Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016
Ótrúverðugur sagnfræðingur afneitar eigin orðum
29.5.2016 | 21:56
Sagnfræðingur sem heldur að hann komist upp með það að afneita eigin orðum, þegar honum er bent á óþægilega merkingu þeirra í sjónvarpsumræðum er ekki mark á takandi. Einhverjar lágmarkskröfur hlýtur að vera hægt að gera til menntaðra manna með sagnfræðititil. T.d. að þeir kannist við eigin orð.
Guðni Th. Jóhannesson afneitaði í sjónvarpsþætti Stöðvar2 að hann hefði nokkru sinni kallað almenning fávísan og réðst bæði á þáttastjórnandann Björn Inga Hrafnsson og Davíð Oddsson forsetaframbjóðenda fyrir að vera að týna upp "ósannindi af netinu" til að nota gegn sér persónulega. Málið var fyrirlestur sem Guðni Th. Jóhannesson hélt um "rangt minni fávísa lýðsins" í landhelgisbaráttunni og í Icesave-baráttu Íslands.
"Nei. Það sagði ég aldrei, aldrei nokkurn tímann. Það er ósatt, alveg ósatt" hálfhrópaði Guðni. "Ég get ekki tekið svona, þetta er ósatt".
Davíð Oddsson benti Guðna Th. Jóhannessyni á að sinna sig, því efnið sem vitnað væri til væri aðgengilegt og þess vegna lítið mál að taka það fram. Lagði Davíð til að fólk hlustaði sjálft á fyrirlestur Guðna til að ganga úr skugga um sannleiksgildi orða sagnfræðingsins og þótti Guðna það sjálfsagt mál. Mun sagnfræðingnum og eflaust mörgum öðrum bregða við, þegar hann heyrist segja allt það sem Davíð Oddsson og spyrjandinn Börn Ingi Hrafnsson vitnuðu til.
Trúverðugleiki sagnfræðings stækkar ekki við það að neita að trúa frásögn annarra af eigin orðum. Sagnfræðingur sem er svo fjarri því sem hann segir sjálfur týnir sjálfum sér.
Davíð Oddsson forsetaframbjóði reyndi að aðstoða forsetaframbjóðandann Guðna Th. Jóhannesson:
"Guðni, elskulegi Guðni, ef þú ert að bjóða þig fram sem forseta, þá máttu ekki hlaupa frá öllu sem þú hefur sagt. Þú bara mátt það ekki. Ég geri það ekki og þú mátt það ekki. Það er ekki sanngjarnt."
Kemur í ljós, hvort Guðni Th. Jóhannesson fylgir þessu einlæga ráði.
Hér er upptakan, þegar sagnfræðingurinn talar um "fávísa lýðinn með ranga minnið"
Hart tekist á í forsetakappræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2016 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
The winner takes it all
22.5.2016 | 07:06
Frambjóðendur fóru af stað,
Þá voru þeir tíu.
Einn fékk ekki vottorðið
og eftir urðu níu.
Níu frambjóðendurnir
byrjuðu að þrátta.
Einn þeirra skaust upp á þak
og þá voru eftir átta.
Átta góðir frambjóðendur
heilsuðu klukkan tvö.
Einn þeirra missti hendina
en þá voru eftir sjö.
Sjö sætir frambjóðendur
snæddu bótox kex.
Varirnar duttu af einum
og eftir urðu sex.
Sex skýrir frambjóðendur
sungu dimmalimm.
Einn fór út af laginu
en þá voru eftir fimm.
Fimm fræknir frambjóðendur
héldu að þeir væru stórir
Einn þeirra fékk á hann
og eftir voru fjórir.
Fjórir fínir frambjóðendur
eltu nokkrar kýr.
Einn þeirra datt í holuna
en þá voru eftir þrír.
Þrír þolnir frambjóðendur
þorðu nú varla meir.
Einn þeirra fékk martröð
en þá voru eftir tveir.
Tveir brattir frambjóðendur
einn þeirra var orðinn seinn.
Sá breytti ekki sögunni
svo eftir varð bara einn.
Einn flottur frambjóðandi
varð forseti fyrir vikið.
Fluttist inn á Bessastaði
og er það nokkuð mikið.
Með kveðju til Davíðs Oddssonar
og ósk um að sjá hann sem næsta forseta Íslands.
Bjartsýnin fer vaxandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Guðni Th. Jóhannesson telur almenning "FÁVÍSAN LÝÐ"
16.5.2016 | 15:40
Guðni Th. Jóhannesson telur landhelgisbaráttuna ekki stríð af því enginn eða mjög fáir hafa týnt lífinu við útfærslu landhelgi Íslendinga. Stríð er reiknað í fjölda líka, hversu mörgum gefur hann ekki upp og verður því einn um líktalninguna. Líklegast hafa varðskip hennar hátignar Bretadrottningar verið í skemmtiferð við Íslandsstrendur og af einskærri tilviljun hindrað störf íslensku landhelgisgæslunnar.
Guðni Th. Jóhannesson sér tilveruna í svart-hvítu: Annars vegar stendur "fávís lýðurinn" sameiginlega minnislaus og lætur stjórnast af "hetjusögum stjórnmálamanna" og hins vegar sagnfræðingar sem finnst skemmtilegt að velta fyrir sér, hvers vegna "sameiginlega minnið" er ekki allsráðandi í heiminum. Barátta smáþjóðar fyrir lífsafkomu sinni, fiskimiðum eða efnahagslegu sjálfstæði segir sagnfræðingurinn vera þjóðrembu og vill endurskoða sögu íslenska lýðveldisins.
Það er merkilegt að sjá Guðna Th. Jóhannesson afrita "minniskenningu" marxíska prófessorsins Maurice Halbwachs í bókinni "La Mémoire collective" frá 1950 og reyna að nota sem grundvöll til að breyta sögu Íslands. Guðni Th. Jóhannesson vill augljóslega tilheyra klúbbi fræðimanna sem telja það vera þjóðrembu að stofna lýðveldi, því rétt saga þeirra muni hvort eð er glatast, þar sem almenningur og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn stjórni "sameiginlega minninu" með skálduðum hetjusögum.
Þessi fræðikenning er sett fram til að vinna gegn frjálsu samfélagi sem byggist á einstaklingnum í stað "gráa fjöldans" og er í dag notuð til enn einnar árásarinnar á frjáls og fullvalda þjóðríki. Markmiðið er sem fyrr að undirlétta einræðisherrum að taka völdin, þar sem hægt er að berja niður frelsis- og lýðræðisþrá einstaklingsins, sem að mati þessa fólks er bara "fávís lýður".
Halbwachs skrifaði einnig "Fræðikenningu um sjálfsmorð".
Skyldi Guðni Th. Jóhannesson hafa lesið hana líka?
PS. hef breytt nafni Halbwachs i Maurice Halbwachs sbr. leiðréttingu hér að neðan (skrifaði óvart Renan Halbwachs út frá glæru Guðna, þrátt fyrir að ég hefði athugað og slegið upp Maurice Halbwachs).
Segir Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2016 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Skemmtilegra Ísland með Davíð Oddsson sem forseta
14.5.2016 | 05:58
Framboð Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum borgarstjóra holulausrar Reykjavíkurborgar hvort sem litið er til borgarsjóðs eða gatna, fyrrum forsætisráðherra lengsta og mesta hagvaxtar- og velmegunartímabíls eftirstríðsáranna, fyrrum Seðlabankastjóra í auga fjármálastormsins, - framboð Davíðs Oddssonar hefur á einu augnabliki gjörbreytt forsetakosningunum árið 2016.
Í ástandi sem líktist hoppandi vatni í volgum katli var það orðin meiri frétt að vera ekki í framboði en að vera í framboði. Droparnir skutust hátt upp og allir vildu á Bessastaði komast. Margir þeirra hafa samt þegar kólnað og fallið til baka í vatnið.
Húmoristinn Davíð Oddsson hefur auðgað mannlíf Íslendinga með litríkri persónu sinni alla tíð. Hann hefur tekið mörg sporin með fjallkonunni okkar og hann mun taka valsinn með henni eina ferðina enn. Er ég ekki frá því, að fjallkonan líti hýrum augum á manninn enda hefur hann varið lífi sínu til að tryggja hamingju og velferð hennar alla tíð. Þetta hefur vakið öfund keppinauta sem kveina sáran, þegar fjallkonan með glampann í augunum og kankvís Davíð Oddsson brosa sínu blíðasta hvert móti öðru.
Ísland er stórum auðugra, að Davíð Oddsson býður okkur starfskrafta sína. Yfirlýsingar hans um opnun Bessastaða sem þjóðarheimilis sýnir, að Davíð Oddsson er maður fólksins og vinnur fyrir þjóðina.
Það sakar ekki, að Davíð Oddsson er maðurinn sem þjóðin á hvað mest að þakka í baráttunni gegn óreiðumönnum útrásarvíkinga og bankasvindlara og það var Davíð Oddsson sem taldi kjark í okkur að reyna á lögréttindi okkar fyrir EFTA dómstólnum sem dæmdi okkur í hag. Davíð Oddsson mun í hlutverki forseta Íslands styrkja innviði þjóðarinnar og veita nýjan og ferskan innblástur í daglegt líf landsmanna. Hann mun standa vaktina betur en nokkur annar núlifandi Íslendinga.
Ísland verður skemmtilegra land með Davíð Oddsson sem forseta.
Ég hvet alla landsmenn til að kjósa Davíð Oddsson og gera Ísland að skemmtilegra landi.
Við eigum það skilið.
Kosningaskrifstofa Davíðs opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)