Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Píratasöngurinn

pirateEndursaminn ræningjasöngur:

Píratasöngurinn (lag Hvar er húfan mín, Kardimommubærinn)

Hvar er netið mitt? Hvar er talvan mín?
Hvar er félagslyndið, forvitnin og sanngirnin?
Hvar er rýnirinn? Og svarti leppurinn?
Fáninn minn og gamli, fúni fóturinn?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu lýðræði? Sérðu sjálfræði?
Sérðu frelsi, stefnu flokksins eða réttlæti?
Sérðu samstöðu, sérðu peninga?
Sérðu mistök eða afnám dauðarefsinga?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu töskuna? Sérðu flöskuna?
Sérðu eldinn, sérðu reykinn, sérðu öskuna?
Hvar er ESB? Hvar er stjórnarskrá?
Hvar er ræðan sem ég stakk í mína stóru tá?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Hvar er gagnrýnin? Og Svarta-Britta?
Hvar er Helgi, hvar er Ásta, hvar er Birgitta?
Þetta er ljótt að sjá, alltaf leita má.
Hvar er kóðinn sem við erfðum honum afa frá?
Ég er viss um að það var hér allt í gær


mbl.is Nýr Pírati tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín hættulegri en ÍSIS

marxistsPútín hefur hafið för heims til heljar. Með íhlutun í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi til stuðnings einræðisherranum Bashar al-Assad hefur Pútin kastað teningunum og ekki verður aftur snúið. Bashar al-Assad sem búinn var að tapa stríðinu segist núna ætla að taka allt Sýrland tilbaka undir yfirráð sín. Landið er í rjúkandi rúst og hvorki Bashar né Pútín hafa áhuga né getu til að ryðja burt allri öskunni eða öllum líkunum og hefja endurreisnarstarfsemi Sýrlands. Nánasta framtíð Sýrlands felst því í enn fleiri líkum og öskubrenndum borgum. 

Pútín hefur skapað einræðisríki í Rússlandi þar sem hann og fylkisstjórarnir stjórna öllu ríkinu. Hann hefur breytt lögum Rússlands, þannig að ef Nató eykur nærveru á eigin áhrifasvæði telst það samkvæmt rússneskum lögum vera bein ógn við öryggi Rússlands. Engann þarf því að undra, að ef Bandaríkin vilja hækka þak á fluggeymslu í Keflavík, að þá er það bein ógnun við Rússland skv. nýju varnamálalögum Rússlands. Nýju lögin eru liður í endurreistri heimsvaldastefnu Rússlands sem sýndi sig með hernámi Krímskaga og stríðinu í Úkraínu.

Því er engan veginn lokið og meiri hætta á að Rússar færi út áhrifasvæði sitt t.d. með hertöku svæða í norðurhluta Finnlands, Eystrarsaltslöndunum og hluta af landsvæði Svíþjóðar en að Úkraínustríðinu ljúki. Rússar hafa komið upp kjarnorkuflaugum í Kalingrad sem geta grandað flest öllum borgum í Evrópu á stuttum tíma. Flugher Rússa hefur æft kjarnorkuárásir á Stokkhólm og Gotland. Enginn þarf að draga í efa raunverulegan hernaðarmátt Rússlands né áætlanir þeirra um að endurheimta áhrif og forna stöðu Sovétríkjanna. 

Master

Annar sterkur þáttakandi á bak við vaxandi stríðsátök í heiminum er ungverski auðkýfingurinn George Soros. Í nýrri grein á heimasíðu Project Syndicate segir hann, að Pútín berjist í Sýrlandi til að koma ESB á hnén áður en Rússland hrynur efnahagslega 2017. 

"Rússneskar flugvélar hafa kastað sprengjum á óbreytta íbúa í suðurhluta Sýrlands og þvingað þá á flótta til Jórdaníu og Líbanons...Rússland hefur einnig varpað sprengjum í stórum mæli á óbreytta íbúa í norðurhluta Sýrlands. Her forseta Sýrlands Bashar al-Assad hefur fylgt eftir með árásum á Aleppo, borg sem hafði 2 miljónir íbúa."

Soros segir það vera staðreynd, að "Rússland Pútíns og ESB eru fönguð í störukeppni: Spurningin er hvor þeirra fellur fyrst."

