Samgleðjumst með Bjarna Ben yfir minni smithættu
25.12.2020 | 08:20
Við getum öll glaðst yfir því þessi jól, að lítið er að marka covidstefnu yfirvalda varðandi fólkstakmarkanir í samkomum og samkvæmum. Fjármálaráðherrann sem situr fundi, þar sem ákvarðanir gegn smiti eru teknar og veit því meira en flestir aðrir um grundvöllinn fyrir mati heilbrigðisyfirvalda á smithættu, sýnir í verki að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru ofuraðgerðir sem ekki réttlætast af veirunni. Þetta eru góð tíðindi og ætti ríkisstjórnin tafarlaust að hætta þeirri stjórnunarsemi og skaðlegu afskiptum að vera með lokanir á viðskiptalíf sem skaðar efnahag og líf landsmanna.
Meintur fjármálaráðherra fylgir einnig sömu reglu og gildir hjá mörgum bankastjórum: Viðurkenndu aldrei að þú hafir gert neitt rangt nema að þú sért staðinn að verki.
Ef lögreglan hefði ekki komið í samkvæmið hefði það aldrei spurst út að BB var á staðnum og þá hefði hann heldur ekki þurft að biðjast opinberlegrar afsökunar. Þvi miður er BB ekkert einsdæmi. Hann var bara óheppinn í þetta sinn, að einhver vakti athygli lögreglunnar á þessu fráviki frá samkomureglum ríkisstjórnarinnar.
Það er ástæða fyrir því að stjórnmálin á Íslandi og víða um Vesturlönd eru hjúpuð þögnuði. Samtrygging kallast það. Ég segi ekki frá þínum lögbrotum ef þú segir ekki frá mínum. Opinberar reglur og líf hirðarinnar eru tveir ólíkir og oft ósamrýmanlegir hlutir. Viðgengst hjá banana- og kommúnistaríkjum. Allir vita um svindlið og það er látið viðgangast.
Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.