsanlega heldur í við verðbólguna.
Hrunamannastjórn sú sem nú er í spilunum mun - ef af fæðingu verður, þýða endurkomu núllanna.
Í Reykjavíkurbréfi dagsins skrifar höfundur:
"Það hefur vissulega streymt mikið fé í ríkiskassann og margir kalla eftir ríkulegum skerf. En ef gengið verður hratt um þær dyr gleðinnar, þá er vaxandi verðbólga skammt undan og hratt hækkandi vextir. Ekki í kjölfar fyrirsjáanlegrar verðbólgu heldur strax og áformin birtast og peningastjórn landsins kemst ekki hjá því að grípa til lögbundinna aðgerða til að streitast á móti þenslu sem stjórnlaus veislan mun óhjákvæmilega skapa".
Uppbyggingarstjórn núllanna brennir göt í seðlaveski landsmanna.
Gott mál að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur ræða saman.
En verður bóndanum í Hruna bjargað úr villtum dansi núllanna?
Fyrsti formlegi fundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daginn eftir ellefta september 2017 sagði forseti Íslands í setningarræðu Alþingis að breyta þyrfti lögum um uppreist æru kynferðisafbrotamanna sem og stjórnarskrá lýðveldisins. Hvatti forsetinn "fólk í hinu fjálsa lýðræðissamfélagi að láta í sér heyra".
Þremur dögum síðar lét Björt framtíð í sér heyra og sprengdi ríkisstjórnina með lygum um að formaður Sjálfstæðisflokksins breiddi yfir voðaverk kynferðisafbrotamanna.
Einum og hálfum mánuði eftir það felur forsetinn formanni VinstriGrænna að mynda vinstri ríkisstjórn með öðrum ESB-flokkum í anda fyrirfram hannaðrar leikfléttu krata.
Vinstri öflin hunsa lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson bergmálar "uppbyggingarstjórn" úr munni Steingríms.
RÚV öflin mynda skjaldborg um þær stjórnarskrárbreytingar sem þarf til að afnema fullveldið og breyta Íslandi í andlitslaust amt innan ESB.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun styðja allar slíkar breytingar þ.á.m. afnám málskotsréttar forsetans sem gagnaðist þjóðinni í Icesave-deilunni.
Stjórnmálin eru að breytast í alvöru Hrekkjavöku fyrir lýðveldið.
Katrín komin með umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eru sögulegar sættir mögulegar?
2.11.2017 | 11:30
Límið í Framsóknarflokknum er sterkara en mig grunaði. Flokkurinn hélt velli með sama þingmannafjölda þrátt fyrir útgöngu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Er það til marks um óvenju þrautseigju og úthald. Á hinn bóginn, ef Sigurður Ingi Jóhannsson hefði látið vera að hrifsa formannsstólinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá væri Framsóknarflokkurinn í dag næsti stærsti stjórnmálaflokkurinn með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn.
Það getur reynst auðveldara fyrir formennina tvo að starfa saman í sitt hvorum flokknum en innan sama flokks. Það gefur von um ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins með aðkomu t.d. Flokks fólksins.
Þá gætu ráðherraembætti skiptst milli leiðtoga flokkanna í stíl með eftirfarandi: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson landbúnaðarráðherra og Inga Snæland félags- og velferðarráðherra.
"Sigur" vinstri manna er hámarkshræsni skv. fyrirfram gerðri áætlun krata á Íslandi og ESB. Búið var að skipa ríkisstjórn vinstri manna löngu áður en kosið var. Fyrirfram var VG "sigurvegarinn" skv. "könnunum" og erlendum "fréttum". VG fékk aðeins 1% meira fylgi og Píratar töpuðu 4 þingmönnum.
Kosningarnar 2017 staðfestu að Íslendingar velja sjálfstæðið framar ánauð innan ESB. Eina leiðin fyrir vinstri menn að mynda ríkisstjórn - sem á engan hátt getur orðið tákn staðfestu eða úthalds - væri ef Lilja Alfreðsdóttir tæki krappari beygju en Steingrímur forðum til að endurræsa vofu ESB.
Nema að hún fari til Miðflokksins, þar sem lýðveldissinnarnir eru.
Sögulegt símtal Sigmundar og Sigurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)