Gleðileg Jól að hætti Trumps
23.12.2020 | 09:27
Donald Trump og fjölskylda hans hafa stórt hjarta og gera vel við þá sem minna mega sín.
Kemur það vel fram í neitun hans á ölmusu Bandaríkjaþings til fátækra í Bandaríkjunum sem hann réttilega segir vera smán.
Vonandi sér þingið að sér og samþykkir tillögur forsetans sem þar með bjargar heiðri þingsins og stjórnmálanna í Bandaríkjunum.
Eina ferðina enn.
Samtímis sem jólanna verður minnst á verðugari hátt.
Hátíð ljóss og friðar og til að gleðjast með börnunum.
Og muna eftir þeim sem minna mega sín.
Í ár skein Betlihemsstjarnan skærara en í 2020 ár. Jafn skært og við fæðingu frelsarans. Það eru sterk skilaboð til okkar allra. Kærleikurinn sigrar hið illa, ljósið útrýmir myrkrinu.
Jafnvel kórónugrýlan verður áhrifalaus, þegar enginn trúir á hana lengur.
Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
![]() |
Trump hafnar Covid-frumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gústaf, mbl.is fjallar ekki um það að í frumvarpinu hafa Demókratar lætt inn ákvæðum þar sem gæluverkefnum þeirra er hyllt sérstaklega eins og þeir reina ítrekað þegar hjálpa á almennum borgurum. Þeim er ekki við bjargandi.
En út í annað betra. Þá óska ég þér gleðilegrar jólahátíðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.12.2020 kl. 11:10
Sæll Tómas, þakka athugasemd, já Demókratar eru bæði loðnir og óheiðarlegir, lagatillagan var upp á 5593 blaðsíður sem þingmenn áttu að lesa og taka afstöðu til á veimur tímum. M.a. átti að gefa 10 milljónir dollara til kvennamenntunar í Pakistan. 250 milljónir dollara í stuðning til Palestínumanna og banna póstsendingar rafrænna sígaretta.
Margir sem nenna ekki að hugsa sjálfir eins og t.d. Björn Bjarnason velja auðveldu leiðina og ferðast í öskurrútunni gegn forseta Bandaríkjanna. En eins og venjulega þá hlær sá best sem síðast hlær
Óska þér Tómas og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Gústaf Adolf Skúlason, 23.12.2020 kl. 12:07
Ég er að hlusta á Obama lesa sína sjálfsæfisögu. Sagan veitir góða innsýn í hvernig hlutirnir gerast á eyrinni (Washington)
Obama lofaði að gera breytingar í Washington - Yes we can en var strax á sínu fyrsta þingmáli byrjaður að "semja" því annars hefði hann ekki komið sínu máli í gegn
Það er líka fróðlegt að hlusta á rökræður hans við sjálfan sig um t.d. hvort hann ætti að skipta sér af Gaddafi í Lýbíu - en stundum skín í gegn að þetta er hans hlið á atburðarrásinni og þá lítur Obama alltaf vel út
Grímur Kjartansson, 23.12.2020 kl. 15:51
Þakka pistilinn.
Alltaf ánægjulegt að fylgjast með mönnum með sálfstæðar skoðanir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2020 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.