Soros telur að ríkisstjórn Pútíns verði gjaldþrota 2017, þegar borga þarf stóran hluta af erlendum lánum og þótt Pútín hafi ekki upphaflega farið í Sýrlandsstríðið til að auka flóttamannastrauma til Evrópu, þá hafi þáttakan verið mistök sem gerði hann að óvini Tyrkja sem bæði Rússar og Tyrkir tapi á. Hins vegar sá Pútín sér leik á borði og stríðið orðið að spurningunni um hvor fellur fyrst: Rússland eða ESB. 

George Soros endar grein sína með þeim orðum að ÍSIS (og Al Qaeda á undan þeim) hafi uppgötvað Akkellisarhæl vestrænnar menningar: - hræðsluna við dauðann- sem þeir nýti sér til fullnustu.

Ég bendi á að George Soros er helsti talsmaður "New World Order" og vill fá eina ríkisstjórn og einn gjaldmiðil í öllum heiminum. Hann hefur ötullega hvatt ESB til að taka á móti fleiri flóttamönnum t.d. í annarri grein og telur að ESB eigi að taka á móti a.m.k. einni milljón flóttamanna árlega og borga hverjum þeirra mótsvarandi 2,2 miljónir ís.kr. árlega fyrstu 2 árin. Með allan þann auð og þau áhrif sem George Soros hefur í heiminum í dag, gæti því spurningin alveg eins verið, hvort Soros sé ekki hættulegri mannkyninu en Pútín.


Íslamska ríkið - "sterkasta ríki í heimi" ...?

USSRsyrienAllir segjast vera í stríðinu í Sýrlandi til að berjast gegn íslamska ríkinu. Stríðið er búið að vera í 5 ár og 470 þúsund manns eru fallin. Samt virðist enginn endir á hversu margar þjóðir og hernaðarbandalög ætla inn og berjast gegn íslamska ríkinu. Virðist endalaust pláss vera fyrir heimsins heri og hertól "til að berjast gegn ÍSIS" 

Sádi Arabar hafa lýst yfir að þeir ætli inn með landher "til að berjast gegn ÍSIS".

NATO lýsir yfir að þeir ætli sem hernaðarbandalag að "taka þátt í stríðinu gegn ÍSIS".  

Rússar fóru með sín hertól til Sýrlands "til að berjast gegn ÍSIS".

Kína er á leiðinni "til að berjast gegn ÍSIS". 

Ef eitthvað er að marka yfirlýstan tilgang með stríði heimsins gegn ÍSIS í Sýrlandi, þá er ÍSIS sterkasta ríki heims.

Sannleikurinn er að sjálfsögðu allt annar. ÍSIS er fyrirsláttur. 

Rússar eru í hlutverki Basharsböðla og kasta sprengjum á saklausa íbúa Sýrlands.

Þeir vita að Sádí arabar eru bandamenn Bandaríkjanna og stjórnarandstöðunnar gegn Bashar og hóta þess vegna heimsstyrjöld til að hræða Bandaríkjamenn og Sádí frá Sýrlandi svo þeir sjálfir geti eins og Frakklandsforseti benti á í gær: "aðstoðað Bashar al-Assat að brytja niður sitt eigið fólk."

Þess vegna vilja Rússar ekki vopnahlé núna eins og Bandamenn leggja til. Í staðinn vilja Rússar hafa vopnahlé 1. mars, því þá hafa þeir náð að brytja niður 300 þúsund manns sem þeir eru búnir að króa af í Apello og neita alþjóðlega rauða krossinum um að færa mat og nauðsynjar.

Owen Jones skrifar í The Guardian, að þótt Pútín hafi ekki í byrjun haft í huga að kála ESB, þá sé hann og ESB komin í störukeppni um hvort falli fyrst. ESB vegna allra kreppna eða Rússland vegna fyrirsjáanlegs gjaldþrots. Sjóðir Rússa eru tómir og traust Pútíns heima fyrir er bundið efnahagslegum stöðuleika sem einungis er tímaspursmál hvenær hrynur.  

Viðbót að morgni föstudags: Fréttir um "vopnahlé" er einungis taktík Basharsböðlanna til að geta sagt að þeir séu mannúðlegir með því að "leyfa hjálparstofnunum" að aðstoða íbúana. En til öryggis tilkynna bæði USA og USSR að vopnahléið sé nú bara "á pappírnum."


mbl.is 50 þúsund íbúar hraktir á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband