Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Nýr dagur plastrusls í Evrópu - ESB kaupir plastrusl af almenningi
20.1.2014 | 13:17
Evrópuþingið virðist hafa fundið vistvæna mótstöðu gegn evrukreppunni. Þingið ákvað nýlega að ESB kaupi plastrusl af íbúum sambandsins. Í því tilefni verður sérstakur Evrópudagur plastruslsins innleiddur í Evrópu og ESB lætur koma fyrir sérstökum plastruslstöðum, þar sem fólk getur komið og selt plastruslið sitt gegn opinberri greiðslu. Samkvæmt Evrópuþinginu á dagur plastruslsins að auka umhverfisvitund almennings og stuðla að því, að fólk velji vistvænt plast. Áhrifin gætu þó orðið þveröfug og fólk byrjaði að hamstra skítugt plast til að næla sér í aukatekjur á plastrusladeginum.
Í reglunum er bent á að fólk geti í sjálfboðavinnu tekið til á táknrænan hátt og hreinsað opinbera staði t.d. baðstrendur og þannig aukið umhverfisvarnir gegn plastrusli.
Meira hér um þessa tillögu
Þá er bara að byrja að safna plastrusli og selja á Evrópudegi plastruslins. Kannski er þetta leynivinningur viðræðusinna eftir margra ára þóf, sem slegið getur út bæði Víkingalottó og Euro jackpot.
PS. Myndin hefur ekkert að gera með samþykkt Evrópuþingsins.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svört framtíð að taka ekki afstöðu til aðildarskilmála ESB
14.1.2014 | 23:07
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar hefur einkennilega þrákelkningslegan óaðlögunarhæfileika að regluverki og lögum Evrópusambandsins. Hann vill fyrst ganga í Evrópusambandið og síðan taka afstöðu til laga þess og reglna.
Þetta er öfugt við flesta aðra, sem kynna sér aðstæður þess, hvað í boði er. Fyrst fær maður upplýsingar hjá viðkomandi og kynnir sér málin og síðan tekur maður afstöðu um áframhaldið á grundvelli þeirra upplýsinga. Málið er samkvæmt Evrópusambandinu sjálfu eins og margt gott fólk hefur bent á, að innganga í ESB er aðlögunarferli umsóknarríkisins og tíminn eins langur og það tekur að breyta löggjöf þess, svo það falli undir stjórnarhætti ESB. En formaður Bjartrar framtíðar segir það óskynsamlegt fyrir Íslendinga að kynna sér, hvað aðlögunarferlið felur í sér og fyrst eigi að breyta Íslandi í aðildarríki og síðan að taka afstöðu til þess, hvort Ísland eigi að gerast aðili eða ekki.
Ef Guðmundur Steingrímsson væri rútubílstjóri á Íslandsrútunni biði þjóðarinnar svört framtíð með mann við stýrið, sem keyrir að fjallinu og festir bílinn út í móum vegna þess að þá fyrst mætti ákveða hvort leggja ætti veginn. Úr slíku feni verður að sjálfsögðu ekki aftur snúið og þannig er ástandið reyndar orðið í Evrópu, að rúturnar eru margar komnar á kaf, sitja fastar og komast ekki til baka og í öðrum rútum eru farþegarnir farnir að kasta sér út á ferð til að komast hjá því að lenda í feninu.
ESB er og verður deilumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2014 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurninguna um áframhald aðildarviðræðna á að taka fyrir á Alþingi
12.1.2014 | 19:54
Til að svala aðildarsinnum er mjög vel hægt að bera spurninguna um áframhaldandi viðræður við ESB undir atkvæðagreiðslu á Alþingi, þannig að það fáist skýrt fram, hvort ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta viðræðum hefur þingmeirihluta að baki sér.
Stjórnarandstaðan neitaði að spyrja þjóðina, hvort hún vildi sækja um aðild að ESB eða ekki áður en hún í ríkisstjórnarstöðu með þingmeirihluta ákvað að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrir hönd Alþingis. Þar af leiðandi er spurningin um áframhaldandi viðræður mál Alþingis.
Ef meirihluti Alþingis fellir áframhaldandi umræður við ESB ber Alþingi að ógilda eða afturkalla aðildarumsóknina og Ísland þá ekki lengur með stöðu umsóknarríkis.
Stjórnarandstæðan getur borið upp frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarumræðna til að láta reyna á þetta.
Ef stjórnarandstaðan þorir því ekki ætti einhver góðhjartaður alþingismaður úr stjórnarflokkunum að koma til aðstoðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitthvað virðast leiðtogar Evrópusambandsins vera illa farnir á taugum vegna lýðræðislegrar umræðu um ESB og framtíð þess. Framgangur flokka af öllum gerðum, sem vilja takmarka völd framkvæmdastjórnarinnar og fá tilbaka hluta af fullveldi aðildarríkjanna, er orðinn það mikill að ESB-leiðtogunum stendur ógn af. Það er vissulega rétt, að öfgaflokkar nýnasista m.fl. eru meðal "evruskeptískra" en að loka umræðunni og skipa kjósendum að kjósa Bandaríki Evrópu til að hindra þriðju heimsstyrjöldina, þá er bókstaflega verið að jarða lýðræðið.
Hverjum þjónar það að koma á einni ríkisstjórn fyrir öll aðildarríkin og gera þau að amti í ESB? Hverju þjónar að hafa ríkisstjórn sem ekki er kosin af kjósendum? Hvaða alræðis/heimsyfirráðastefna er þetta eiginlega?
Það er vægast sagt örvæntingarfullt að ganga svo langt eins og Manuel Barroso framkvæmdastjóri ESB gerði í ræðu sinni í Aþenu í Grikklandi nýverið. Hann boðaði að ESB myndi nýta sér aldarafmæli fyrri heimstyrjaldar sem "aðvörun um að evruskeptískir flokkar yzt á hægri kantinum ásamt and-evrópskum flokkum gætu hrundið af stað nýju stríði."
Barroso telur ESB einu "friðardúfu" heimsins:
"Engin önnur pólitísk hönnun fram að deginum í dag hefur sannað ágæti sitt að skapa lífsskilyrði, sem minnka illmennskuna í heiminum."
"Það er sérstaklega mikilvægt að minnast þessa, þegar við minnumst upphafs fyrstu heimsstyrjaldarinnar á þessu ári. Við eigum aldrei að taka frið, lýðræði eða frelsi sem gefið. Þetta er einnig sérstaklega mikilvægt að benda á, vegna þess að fólk er hvatt til að taka þátt í Evrópukosningunum í Maí."
Ummæli Barroso falla ekki í góðan jarðveg hjá öllum ríkisstjórnum.
Haft er eftir evrópskum diplómat, að "Risabóla alríkissinna um eitt Bandaríki er andstæðan við að aðstoða meirihluta ríkjanna, sem vilja umbætur á ESB svo það virki betur."
Meira um þetta hér
Byggð verði upp Bandaríki Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |